Laugardagur, 9. apríl 2011
Allir á kjörstað. Þetta er þitt val.
Að mínu mati er tvennt sem stendur upp úr nú á kjördag:
Í fyrsta lagi að þá er ekkert himinn og haf á milli þessara tveggja valkosta. Báðar leiðirnar hafa sína kosti og galla. Hvort heldur valið er já eða nei þá mun þetta mál halda áfram að hafa mikil áhrif á samfélag okkar og efnahag. Mikil óvissa verður um efnahagslegar afleiðingar þessa máls hvort já eða nei verður ofaná. Í raun kristallast valið í fréttum gærdagsins. Þar mælir seðlabankstjóri með JÁ og Eva Joly mælir með NEI. Við vitum öll að hvoru tveggja er þetta mikið ágætis fólk og þó svo Seðlabankstóri sé undir hæl sinna atvinnurekanda þá væntum við þess að hann sé af heilum hug að mæla með JÁ. Við vitum að þau bæði eru að mæla með valkostum sem þau meta þann besta. Þess vegna er ekki hundrað í hættunni hvora heldur leiðina við förum. Báðar hljóta að vera ágætar fyrst þetta ágætis fólk er að mæla með sitthvorri.
Fólk á að drífa sig á kjörstað og kjósa. Sumir vilja meina að þegar allt kemur til alls þá sé þetta spurningin um að fólk kjósi annað hvort með höfðinu eða hjartanu.
Í öðru lagi þá hefur verið frábært að fylgjast með því hvernig þjóðin hefur tekið á þessu verkefni sem er að ákveða hvorn valkostinn á að kjósa. Facebook hefur hreinlega logað af umræðum um þetta mál. Ég sá eina færslu seinni partinn í gær. Þar sagði:
"Á síðast klukkutíma þá hafa komið 46 "stadusar" á Facebook hjá mér og bara 2 þeirra voru ekki um Icesave."
Netmiðlarnir loga af umræðum um þetta mál. Allstaðar er verið að skeggræða málin. Áhuginn er gríðarlegur. Prentmiðlarnir og sjónvarpið með sinn fréttaflutning er í þessari umræðu eins og bermál gærdagsins og er í raun ekki þátttakandi í þessari umræðu nema fyrir börn liðins tíma sem fylgjast ekki með á þessum netmiðlum.
Þessi mikla og upplýsta umræða sem hefur verið í gangi fyrir þessar Icesave kosningar hefði ekki verið möguleg fyrir 10 árum. Þá voru þessir netmiðlar ekki til. Þá hefðu stjórnvöld matað okkur í gegnum moggann, rúv og stö 2 á "sannleikanum".
Nú er allt breytt og stjórnvöld ráða í dag bara fjölmiðlum sem flytja bermál gærdagsins til þeirra sem ekki fylgjast með á netmiðlum nútímans.
Í kosningunni um Icesave 3 þá erum við að sjá lýðræðið á Íslandi taka nýja stefnu. Þjóðin er skemmtilega klofin í tvennt í álíka stórar fylkingar en allir eru ákveðnir að ræða sig fram til bestu niðurstöðu fyrir þjóðina. Með þessari gríðarlegu umræðu sem er í gangi og hefur verið í gangi þá er ljóst að þjóðin mun taka upplýsta ákvörðun í dag.
Hvort heldur já eða nei verður ofaná þá höfum við séð það að þjóðin er meira en tilbúin að stíga fleiri skref á þessar braut. Ræða sig fram til niðurstöðu að taka sínar stóru ákvarðanir í þjóðaratkvæðagreiðslum.
Er nýtt Ísland er að líta dagsins ljós?
Svei mér þá, ég held það. Mér finnst það frábært hvernig þjóðin er að leysa þetta verkefni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:41 | Facebook
Athugasemdir
Sælir Friðrik
Góður og jákvæður pistill. Gott að sjá að ég er ekki einn um að hafa einmitt haft þetta á tilfinningunni þrátt fyrir almenna neikvæðni og jafnvel rætni í skrifum margra. Þetta eru þrátt fyrir allt ákveðin þroskamerki þjóðar í átt til meiri lýðræðis og meiri samfélagsvitunar. Eða eins og máltækið segir: "no pain - no gain"
Kveðja að norðan .
Arinbjörn Kúld, 9.4.2011 kl. 11:16
Takk fyrir þessa færslu. Já ég held að íslenskur almenningur sé að þroskast, og læra að taka meiri ábyrgð á lífi sínu og ákvörðunum. Ég vona það allavega. Og takk fyrir drengilega baráttu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2011 kl. 12:22
Þakka þér Friðrik fyrnir glöggar og skemmtilegar hugmyndir varðandi þróun tækja til betra lýðræðis. Í sjálfu sér þá get ég verið þér sammála um það að það skipti hugsanlega ekki öllu hvort sagt er já eða nei fjárhagslega séð. En fyrir mér er það siðferðisleg skylda mín gagnvart þjóð minni og öðrum þjóðum Evrópu að segja nei. Það er sannfæring mín að nei muni hafa betri áhrif þegar til lengri tíma er litið heldur en Já.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.4.2011 kl. 13:06
Sammála þér í því Hrólfur.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.4.2011 kl. 14:37
Við fellum þessa samninga og stöndum saman sem þjóð á móti þessari kúgun,og munum vera virt af öðrum þjóðum sem þjóðin,sem sagði peningavaldinu stríð á hendur og viss er ég um að margir muni fylgja á eftir okkar ákvörðum og um leið mun ESB lýða undir lok og þjóðir verða sjálfstæðar aftur.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.4.2011 kl. 21:14