Jón Gnarr vill Héraðsdóm Reykjavíkur burt

Ég er sammála borgarstjóra. Héraðsdómur á ekki heima á Lækjartorgi. Vegna þeirrar neikvæðu ímyndar sem hús sem hýsa dómstóla, fangelsi og lögreglustöðvar hafa almennt í hugum fólks, innlendra og erlendra, þá er það ekki til að lífga upp á miðbæinn að hafa þessa neikvæðu starfsemi á miðju Lækjatorgi.

Á Lækjatorgi á að sjálfsögu að vera starfsemi sem fólk sækir sér til skemmtunar og ánægju. Í þessu fallega húsi ættu að vera verslanir og kaffihús eða hótel. Eitthvað sem tengist lífi og listum en ekki deilum og lögbrotum, dópi og dauða.

Nú má ekki skilja mig þannig að ég sé á móti Héraðsdómi eða dómstólum. Þeir eru því miður nauðsynlegur hluti af okkar samfélagi eins og fangelsin og lögreglustöðvarnar. Við eigum að vera því fólki þakklátt, lögmönnum og dómurum, sem hafa valið sér að vinna með skuggahliðar samfélagsins. Einhverjir verða að vinna þessi störf.

Engin ástæða er samt til að hafa þessa starfsemi í hjarta borgarinnar.

Vonandi dettur engum í hug að hafa fangelsi á Lækjartorgi. Sú starfsemi þar sem verið er að dæma menn í fangelsi á ekki heldur heima þar.

Það er mikið af lausu húsnæði upp á Höfða og lausum lóðum uppi á Esjumelum og Hádegismóum. Þessi starfsemi væri vel komin þar.

Það mun líka birta yfir Þjóðleikhúsinu, Þjóðmenningarhúsinu og Arnarhváli þegar Hæstiréttur flytur þaðan sem hann er í nýtt og stærra húsnæði.

 


mbl.is Jón Gnarr: Héraðsdómur flytji sig annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband