Veit engin hvað "þingbundin" stjórn er?

Veit einhver hvað þetta þýðir: "1.gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn?"

Comic_ekkitilneinsEkki vissi Ólafur Jóhannesson fyrr. lagaprófessor, forsætisráðherra og höfundur bóka um stjórnskipun Íslands, m.a. "Lög og réttur", hvað þetta þýddi.

Af hverju sögðu menn ekki bara: "Ísland er lýðveldi og stjórarfarið er þingræði"?

Hvað þýðir þetta nýyrði "þingbundin" stjórn? Af hverju að nota nýyrði?

Á vísindavef HÍ sjá hér er að finna þessa tilvitnun: 

"Hugmyndir hafa komið fram um að nefna þingræðisregluna skýrum orðum í stjórnarskránni, m.a. í stjórnarskrárfrumvarpi Gunnars Thoroddsens 1983 en í núverandi stjórnarskrá leikur vafi á því hvort orðalagið "þingbundin stjórn" feli þingræðisregluna í sér. [?] Ólafur Jóhannesson bendir réttilega á að orðalagið "þing­bundin" lögfesti ekki þingræðisregluna á Íslandi. Þá vaknar engu að síður sú spurning hvaða stjórnskipunarreglu höfundar stjórnarskrárinnar hafi ætlað sér að innleiða með þessu ákvæði. Hvergi í umræðum á Alþingi er að finna viðhlítandi skýringu á þessu orðalagi að öðru leyti en því að í athugasemdum með frumvarpinu er sagt að þessi grein geri "enga efnisbreytingu á þeirri skipan, sem nú er, svo langt sem hún nær." (Alþ. tíð. A, 1919: 104.)"

Þetta er eitt það merkilegasta sem ég hef lesið um stjórnarskrána. Okkar helsti sérfræðingur um stjórnskipun Íslands, Ólafur Jóhannesson fyrrv. lagaprófessor og forsætisráðherra taldi að það léki vafi á því hvort orðalagið "þingbundin" stjórn fæli í sér þingræðisregluna. Þessi efi hefur sjálfsagt ekki verið að ástæðulausu hjá Ólafi. Ólafur hlýtur að hafa vitað eitthvað meira um þetta mál en við leikmennirnir.

Af hverju völdu þeir sem sömdu stjórnarskrána að nota þetta nýyrði "þingbundin" stjórn í stað þess að segja einfaldlega að á íslandi væri "þingræði". Setning og orð sem allir vissu hvað þýddi og merkti?

Með því að nota þetta nýja orð "þingbundin" stjórn, lá þá ekki ljóst fyrir að skv. stjórnarskránni þá var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 að "þingræði" var EKKI sú stjórnskipan sem hér átti að ríkja?

Á þessu geta verið tvær skýringar. Annað hvort voru þeir sem sömdu stjórnarskrána á sínum tíma að rugla með orð og hugtök. Með öðrum orðum vissu ekki hvað þeir voru að gera. Eða þá að þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Ef þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera þá var ætlunin greinilega að koma hér á fót lýðræði að franskri fyrirmynd. Ef það var ætlunin þá þurfti að finna nýtt íslenskt orð yfir það sem þá ensku er kallað "semi-presidential". Það er, íslenskt orð yfir stjórnskipulagið eins og það er í Frakklandi og Finnlandi.

Og takið eftir að í athugasemdum um frumvarpið segir: "þessi grein geri enga efnisbreytingu á þeirri skipan og nú er" en á þessum tíma,1919, var ekki þingræði á íslandi. Konungur tilnefndi á þessum tíma ráðherra og ríkisstjórn. Sama gerði Sveinn Björnsson í sínu fyrsta ráðuneyti þegar Ísland laut enn stjórn stjórn Danakonungs á stríðsárunum.

Konungsveldi Evrópu er almennt með þingræði "parliamentary". Í BNA er forsetaræði "presidential" þar sem forseti og forsætisráðherra er eitt og sama embættið. Í Frakklandi og Finnlandi er hins vegar stjórnskipan sem kallast á ensku "semi-presidential". Yfir þetta hugtak er ekki til neitt orð á Íslensku.

Við hljótum að spyrja: Af hverju sömdu höfundar stjórnarskrárinnar nýyrðið "Þingbundin stjórn"  og settu það í stjórnarskrána þegar þeir sömdu hana? Af hverju notuðu ekki hið vel þekkta orð "þingræði" yfir það stjórnarfyrirkomulag sem hér átti að ríkja? Hvað vissi Óli Jó?

"Þingbundin" stjórn, er það þýðingin á "semi-presidential"? 

Að túlka stjórnarskrána með þessum hætti eins og ég geri hér hlýtur að hafa verið eins og eitur í beinum íslenskra stjórnmálaflokkanna á sínum tíma. Með því missa þeir framkvæmdavaldið úr sínum höndum og í hendur þjóðarinnar. Þjóðarinnar sem í beinni kosningu skiptir um forseta og þar með ráðherra eftir geðþótta. Það hefur engin íslenskur þingmaður áhuga á því. Hvorki þá né nú.

Frá því ég las stjórnarskrána "aftur" fyrir 3 til 4 árum þá rann þessi "sannleikur" upp fyrir mér. Stjórnmálaforingjar okkar frá lýðveldisstofnun hafa náð að túlka stjórnarskrána eins og þeim hentar af því að hér er engin Stjórnlagadómstóll. Þannig hafa þeir náð að sölsa undir sig vald forsetans, heimtað að hann verði sameiningartákn, svipt hann málfrelsi og sett í stofufangelsi á Bessastöðum. Með þessu hefur þjóðin misst mikils sem er hið beina lýðræði sem aldamótakynslóðin frá um 1900 gaf þjóðinni þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum. Það beina lýðræði að kjósa handahafa framkvæmdavaldsins í beinni kosningu.

Raunveruleikinn varð síðan sá að framkvæmdavaldið hefur lent í höndum flokkana og eigendum þeirra. Flokkarnir, ekki forseti, hafa skipst á að fara með framkvæmdavaldið og skipa ráðherra.

Það er þess vegna sem sátt hefur verið um það á Alþingi frá lýðveldisstofnun að hreifa ekki við stjórnarskránni. Það er þess vegna sem allir okkar helstu stjórnmálamenn hafa frá því ég fór að fylgjast með upp úr 1970 sagt stjórnarskrána illa skrifaða, illa hugsaða og til bráðabyrgða. En er það svo og var það svo? Var hún ekki einmitt skrifuð til að koma böndum á flokkana og þingmennina og gefa þjóðinni sömu lýðréttindi og Frakkar hafa að geta kosið framkvæmdavaldið í beinni kosningu á fjögurra ára fresti?

Mín niðurstaða er sú að ég vil fá það lýðveldi sem við eigum að hafa hér skv stjórnarskránni, franskt / finnst lýðveldi. Lýðveldi þar sem framkvæmdavaldið er tekið úr höndum fjórflokksins og sett í hendur almennings.

Alþingi fari með löggjafarvaldið og fjárveitingarvaldið.

Saman skipa forseti og 2/3 hlutar Alþingis dómara til að fara með dómsvaldið.

Þannig tryggjum við best þrískiptingu valdsins  sem var ein helsta krafa Þjóðfundarins þann 6. nóv. sl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tek undir þessi orð.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.11.2010 kl. 01:53

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Friðrik, Einn helsti galli á lagasetningu okkar er hve óljós merking hugtaka er. Þess vegna verður stjórnlagaþingið að leggjast vel yfir orðalag og forðast alla frasa eins og t.d. auðlindir. Það verður að vera öllum ljóst nákvæmlega hvað átt er við. Stjórnarskráin á að vera sáttmáli. Einskonar fyrirmæli um framkvæmd.  Þú nefnir stjórnlagadómstól til að túlka stjórnskipunarlögin. En þarf ekki frekar að orða hlutina á augljósan hátt? Hvenær fór lagasetning að vera svona tyrfin?  Ég hef margoft reynt að lesa mig í gegnum lög frá Alþingi en oftar en ekki gefist upp því þau eru ekki samin á mannamáli. Þessi þróun hefur leytt yfir okkur þetta sundrungarástand þar sem völdin eru í auknum mæli færð til dómstólanna. Þetta er slæm þróun. Liður í að snúa þessu við væri stofnun embættis sem tæki yfir hlutverk stjórnlagadómstóls, umboðsmanns alþingis og lagaskrifstofu. Þessa stofnun kalla ég stjórnsýsludómstól, þar sem allar kærur vegna brota stjórnsýslunnar gegn almenningi hlytu afgreiðslu.  En ljóst er að umræðan er yfirborðsleg og tíminn sem stjórnlagaþing fær til umráða er alltof skammur. Vonandi fer fram öflug umræða útí samfélaginu jafnhliða þinghaldinu sem nýst getur við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Og vonandi verða ekki margir lögfræðingar kosnir á þingið. Það væri mikið slys

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 08:47

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka góða grein.

