Skrifar Steingrímur upp á óútfyllta víxilinn hjá Geir Ólafs?

Fyrst Steingrímur er tilbúinn að láta þjóðina skrifa upp á óútfylltan víxil upp á hundruð milljarða fyrir Breta og Hollendinga þá hlýtur Steingrímur að vera tilbúinn að kvitta sjálfur upp á samskonar víxil fyrir Geir Ólafs.

432092A „Ritarinn hans tók við víxlinum. Ég býst við að Steingrímur skrifi undir hann fyrir mig,“ segir Geir Ólafsson, söngvari, um óútfylltan víxil sem hann afhenti í fjármálaráðuneytinu í dag og var ætlaður Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Gerir hann þetta til að benda á óréttlæti Icesave-málsins.

Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt og innistæður ekki samþykktar sem forgangskröfur þá eignast kröfuhafar þrotabú Landsbankans eins og lög stóðu til fyrir setningu neyðarlagana. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.

Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana. Innistæður eru þá tryggðar skv. gildandi lögum um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta, TIF. Engin ríkisábyrgð er á innistæðum skv. lögum og reglum Íslands og ESB um innistæðutryggingar eins og Lárus Blöndal og helstu lögspekingar hér heima og erlendis hafa margoft bent á. Verði neyðarlögunum hnekkt hirða kröfuhafar þrotabúið eins og íslensk gjaldþrotalög gera ráð fyrir. TIF verður þá einn af kröfuhöfunum í þrotabú bankans og væntanlega nokkuð aftarlega í þeirri röð, t.d, fyrir aftan þá sem áttu í peningamarkaðssjóðunum.

Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave nema að litlu leiti.

Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave í komandi kosningu þá munum við þurfa að borga Icesave óháð því hve mikið fæst úr þrotabúi Landsbankans. Verði neyðarlögunum hnekkt þá fáum við bara lítinn hluta af þrotabúinu til að borga Icesasve. Ríkissjóður mun því sjálfur þurfa að greiða lang stærstan hluta þessara 670 til 1.200 milljarða sem Icesave krafan er. Það er að segja þessa 670 milljarða sem það kostar að tryggja lágmarksinnistæður 20.887 evrur per reikning og þá rúmu 500 milljarða sem Bretar og Hollendingar segjast hafa lagt fram til að tryggja innistæður umfram 20.887 evrur.

Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt. Ef það gerist þá vilja þeir hafa þessa ríkisábyrgð í höndunum. Vegna þessarar ríkisábyrgðar þá er það ríkissjóður sem þarf að borga Bretum og Hollendingum 670 til 1.200 milljarða verði neyðarlögunum hnekkt.

Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 670 til 1.200 milljarðar á ríkisjóð. Fyrsta dómsins um hvort neyðarlögin halda er að vænta frá héraðsdómi nú í vor. Ætli það verði þá ekki að ári sem von er á fyrsta hæstaréttardómnum um það hvort neyðarlögin halda.

Ég er gamblari en ekki svo mikill gamblari að ég þori að segja já við Icesave þegar ekki liggur fyrir niðurstaða frá æðstu dómstólum hvort neyðarlögin halda.

Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð þegar ekki er vitað hvort neyðarlögin halda.

 


mbl.is Geir Ólafs afhendir Steingrími óútfylltan víxil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Góð samantekt. Ég vona að þessi málsrök komist til skila. Ég er einnig hissa á að bréf Gunnars Tómassonar, hagfræðings hafi ekki komist í hámæli. Þetta bréf sendi hann á alla alþingismenn 11 febrúar sl. Þar minnir hann á samkomulag sem allir málsaðilar voru sammála um þ.e. Brusselviðmiðin. Hann telur að þessi viðmið eigi svo sannarlega við nú í dag og hann hafi komist að því með því að rýna í síðustu skýrslu IMF um Ísland.

Eggert Guðmundsson, 17.3.2011 kl. 21:56

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Nú er Geiri kool!

Aðalsteinn Agnarsson, 17.3.2011 kl. 22:27

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ef lánið til Landsvirkunnar er skilyrt þá  er það bara enn ein sönnunin fyrir því að það á að arðræna okkur. Við skrifum uppá Icesave - og Bretar hafa réttin á auðlindunum ef við getum ekki borgað. Sem við getum ekki, erum alltof skuldug til þess. Svo þeir eru bara að búa í haginn fyrir sjálfum sér. Það grætir mig hvað landinn er tilbúinn til að gefa frá sér allt sem við eigum. Bankarnir stóru eru í eigu kröfuhafa. Þeir hafa fengið lög í gegn hjá Alþingi til að endurreikna lán og hafa við eignaupptöku fyrirtækja og heimila. Icesave samningurinn kemur til með að veita bretum veð í landauð okkar. Skuldir ríkisins eru nú þegar mun hærri en nokkurn tíma innkoma.

Stóru bankarnir eru í eigu kröfuhafa. Þeir eru semsagt á okkar mælikvarða - gjaldþrota. En með ólögum um endurútreikninga og tilstuðlan AGS munu kröfuhafa hirða af okkur fyrirtæki og heimili. Kannski á valdaelítan greiðan aðgang í góð störf eftir að þjóðin fer á hliðina - en hvað með okkur hin?

Það þarf ekki stjarneðlisfræðing til að átta sig á þessu.

Það eina sem við getum gert er að snúa vörn í sókn, setja lög til að vernda fyrirtæki og heimili og neita því að afsala auðlindir þjóðarinnar.

Samt ætlar fólk að segja já?

Guð blessi ykkur.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.3.2011 kl. 00:07

4 Smámynd: Ragnar Einarsson

Ef Svafar Gestsson mælir með því, þá skrifar hann undir.

BULL

Ragnar Einarsson, 18.3.2011 kl. 01:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband