Fimmtudagur, 16. september 2010
Hæstiréttur aftur orðinn eins og við þekkjum hann.
Ríkisvaldið pantar niðurstöður frá Hæstarétti og Hæstiréttur úrskurðar í samræmi við pöntun ríkisvaldsins.
Nú er allt aftur orðið eins og það var. Dómsvaldið aftur orðið hægri hönd ríkisvaldsins.
Ekkert hefur breyst á Íslandi.
Staðfesti dóm héraðsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Fjölskyldu- og einkavinaklúbbur Davíðs Oddssonar er stærsta og ógeðfelldasta rotþróin í landinu. Niður með hæstarétt!
corvus corax, 16.9.2010 kl. 16:30
Rólegur að bendla Davíð Oddssyni við þetta bull... Þetta er sérpantað frá núverandi stjórn, enda munu þeir ekki bregðast við þessu með lagasetningu!
Freyr (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 16:33
Þetta er nú meira óréttlætið. Hæstiréttur Íslands hefur algjörlega brugðist skyldum sínum og tekið afstöðu í stað þess að dæma eftir lögum.
Hólímólí (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 16:35
STRÍÐ!
Jónas Jónasson, 16.9.2010 kl. 16:40
Hárrétt Friðrik.
Byltingu.
Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 16:51
Gaman að sjá hvort að Árni féló hafi pung til að setja lög á þetta. Auðvitað á almenningur að mótmæla þessu með annari byltingu. Ekki láta allt yfir sig vaða. Íslendingar láta allt yfir sig ganga.
Norðanmaður, 16.9.2010 kl. 16:52
Það vantar ekki fórdómana og stóryrði frá frá ykkur pakkinu.
Páll Jónsson, 16.9.2010 kl. 16:54
Hvað meinar þú með því Páll.
Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 17:43
Bjánar.
Carl (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:44
Ég meina það að vitanlega er öllum fullfrjálst að vera ósammála dómi Hæstaréttar og rökstuðningnum sem liggur þar á bak við.
Að tala um að Hæstiréttur dæmi eftir "pöntun" ríkisvaldsins, hann sé "stærsta og ógeðfelldasta rotþróin á Íslandi" og að verið sé að dæma eftir persónulegri afstöðu frekar en lögunum er hins vegar ekkert nema innihaldslaus stóryrði. Í samræmi við þessa vitleysu finnst mér afskaplega vel við hæfi að kalla viðkomandi pakk.
Páll Jónsson, 16.9.2010 kl. 17:59
Commúnisminn og nasistarnir eru með völdin hér.
Sem dæmi er ég ritskoðaður á mbl.is og dv.is get ekki póstað lengur þar og það er eytt út því sem ég hef skrifað og lokað á IP töluna.
Talandi um málfrelsi á íslandi.
Anepo, 16.9.2010 kl. 18:46
Sæll Páll
Við sem höfum fylgst með dómum hæstaréttar síðustu 30 árin við munum og vitum að rétturinn dæmir alltaf ríkisvaldinu í vil. Til að ná fram þeim réttarbótum sem hér hafa orðið á síðustu áratugum, þær hefur orðið að sækja til erlendra dómstóla.
Sem dæmi má nefna þegar ríkið tapaði máli fyrir mannréttindadómstólnum 1992 og varð í framhaldi að leggja af þá aldagömlu hefð að sýslumenn landsins rannsökuðu mál, dæmdu sjálfir í þeim og framfylgdu sjálfir dómnum. Ekkert hafði breyst í þeim málum 1992 frá því Blöndal sýslumaður lét Natan bróður sinn hálshöggva Friðrik og Agnesi í Vatnsdalshólunum eftir að sýslumaður hafði rannsakað málið og dæmt það. Staðan í dómsmálum væri án ef óbreytt í dag ef þessi ágæti maður hefði ekki 1992 áfríða þessu máli sínu til mannréttindadómstólsins.
Eins hefur löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið ekkert gert með dóm mannréttindadómstólsins sem dæmdi það mannréttindabrot að banna ákveðnum einstaklingum að fara út á sjó að fiska. Nei, það er ekki rétt hjá mér að segja að þessar valdastofnanir hafi ekkert gert, þær hafa haldið áfram að brjóta þessi mannréttindi á þessum mönnum og almenningi.
Dómur Hæstaréttar þegar hann dæmdi myntkörfulánin ólögleg var einstakur. Rannsóknarskýrsla Alþingis var einstök.
Þess vegna vaknaði von.
Þess vegna voru margir farnir að vona að þetta væri liðin tíð að ríkið gæti pantað sér niðurstöður úr Hæstarétti eins og hér áður.
Allar valdastofnanir Íslands, þar með talinn Hæstiréttur, eru trausti rúnar og ein rjúkandi rúst.
Það er mikið verkefni framundan sem býður okkar borgaranna í þessu landi að taka til í þessum stofnunum og endurreisa þær nýju fólki og nýju stjórnskipulagi.
Það verður að taka á þessu vandamáli sem Hæstiréttur er þegar við endurnýjum stjórnarskrárna.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.9.2010 kl. 18:55
Sæll aftur Páll
Ég ætlaði að fara að taka út athugasemd nr. 1 þegar athugasemd nr. 2 kom og svaraði þessari nr. 1. Ég lét því kyrrt liggja.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.9.2010 kl. 19:00
Dómstólar dæma yfirleitt ríkisvaldinu í hag... enda fjöldamargir lögfræðingar sem skoða allt sem frá ríkisvaldinu fer og því allar líkur á því að erfitt sé að dæma á annan hátt. Hitt er hins vegar staðreynd að íslenskir dómstólar hafa alls ekki verið feimnari en aðrir gegnum tíðina að dæma lög löggjafarvaldsins ógild út frá stjórnarskrá, sbr. öryrkjamálið og vatnseyrarmálið ef mig minnir rétt.
Hvað 1992 dóminn var hann ekkert annað en nútíminn að taka fram fyrir hendurnar á íslenskum dómurum sem dæmdu eftir úreldum hugsunarhætti. Það var ekkert rangt við þann hugsunarhátt innbyrðið (enn tíðkast hann í þessu landsdómskjaftæði) en hann var kominn til ára sinna og réttilega hent á haugana.
Páll Jónsson, 16.9.2010 kl. 22:45
Anepo: Málfrelsi þýðir ekki að þú megir segja það sem þú vilt án afleiðinga. John Stuart Mill gekk lengra í málfrelsinu en flestir myndu samþykkja í dag en m.a.s. hann lagði mörkin við það þegar þitt frelsi er farið að valda mælanlegum skaða á réttindum annarra. Í dag krefjumst við þess að mannorð sé virt án þess að viðkomandi fórnarlamb þurfi endilega að sýna fram á beinan fjárhagslegan skaða en það er varla mjög fasistaleg krafa.
Legðu fram skoðanir þínar án þess að halda fram ærumeiðandi staðreyndum um menn sem þú getur ekki sannað og þá ertu góður.
Páll Jónsson, 16.9.2010 kl. 23:06
Ef horft er til annarra landa þá er það rangt hjá þér að fullyrða að dómstólar dæmi yfirleitt ríkisvaldinu í hag. Það er t.d alls ekki raunin í Bretlandi og BNA.
Í mörgum löndum eru gömul djúpstæð átök á milli dómsvaldsins og svo aftur framkvæmdavaldsins. Dómsvaldið í þessum löndum lítur á það sem skildu sína og hlutverk að halda í eyrun á framkvæmda- og fjárveitingavaldinu og vernda borgarana fyrir ásælni þess.
Þegar framkvæmda- og fjárveitingarvaldið notar dómstólana sem sína hægri hönd þá á almenningur og einstaklingarnir sér engan málsvara. Ríkisvaldið fer sínu fram í einu og öllu.
Samstarf dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins er í dag með nákvæmlega sama hætti og var þegar Agnes og Friðrik voru höggvin í Vatnsdalnum.
Það vaknaði vonarljós með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og með dómnum um að gengistrygging lána væri ólögleg.
Það ljós slokknaði í dag.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.9.2010 kl. 23:07
Þegar farið er að vitna í Stuart Mill þá ættum við kannski að spyrja okkur að því hvort ástæða sé til að lengja umræðuna.
Það deilir enginn við Gunnar í Krossinum.
Árni Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 09:07
Svona til leiðréttingar: Björn Blöndal sýslumaður í Hvammi féllst á það þegar Guðmundur Ketilsson á Illugastöðum á Vatnsnesi bauðst til að höggva þau Friðrik Sigurðsson í Katadal og Agnesi Magnúsdóttur frá Breiðavaði sem dæmd höfðu verið til dauða fyrir morðin á Natan Ketilssynsi og fjárdráps- Pétri.
Guðmundur var bróðir Natans og dómi Björns sýslumanns var skotið til æðri úrskurðar í Kóngsins Köben þar sem hann var staðfestur.
Árni Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 09:21
Árni: Ég næ þessu kommenti ekki alveg... Ertu að gera grín að mér fyrir að vísa til sama manns og alltaf er vísað til þegar kemur að málfrelsisumræðu? Ég biðst fyrirgefningar á að hafa ekki verið frumlegri.
Páll Jónsson, 18.9.2010 kl. 13:14
Sæll Árni
Takk fyrir þessa leiðréttingu.
Ég hefði átt að gefa mér tíma til að fletta þessu upp til að hafa nöfnin rétt fyrst ég var að vitana í þessa atburði.
Kóngurinn í Kaupmannahöfn hafði væntanlega ekki annað í höndunum þegar hann úrskurðaði en rannsóknargögn og skýrslur frá sýslumanni. Með þessi gögn í höndunum sem sýslumaður útbjó þá var það væntanlega bara formsatriði að láta Kónginn staðfesta dóminn.
Fram til 1992 þá var eins gott að komast ekki upp á kant við þessa sýslumenn.
Ótrúlegt að þrátt fyrir að þjóðin hafi valið alla þessa lögmenn til setu á Alþingi að þá höfðu þeir ekki sjálfir frumkvæði að því að koma málum í eigin fagi í eðlilegt horf og vera hér með réttarfar sem samrýmdist þeim mannréttindasáttmálum sem þjóðir heims, þar á meðal Ísland, hafði skuldbundið sig til að uppfylla.
Vanræksla þessara þingmanna í starfi, sérstaklega þó þeirra lögmanna, sem sátu á þingi fram til 1992 er mikil.
Ótrúlegt að það skuli hafa þurft mannréttindadómstóllinn til að skikka þessa lögmenn sem þá sátu á þing til að taka til á eigin sérsviði og breyta lögum og koma íslenska réttarkerfinu inn í nútímann með því að skilja á milli rannsóknar-, ákæru- og dómsvalds þannig að einn og sami maðurinn sæi ekki um þetta allt.
Vanræksla, aðgerðarleysi og skortur á frumkvæði hefur um árabil verið helsta einkenni Alþingis. Á síðustu árum hefur þessi vanræksla og aðgerðarleysi farið í áður óþekktar hæðir eins og og lesa má á hverri síðu í mörg þúsund blaðsíðna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Núverandi fyrirkomulag hvernig löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið, dómsvaldið og forsetaembættið vinna saman, þetta verður að endurskoða og færa til betri vegar.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.9.2010 kl. 16:16