Stjórnlagaþing - Forseti tilnefnir ráðherra að franskri / finnskri fyrirmynd.

Í lýðveldum Evrópu þá eru það forsetarnir sem kosnir eru beinni kosningu af þjóðinni sem ráða því hverjir verða ráðherrar, ekki þingið eða þingmenn.

Í lýðveldum Evrópu fer forsetinn með framkvæmdavaldið, hann skipar ráðherra, hann gerir samninga við erlend ríki, skipar sendiherra og er æðsti yfirmaður hersins, ekki þingið eða þingmenn.

Þingið sinnir löggjafarhlutverkinu, hefur eftirlit með framkvæmdavaldinu og sér um mikilvægasta þáttinn sem eru fjármálin. Þingið er með fjárveitingarvaldið og skammtar framkvæmdavaldinu fé.

Í finnsku stjórnarskránni þá fær þingið reyndar að kjósa um forsætisráðherrann sem forsetinn tilnefnir. Hafni þingi forsætisráðherraefni forseta þá tilnefnir forseti annað forsætisráðherraefni. Hafni þingið líka þeim einstakling þá fær þingið að kjósa milli þessara tveggja einstaklinga. Sá þeirra sem fær þá fleiri atkvæði, hann verður forsætisráðherra. Þingmenn verða ekki ráðherrar í þessum lýðveldum Evrópu. Evrópskir ráðherrar eru fagmenn sem forseti velur og felur þeim að stjórna ráðuneytunum í sínu umboði.

Íslenska stjórnarskráin er í grunninn eins og sú franska og finnska. Hér hefur hins vegar ekki verið neinn stjórnlagadómstóll til að verja stjórnarskrána og því hefur íslenska stjórnarskráin verið túlkuð út og suður af okkar valdagráðugu stjórnmálamönnum í gegnum áratugina þannig að í dag höfum við hér stjórnskipun sem byggir á einhverjum hefðum og venjum sem engin veit hverjar eru.

Jafnvel Sigurður Líndal fyrrv. lagaprófessor sagði eitthvað á þessa leið í síðasta viðtali sem ég sá hann í nú í haust:

"Það væri allt í lagi með íslensku stjórnarskrána ef það væri farið eftir henni"

Málið er að það er ekki farið eftir henni, þess vegna þarf að setja okkar nýja stjórnarskrá svipaða þeirri frönsku eða finnsku.

Sjá tengil á finnsku stjórnarskrána á ensku hér

Sjá tengil á frönsku stjórnarskrána á ensku hér

PS, ég mæli með þeirri finnsku, hún er auðlesnari fannst mér. Hugmyndafræðin er mjög svipuð, nánast sú sama.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

þakka góðar skýringar og spurning þótt það sé engin stjórnlagadómstóll þá þýðir það ekki að það megi brjóta stjórnarskránna né önnur lög s.s. Lög um ráðherra ábyrgð.  

Valdimar Samúelsson, 17.11.2010 kl. 10:44

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er rétt það má ekki brjóta stjórnarskrána en vandamálið er að stjórnvöldum á hverjum tíma er í sjálfs vald sett hvernig þau túlka hana og það er engin leið í dag að fá úrskurð um það hvort túlkun stjórnvalda og aðgerðir þeirra eða aðgerðarleysi teljast brot á stjórnarskránni eða ekki. Ekki á meðan meirihluti Alþingis stendur á bak við ríkisstjórn sem leyfir sér að túlka stjórnarskrána eftir eigin höfði. Öll brot ráðherra fyrnast síðan á tveim árum.

Þess vegna gat núverandi forsætisráðherra sett Norðmann í stól Seðlabankastjóra þó í stjórnarskránni standi skýrt að að íslenskir embættismenn eigi að vera íslenskir ríkisborgarar.

Þess vegna var ekki farið með EES samninginn í þjóðaratkvæði og engar breytingar gerðar á stjórnarskránni þegar hann var innleiddur.

Þess vegna komast stjórnvöld upp með það árum saman að brjóta mannréttindi á okkur Íslendingum þó svo Mannréttindadómstóll Evrópu hafi dæmt fyrir nokkrum árum að með núverandi fiskveiðilögum er verið að brjóta á okkur Íslendingum mannréttindi.

Það að eftirláta þingmönnum sem jafnframt eru ráðherrar það einum eftir að túlka stjórnarskrána er ávísun á vandræði, spillingu og stjórnsýslu sem fer úr böndunum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.11.2010 kl. 12:17

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka góðar skýringar krossa við þig en spurning samt er með eða á móti inngöngu í ESB

Valdimar Samúelsson, 17.11.2010 kl. 12:40

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Æi, Valdimar, nú spyrð þú stórt. Eigum við að blanda þessu tvennu saman, kosningu á stjórnlagaþingið og afstöðunni til ESB?

Það er svo sem ekkert launungamál að ég er hlynntur samstarfinu við Evrópu og vill að við skoðum mögulega inngöngu í ESB með opnum huga.

Ég hins vegar eins og flestir vill sjá samninginn áður en ég tek ákvörðun um hvort ég kýs með eða á móti aðild að ESB.

Ef okkur stendur ekki annað til boða en sami samningur og Noregi var boðinn 1972 þá mun ég örugglega kjósa NEI.

Ef við hins vegar náum "góðum" eða "vel ásættanlegum" samningi þá held ég við eigum að ígrunda vel með hvaða hætti okkar hagsmunum er best borgið til framtíðar.

Þessa umræðu eigum við að taka þegar þar að kemur og við vitum hverjir valkostirnir eru og hvað þeir þýða fyrir okkur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.11.2010 kl. 14:56

5 Smámynd: Björn Birgisson

Friðrik, þakka þér góða og fræðandi færslu. Ég gerði þig að umtalsefni á síðunni minni og flokkinn sem þú stofnaðir fyrir tæpum tveimur árum. Ættir kannski að kíkja á það og svara þar spurningu!

Björn Birgisson, 17.11.2010 kl. 18:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband