Að loknum kosningum til Stjórnlagaþings

Að loknum kosningum til Stjórnlagaþings þá er ég ánægður með að hafa tekið þátt í þessum kosningum sem frambjóðandi. Við sem tókum þátt með því að bjóða okkur fram, við studdum með orðum og athöfnum þetta framtak.

Full ástæða er til að óska þeim sem náðu kjöri til hamingju.

Eins er ég ánægður með þann hóp sem valdist á þingið. Allt er þetta ágætlega þekkt fólk og það af góðu einu. Sex af þeim sem ég skrifaði á minn lista náðu kjöri.

Það er fyllsta ástæða að ætla að þær vonir og væntingar sem ég og aðrir hafa til þessa Stjórnlagaþings, að þær vonir og væntingar verði að veruleika.

Verður það svo að á þessum fullveldisdegi, 1. desember 2010, þegar við fögnum nýkjörnum fulltrúum þjóðarinnar á þing sem mun setja þjóðinni nýja stjórnarskrá, að þetta verði dagurinn þar sem við hefjumst handa við að byggja upp nýtt Ísland?

 


mbl.is Skuldir ríkissjóðs vaxa um 2,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband