Njörður P. Njarðvík sendi mér bréf.

"Þú átt öruggleg eftir að verða leiðinlegur þar" sagði sonur minn og hló við þegar að ég sagði honum að ég hafi fengið boð á Þjóðfundinn og að ég hafi síðasta vetur sett nokkra pistla um stjórnarskrána á bloggið mitt.

En hvernig breytingar viljum við sjá á stjórnarskránni?

IMG_0056Jú, skýrari aðskilnað framkvæmdavalds, dómsvalds og löggjafarvalds. Það held ég að flestir eru sammála um. Sérstaklega þarf að halda með einhverjum hætti í eyrun á framkvæmdavaldinu / flokkunum og tryggja sjálfstæði Alþingis. En hvernig?

Eins og ég skil lýðræðisríkin í löndunum í kring um okkur þá eru þessi lýðræðisríki tvenns konar.

Annar vegar eru það konungsríkin og hins vegar lýðveldin.

Þar sem við erum ekki konungsríki þá hljóðum við að horfa til lýðveldanna. Frakkland er þeirra elst auðvita en tungumálið er þröskuldur þannig að ég þekki ekki gjörla til hefða í Frakklandi. Finnar eru okkur nær og Bandaríkin og bandaríska stjórnkerfið þekkjum við en þessi tvö lönd byggja sitt lýðveldi á þessum franska grunni. Öll Austur Evrópa, þar á meðal Rússar tóku upp þetta franska lýðveldið þegar þessi lönd voru endurreist eftir fall kommúnismans fyrir um 20 árum. 

Öll þessi "frönsku" lýðveldi byggja á þjóðkjörnum forseta sem kosinn er í beinni kosningu. Forsetinn skipar ráðherra í ríkisstjórn. Engin hefð er fyrir því í þessum löndum að ráðherrar þurfi endilega að vera þingmenn. Ef þingmenn verða ráðherrar þá er það víða þannig að þá segja þeir af sér þingmennsku. 

Eitthvað er mismunandi hve sterkir þessir forsetar eru. Í Bandaríkjunum er forsetinn mjög sterkur. Svo viðrist einnig vera í Rússlandi.

Eitt eiga þessi lýðveldi sameiginlegt. Forsetinn sem er eini embættismaðurinn sem þjóðin kýs í beinni kosningu og þar með eini fulltrúi þjóðarinnar sem þjóðin getur ráðið og rekið á fjögurra ára fresti. Þetta er valdamesti maðurinn í öllum þessum lýðveldum. Ef þessar þjóðir eru óánægðar með stjórn landsins þá kjósa þær sér nýjan forseta. Eins og við þekkjum frá Bandaríkjunum þá getur forsetinn verið í minnihluta á þingi en hann og ráðherrar hans eigi að síður sinnt störfum sínum með prýði.

Er það þannig lýðveldi sem við viljum? Alvöru franskt, bandarísk, finnskt, rússneskt, pólskt, Evrópskt lýðveldi?

Eigum við að gera það sem öll Austur Evrópa gerði fyrir 20 árum og skipta út okkar gömlu stjórnarskrá sem búið er að afbaka og gjörbreyta með vísan í allskonar "hefðir, venjur og skilning" og taka í staðinn upp vel útfærða nýja Evrópska stjórnarskrá?

Eigum við þá að horfa til þeirrar finnsku, frönsku, pólsku eða bandarísku?

Sjá einnig þessar greinar hér:

Mynd: Gönguleiðin upp Esju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það hringdi í mig maður eftir að hafa lesið þennan pistil og vildi benda á tvennt sem þyrfti að taka á í komandi endurskoðun á stjórnarskránni.

Í fyrsta lagi þá yrði að taka á því að þeir þingmenn sem kosnir eru á þing á vegum stjórnmálaflokkanna, þeir eru kosnir vegna þess að þeir standa fyrir ákveðna strauma og stefnur í pólitík, þ.e. sömu strauma og stefnu og flokkurinn. Ef þessir stjórnmálamenn treysta sér ekki til að vera fulltrúar kjósenda sinna þá eiga þeir að segja af sér þingmennsku. Þeir eiga ekki að geta flutt þingsæti sitt yfir í annan flokk. Sem dæmi má nefna að þeir sem kusu Borgarahreyfinguna í síðustu kosningum þessir kjósendur voru ekki að gefa VG atkvæði sitt eins og nú er orðið raunin. Nú er Þráinn Bertelsson farinn yfir í VG. Það eru að mati þessa manns svik við kjósendur Borgarahreyfingarinnar. Sama er var þegar Jón Magnússon þingmaður Frjálslynda flokksins gekk í lið með Sjálfstæðisflokknum. Þeir sem þá kusu Frjálslynda flokkinn ætluðust ekki til að atkvæði þeirra nýttust Sjálfstæðisflokknum. Þessir þingmenn hefðu átt að segja af sér.

Í öðru lagi þá á að setja það í stjórnarskrá að verði ráðherra uppvís að því að segja ósatt í ræðustóli Alþingis þá á að setja hann af sem ráðherra. Það er ólíðandi að vera með ráðherra sem er uppvís að slíku. Um þingmenn eigi ekki að setja slíkar reglur, þeir eru á hugmyndafræðiplaninu og eiga að fá að tala frjálst eins og hingað til. Um ráðherra eigi hins vegar að að gilda mjög strangar reglur. Þeir hafi öll gögn og eigi alltaf að segja satt og rétt frá því sem þeir vita sannast á hverjum tíma.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.9.2010 kl. 14:22

2 identicon

Til hamingju með fundarboðið, Friðrik.

Ég vil leggja til að þrískipting valdsins er teórísk. Í reynd verður valdið eitt (Ísland) eða í besta falli tvískipt (USA, UK, etc.). Tvískiptingin verður milli þeirra sem stýra buddunni og þeirra sem bera tugthúslyklana. Ég á við að dómsvaldið og framkvæmdavaldið takast á, en það er vegna þess að peningar og ofbeldi eru raunveruleg völd.

Í löndum sem ég þekki til þá yfirgnæfir einn af þessum tveim valdapúnktum þann þriðja. Ríkisstjórn á Íslandi trónar yfir löggjafanum þannig að Alþingi er bara stimpilafgreiðsla ráðherraveldisins. Þetta er ekki eindæmi á Íslandi og má víða finna. Gallinn við Ísland er að það hefur ekki alvöru dómsvald, þannig að á Íslandi er bara einn valdapóll; dómsvaldið er frá borði.

Ég er viss að Íslendingar geri sér ekki grein fyrir hvað það hefur kostað okkur að hafa ekki alvöru dómsvald. Vitleysan í stjórnsýslunni og spillingin í banka, kvóta, fjölmiðlakerfinu, etc., etc. gerist vegna einskis mótvægis frá dómsvaldinu. Þetta lærir þú fljótt ef þú býrð í landi þar sem er alvöru dómsvald, þar sem þú hefur tækifæri til að sjá og fylgast með átökum milli dómsvaldsins annars vegar og framkvæmda- eða löggjafarvaldsins hins vegar, og þar sem spilltir embættis of fjármálamenn eru dregnir fyrir dóm.

Hvar er alvöru dómsvald? Sannarlega í flestum ef ekki öllum enskumælandi löndum. Ég er ekki löglærður en veit að á vesturlöndum eru tvær hefðir fyrir dómsvaldi: ensk common law, og romverskur réttur. Íslensk lög byggja á rómverskum hefðum, erfðum frá Dönum, með fornu germönsku ívafi. Íslensk lög og lagahefðir eru ákaflega takmarkaðar, gamaldags og frumstæðar, og ófærar að takast á við grundvallaratriði í stjórnlögum, sannanlega miðað við hið enska common law, sem skilgreinir lög á annan hátt og gefur dómurum og lögmönnum meiri möguleika til að túlka lög og beita að aðstæðum skv. rótgrónum hefðum. Hægt er að lesa sér til um þetta á netinu.

Svo lengi sem á Íslandi finnst ekki alvöru dómsvald, þá verður valdið alltaf einskipt. Gallinnn er sá, að það er ekki hlaupið að því að stofna til alvöru dómsvalds á Íslandi, eða í hvaða landi sem er. Stór þáttur í dómsvaldi eru hefðir, sem stjórna hegðun manna í kerfinu. Ef þú hefur þær ekki, eða þær eru frumstæðar, fátæklegar eða slæmar þá ertu illa staddur. En einhvers staðar verður að byrja, og hér eru mínar tillögur.

Dómsvaldið verður algerlega fjárhagslega sjálfstætt frá framkvæmda og löggjafarvaldinu. Dómsvaldið hefur sitt eigið tékkhefti, gefið út á ríkið. Einhverjar hömlur eru nauðsynlegar, en ekki þannig að framkvæmda eða löggjafarvald geta sett dómsvaldinu stólinn fyrir dyrnar.

Dómarar á lægstu stigum kerfisins verða kosnir í héraði. Dómarar á hærri stigum verða skipaðir af nefnd skipuðum fulltrúum frá dóms, framkvæmda og löggjafarvaldi. Dómara á hæsta stigi verður að staðfesta í almennum kosningum eftir tilnefningu nefndar. Dómarar á hæstu stigum eru  ævilangt ráðnir með þeim formerkjum að hægt er að fjarlægja dómara með kosningum.

Kviðdómur verður settur í einhverjum málaflokkum, sérstaklega málum sem varða stjórnsýslu og opinbera embættismenn. 

Að lokum, og þetta er mikilvægast, þarf að setja í stjórnarskrá að það er grundvallarréttur hvers íslensks ríkisborgara, að geta fengið úrlausn sinna mála fyrir dómsrétti; engin mál eru fyrir utan verkssvið dómsvaldsins, aðgangur að kerfinu er aldrei lokaður, réttur til að höfða mál er breiður. Auðvitað, verður að koma til stig þar sem dómarar velja hvaða mál þeir taka fyrir og hver ekki. Það er praktískur veruleiki, en ekki veikleiki.

Gott gengi á Þjóðfundinum.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 16:18

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Kristján

Takk fróðlegt og áhugavert innlegg. Þetta með dómsvaldið hafði ég ekki leitt hugan að með þeim hætti sem þú nefnir. Þetta eru mjög góðir punktar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.9.2010 kl. 18:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband