Dræm kjörsókn

Dræm kjörsókn er vissulega vonbrigði. Æskilegt hefði verið að væntanlegt Stjórnlagaþing hefði fengið sterkara umboð til að breyta stjórnarskránni.

Það breytir því ekki að þetta stjórnlagaþing mun fara fram og án efa verða til þess að löngu tímabærar breytingar á stjórnarskránni verða að veruleika.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Léleg kynning og lítil umræða útí samfélaginu skýra litla kjörsókn. Á meðan öll athyglin beindist að utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Reykjavík þá voru dæmi um að fólk úti á landi vissi ekki hvar það gæti kosið utankjörfundar í sinni heimabyggð. Næstu þjóðarkosningar verða að fara fram rafrænt. Það er hið eina rétta

En ef stjórnlagaþing skilar samhljóða niðurstöðu þá dugar þessi kjörsókn sem vilji þjóðarinnar. Við skulum alveg gera okkur ljóst að mjög lítill hluti þjóðarinnar vissi um innihald stjórnarskrárinnar eða hafði lesið hana fyrir þessar kosningar. Jafnvel stór hluti frambjóðenda hafði aldrei leitt hugann að ágöllunum í stjórnarskránni svo þessi 40% kjörsókn er góð í því ljósi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.11.2010 kl. 10:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband