Sunnudagur, 27. júní 2010
Valkostur á hægri vængnum, Norræni íhaldsflokkurinn.
Eftir ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem samþykkt var ályktun þess efnis að draga ætti umsókn Íslands um aðild að ESB til baka þá hafa línur skýrst í íslenskri pólitík.
Sjálfstæðisflokkurinn velur á þessum landsfundi sínum að stíga enn eitt skrefið í átt frá uppruna sínum.
Sjálfstæðisflokkurinn velur að hverfa frá því pólitíska hlutverki sínu að vera sú fjöldahreyfing sem hann lengst af var, regnhlífarsamtök á hægri kanti og miðju íslenskra stjórnmála.
Sjálfstæðisflokkurinn velur sömu braut og Framsóknarflokkurinn valdi fyrir mörgum árum að gerast hagsmunasamtök fyrir ákveðna aðila, fjölskyldna og einstaklinga, flokkur sem eins og Framsóknarflokkurinn mun verða með 5% til 15% fylgi á komandi árum.
Eftir mesta afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið í Alþingiskosningum frá upphafi þegar hann í síðustu þingkosningum, 2009, fékk 23% atkvæða á landsvísu þá velur flokkurinn að bíta af sér alla stuðningsmenn flokksins sem horfa jákvætt til frekari samvinnu við Evrópu.
Norræni íhaldsflokkurinn var stofnaður 1. desember 2008. Þetta er flokkur sem byggir á hugmyndafræði borgaraflokkana á hinum Norðurlöndunum, ekki síst borgaraflokkana í Danmörku. Í Danmörku hafa borgaraflokkarnir verið við stjórn í 17 ár á síðustu 25 árum. Danir búa í dag við eitt öflugasta velferðarkerfi í Evrópu ásamt öflugu atvinnulífi.
Norræni íhaldsflokkurinn vill leiða hugmyndafræði hægri flokkana á hinum Norðurlöndunum til áhrifa í stjórnmálum á Íslandi. Sjá heimasíðu Norræna íhaldsflokksins hér. (Ath í augnablikinu er bara hægt að skoða heimasíðuna með vafraranum Explorer)
Hátt í tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í flokkinn. Hafðu samband og taktu þátt í að búa til nýtt stjórnmálaafl á hægri væng Íslenskra stjórnmála.
Óþarfi að sundra flokksmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Facebook
Athugasemdir
Vitleysa.
Flokkurinn skilgreindi sig bara lýðræðislega og ágætlega sem flokk sem hefur ákveðna stefnu og hugsjónir sem miða að því að vernda sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar án ESB helsis !
Gunnlaugur I., 27.6.2010 kl. 16:27
Sæll Gunnlaugur
Sjálfstæðisflokkurinn skilgreindi sig með þessu sem hægriflokk sem gengur ekki lengur í takt við hægri-/borgaraflokkana á hinum Norðurlöndunum.
Auðvita er Landsfundi Sjálfstæðisflokksins velkomið að skilgreina sig eins og honum hentar.
Auðvita er Landsfundi Sjálfstæðisflokksins velkomið að snúa baki við hluta kjósenda sinna.
Menn eins og ég sem eru þá orðnir endanlega heimilislausir á hægri kanti íslenskra stjórnmála verða þá að búa sér til sinn vettvang.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 17:18
Kynntu þér uppruna Sjálfstæðisflokksins Friðrik. Það er ekki að ástæðulausu að honum var valið nafnið Sjálfstæðisflokkurinn.
Með þessu er Sjálfstæðisflokkurinn að hafna því að einangra Ísland innan Evrópusambandsins. Það að hafa rörsýn á sambandið eins og ekkert utan þess skipti máli er í bezta falli miðaldahugsunarháttur.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn þarf að velja á milli 80% kjósenda sinna eða 20% þá er ekki spurning hvort verður fyrir valinu. Þér hefði væntanlega verið slétt sama ef flokkurinn hefði snúið bakið við 80 prósentunum.
Og hver segir að Sjálfstæðisflokkurinn verði að ganga í tekt við einhverja aðra flokka? Er hann deild út frá þeim? Nei, hann er sjálfstæður stjórnmálaflokkur sem mótar sér að sjálfsögðu stefnu óháð öðrum flokkum!
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 11:49
Ég opnaði síðuna, sem virðist virka fínt í Google Chrome vafranum.
Einhverra hluta vegna var það þetta sem ég sá fyrst: http://www.simnet.is/ihaldsflokkurinn/index_files/image303.gif
Þar með lokaði ég síðunni.
Brjánn Guðjónsson, 28.6.2010 kl. 12:06
Sæll Hjörtur
Ég hef kynnt mér sögu Sjálfstæðisflokksins.
Hann var myndaður af tveim flokkum á sínum tíma, Frjálslynda flokknum og Íhaldsflokknum en oddviti Íhaldsflokksins var Jón Þorláksson verkfræðingur.
Ég held það sé vel við hæfi að nafnið Íhaldsflokkur sé á þessum tímum endurvakið og endurskilgreint í íslenskri pólitík.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 13:26