Valdimar Samúelsson, 24.11.2010 kl. 16:48

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhannes

Þetta eru góðir punktar hjá þér og ég er þér sammála, umræðan þarf að halda áfram úti í samfélaginu samhliða þinghaldinu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 24.11.2010 kl. 21:20

5 identicon

Mér finnst þetta hálfgerð langloka, og álíka óljós og sjálf stjórnarskipanin.  Ég tel fólk verða að fara tillbaka til upphafs lýðræðis til að vita hvaða form það eru sem menn aðhillast.  Fyrsta formið er "republic", og á sínar rætur að rekja til Rómarveldisins.  Hitt, er "democracy" og á sínar rætur að rekja till Hellas (þó svo að bæði eigi sínar rætur að rekja til Heimspekinga í Hellas, þá eru um tvö form sem mynduðust).  Hellas, var eins og við vitum veldi þar sem fannst konungaríki, fasistaríki og lýðræðisríki ... sem öll unnu saman þegar um sameiginlega þætti var að ræði, eins og vernd ríkissins gegn persum.  Rómarríki, var ríki sem byggðist á hinum líkamlega sterku ...  Öll ríki heims eru í sjálfu sér, "Republic".  Vandamálið er, hvort stjórnendurnir séu í raun og veru hinir "sterku" í samfélaginu.  Til dæmis konungadæmin hér áður, og enn, eru fyrst og fremst sjúklegir einstaklingar sem velta sér í eigingirni.  Sama á við um lýðræði, hugmyndin þar á bak við er að sameiginleg vandamál verði að ræða og leysa þau með sameign í huga.  Hvorutveggja á við vanda að stríða þegar maður setur þau í framkvæmd, vegna þess að þau snúa gegn þrá mannsins.

Ekkert ríki fyrr eða síðar, er í raun lýðræði.  Lýðræði er það ríki, þar sem "ég" í fullum skylningi þessa orðs ... get gengið á hendur lögjgjafa valdinu og krafist réttar míns.  Jafnvel gegn sjálfu ríkinu, ef það hefur valdið mér skaða.  þetta er "lýðræði".  Ísland hefur aldrei verið lýðræði, og verður það aldrei.   Ísland er eins og öll önnur ríki, land sem leifir "hinum sterku" að ríkja yfir hinum fátæku, og hampar "útrásar víkingum" fyrir að ræna fólk erlendis en grætur síðan þegar allt fer í vaskinn.

  Á sínum tíma voru kosningar hafðar til þess að "menn í áliti" stæðu í stjórn, og væri þar með minni líkur á óánægju lýðsins.  Í öllum skylningi eru þessar reglur hafðar til þess að tryggja að "hinir sterku" haldi völdum, og valdið færist til yfir í hendur þeirra "nýsterku" þegar raunveruleg valdaskipting verður á í ríkinu.  Dabbi kóngur er sem dæmi ... maður sem heldur völdum, langt yfir það tímabil sem han getur talist "meðal hina sterku".  Þessi flokkur "hinir sterku" getur skipst, og á tímabili verið "líkamlegur styrkleiki", og á öðrum tímum "andlegur styrkleiki" og á enn öðrum "félagslegur styrkleiki".  Það eru markir hópar í þjóðfélaginu, og hnignun þjóðfélagsins á sér stað, þegar fólk situr fast á stólum sínum, líkt og konungar til forna.  Með það hugarfar að þeiir séu á einhvern hátt fæddir til verksins, með blátt blóð í æðum, hina rétta DNA formið, rétta útlitið, eða rétta brjóstastærð ...

Það tók aðeins Ísland, 60 ár að lenda í þessum hópi hnignandi ríkja ... sem er ábyggilega heimsmet.  Ef þið viljið byggja nýtt Ísland og nýja stjórnarskrá, þá ættuð þið að hyggja að þessu sem ég sagði ofan.  Að líkja við Evrópu er kjánaskapur ... Evrópa er hnignandi, og er að líða undir lok.  Þeir hafa ekki "styrk" til að berjast fyrir sínu og sínum.  Bandaríkin hafa á síðastliðnum 60 árum, séð öllum löndum í kringum Evrópu fyrir þekkingu, tækni og herkunnáttu sem veldur því að þeir eru færir um að ráða endanlegum niðurlögum Evrópu, á sama tíma og þeir hafa fengið Evrópu til að leggja niður Iðnað, afvopna sig, og breita þjóðfélögum sínum í neysluþjóðfélag.  Bara það að þeim hafi tekist þetta með svo ágætum árángri, segir að Evrópa er ekki stjórnað af "sterkum" í Evrópu, né heldur get "Ég" einstaklingurinn sem ríkið er brotlegt gegn, gengið á hendur ríkinu og fengið rétt minn.  Með öðrum orðum, í Evrópu eru ríki hvorki "lýðveldi" né "sterk".

Kjósið framtíðina, látið hina fornu féndur fara sína lönd og leið ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 12:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband