Hvernig getur skuldsetning ríkissjóðs upp á 674 ma. aukið lánshæfi hans?

Einhver ótrúlegustu rök sem ég hef heyrt ganga nú fjöllunum hærra í áróðri þeirra sem vilja samþykkja Icesave 3 samninginn. Því er haldið fram að það muni aðeins falla 47 ma. á ríkissjóð vegna þessa máls. Ekkert er hins vegar minnst á að Icesave 3 samningurinn gengur út á það að ríkið er að ábyrgjast lámarksinnistæður á þessum Icesave reikningum, þ.e. 20.887 evrur per reikning. Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá kostar það 674 ma. að tryggja þessa lámarksinnistæðu á hverjum einasta Icesave reikning.

Samþykkjum við Icesave 3 þá þarf ríkissjóður að greiða þessar 674 ma. óháð því hvað fæst úr þrotabúi Landsbankans. Með því að samþykkja Icesave 3 þá er verið að skuldsetja ríkissjóð um 674 ma. Þessi dómur sem féll í dag að heildsölulán eru forgangskröfur verður til þess að minna er til skiptana úr þrotabúinu upp í þessa Icesave reikninga. Það þýðir að væntingar um að lítið sem ekkert muni falla á ríkissjóð samþykkjum við Icesave 3 eru gufaðar upp. Verði neyðarlögunum hnekkt nú í framhaldinu þá verður þrotabú Landsbankans ekki til ráðstöfunar upp í þessa 674 ma. sem er þá orðin að skuld ríkissjóðs við Breta og Hollendinga.

  • Því er svo haldið fram að með því að auka skuldsetningu ríkissjóðs um 674 ma. þá verði auðveldara að fá lán hjá erlendum fjármálafyrirtækum.
  • Því er svo haldið fram að þau lán sem bjóðast eftir að við eru búin að auka skuldsetningu ríkissjóðs um sem samsvarar hálfri landsframleiðslu að þau verða þá á lægri vöxtum en þau lán sem bjóðast í dag.

Hvernig geta eðlilega skynsamir menn haldið því fram að með því að auka við skuldir ríkissjóðs þá muni verða auðveldara að fá lán í útlöndum og þau lán verði þá á lægri vöxtum?

Auðvita verður miklu erfiðara að fá lán eftir að við höfum skuldsett ríkissjóð um sem samsvarar hálfri landsframleiðslunni, ríkissjóð sem þegar er yfirskuldsettur.

Auðvita verða þeir vextir sem ríkinu, opinberum aðilum og íslenskum fyrirtækjum bjóðast á næstu árum á hærri vöxtum ef við þann 9. apríl nk. samþykkjum að skuldsetja ríkissjóð um 674 ma.

Þetta er einfalt.

  • Því meira sem við skuldsetjum ríkissjóð því færri vilja lána honum.
  • Því meira sem við skuldsetjum ríkissjóð því hærri verða vextirnir á þeim lánum sem bjóðast.

Það er ljóst að það er fullt af fólki í þessu samfélagi sem er búið að missa algjörlega áttirnar í þessu máli.

Við skulum ekki láta þetta fólk segja okkur að með því að skuldsetja ríkissjóð um hálfa landsframleiðsluna þá verði auðveldara að fá lán í útlöndum og þau lán fáist á lægri vöxtum. Við skulum ekki láta þetta fólk segja okkur að hvítt sé svart og svart sé hvítt.

Kjósum NEI við Icesave og tryggjum hér á komandi árum að minnsta kosti óbreytta stöðu ef ekki betri í framboði á erlendum lánum og að minnsta kosti óbreytta vexti ef ekki betri vexti á þessum lánum.

 


mbl.is Heildsöluinnlán forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir ágætan pistil

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.4.2011 kl. 12:49

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Sammála – Jón Sigurðsson skrifaði m.a. í grein um afhverju við eigum að samþykkja Icesave: ,,Allir vita að lagaleg skylda liggur ekki fyrir í þessu máli.” Menn eiga auðvitað aldrei að borga eitthvað nema þeir séu skyldugir til þess og það sama gildir um ríkið. Að láta aðra fá peninga án lagaskyldu telst þess vegna gjöf. Jón telur að ef Icesave verði ekki samþykkt þá verða áhrifin m.a. neikvæð í utanríkisviðskiptum. Það eru auðvitað mjög óeðlileg utanríkisviðskipti sem eru háð því að við GEFUM bretum og hollendingum peninga án lagaskyldu. Mér finnst það vítavert bruðl á skattgreiðslum okkar. Grein Jóns er hér: http://visir.is/hvers-vegna-samthykkja-icesave-/article/2011110329378

Kristján H. Kristjánsson, 1.4.2011 kl. 13:28

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Kristján, mjög góður punktur hjá þér og ég er þér sammála.

Ég las líka þennan pistil hans Jóns.

Jón byrjaði vel í þessum pistli sínum og var með ágætis greiningu á Icesave. Mér er það hins vegar algjörleg hulið hvernig Jón fór að því að komast að þessari niðurstöðu miðað við þau rök sem hann tiltók í pistlinum. Niðurstaðan er í algjörri andstöðu við allar þær staðreindir og rök sem hann tilgreindi í fyrri hluta pistilsins.

Fyrir mér var að lesa þennan pistil hans Jóns eins og að lesa pistil þar sem maður er að lýsa því hvernig eigi að leggja saman tvo plús tvo. Hann lýsir verkefninu vel en þegar hann fær út úr því mínus þrjá þá er ég hættur að skilja.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.4.2011 kl. 15:14

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Hversvegna þurfum við að  SENDA ÞEIM PENINGA SEM  við eigum ekki- er ekki verið að ræða að bankarnir geti selt eignir upp í þessar skuldir óreiðumannanna '?     EG og börnin mín skuldum hvorki Englendingum eða öðrum Lensherrum neitt !

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.4.2011 kl. 19:06

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hvernig væri nú að fara með rétt mál.  það er alls elkki verið að skuldsetja ríkið um eina einustu krónu. Það eru nægir peningar og skuldabréf til að borga þessa skuld að fullu í þrotabúinu.

Lánshæfismatið mun hækka vegna þess að með því að segja já við Icesave þá er Ísland að segja við erum alvöru þjóð og stöndum við alþjóðlegar samninga sem við gerum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 2.4.2011 kl. 09:32

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þórdís, Icesave samningurinn gengur út á það að Alþingi er að veita ríkisábyrgð upp á 674 ma.

Með Icesave samningnum þá er ríkið, þ.e. Alþingi, að veita ríkisábyrgð á þessum lágmarksinnistæðum, 20.887 evrum per reikning. Það kostar 674 ma. að greiða öllum innistæðueigendum þessar 20.887 evrur.

Samkvæmt Icesave samningnum þá fá Bretar og Hollendingar beint til sín 48% af eignum þrotabús Landsbankans. Það fá þeir að því þeir segjast hafa lagt út 500 ma. til að tryggja innistæður umfram þetta lágmark, 20.887 evrur per reikning.

Íslendingar fá 51% af þrotabúi Landsbankans til þess að tryggja þessar lámarkinnistæður. Málið er bara að þessi 51% duga ekki til að tryggja þessar innistæður að fullu. Í dag er okkur sagt að það vanti 47 ma. upp á það. Þessa 47 ma. á því að taka úr ríkissjóði, þ.e. íslenskir skattgreiðendur eiga að borga 47 ma. vegna þessa máls.

Bretar og Hollendingar hafa sótt það mjög stíft að fá ríkisábyrgð á þennan Icesave samning. Í skjölum sem komufrá Wikileaks kom fram að breska og hollenska samninganefndin fékk þau fyrirmæli að þeim væri frjálst að semja um hvaða vexti sem er en undir engum kringumstæðum mætti gefa það eftir að falla frá ríkisábyrgð á samningnum.

Komi eitthvað fyrir þrotabú Landsbankans eða eignir hans rýrna með einhverjum hætti þá fær ríkið minna upp í þessa 674 ma. kröfu. Það fé verður þá að taka úr ríkissjóði.

Í dag vinna færustu og dýrustu lögfræðingar heims að finna leiðir til að hnekkja neyðarlögunum. Verði þeim hnekk með einum eða öðrum hætti þá verður þrotabú Landsbankans ekki til ráðstöfunar upp í Icesave. Þá falla þessir 674 ma. á ríkissjóð vegna þess að við erum með því að samþykkja Icesave er íslenska þjóðin búin að ábyrgjast þessa greiðslu.

Með því að samþykkja Icesave þá erum við að skuldsetja þjóðina um 674 ma. Síðan kemur í ljós hve mikið fæst úr þrotabúi Landsbankans upp í þessa skuld.

Það er rétt hjá þér að nægir peningar eru í þrotabúinu. Okkur er sagt að í þrotabúinu séu um 1.200 ma. Þar af um 700 ma. í peningalegum eignum. Ef við segjum nei og neyðarlögin halda þá eru þessir 1.200 ma. til ráðstöfunar upp í þessar kröfur sem verið er að gera vegna innistæðna. Það er þessar 674 ma. sem það kostar að tryggja lágmarksinnistæður og þessa 500 ma. sem Bretar og Hollendingar segjast hafa greitt vegna innistæðna umfram þetta lágmark. Kröfur sem verið er að gera vegna innistæðna eru því 1.174 ma.

Ef ekki kæmi til þessi harða krafa Breta og Hollendinga að þeir fái ríkisábyrgð til viðbótar við væntanlegar greiðslur úr þrotabúi Landsbankans ásamt þessum 47 ma. þá hefðu Bretar og Hollendingar geta gengið frá þessi máli með Steingrími. Þá hefði þetta mál aldrei þurft að fara fyrir þingið. Það er bara vegna þessarar kröfu um ríkisábyrgð og þessara 47 ma. að það þurfti að fara með málið fyrir þingið. Þingið hefur jú fjárveitingarvaldið og getur eitt skuldbundið þjóðina fjárhagslega.

Með því að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni þá fá Bretar og Hollendingar ekki þessa ríkisábyrgð og þeir fá ekki þessa 47 ma. sem eigi að koma úr ríkissjóði vegna þessa máls.

Haldi neyðarlögin og við segjum nei þá fá Bretar og Hollendingar eigi að síður 94% af sínum ýtrustu fjárkröfum miðað við Icesave 3. Ef heimtur úr þrotabúinu verða betri þá fá þeir sínar fjárkröfur 100% greiddar.

Af hverju ætti lánshæfismat Íslands að lækka þegar við erum að tryggja viðmælendum okkar 94% af þeirra ýtrustu kröfum?

Hvernig getum við verið að brjóta einhverjar alþjóðlegar skuldbindingar okkar gagnvart Bretum og Hollendingum ef þeir eru að fá 94% af kröfum sínum greiddar?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.4.2011 kl. 12:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband