38% Landsfundarfulltrúa hafna Bjarna Ben

Það kemur mjög á óvart hve margir landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafna Bjarna Ben og vilja hann ekki sem formann flokksins. Eins kemur á óvart að 7% fundargesta skila auðu.

Þessi niðurstaða er áfall fyrir formanninn og flokkinn.

Setningarræða formannsins kom líka á óvart. Þar afhjúpar formaðurinn eindregna afstöðu sína gegn aðild að Evrópusambandinu. Með þessar afstöðu sinni þá er formaðurinn í raun að vísa öllum stuðningsmönnum flokksins sem horfa jákvætt til aðilar að ESB út úr flokknum.

Allt bendir til þess að eftirtekja þessa Landsfundar Sjálfstæðisflokksins verði miklu veikari flokkur en áður. Hefur flokkurinn þó aldrei verið veikari, fékk 23% á landsvísu í síðustu Alþingskosningum.

Flokkur sem eftir þennan landsfund er leiddur af formanni sem er með eitthvert það veikasta umboð sem nokkur formaður  flokksins hefur fengið frá upphafi á Landsfundi flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera á sömu leið og Framsóknarflokkurinn, að einangrast sem hagsmunasamtök fyrir ákveðna hagsmunaaðila, fjölskyldna og einstaklinga með 5 % til 15% fylgi.

HoltasóleyÞessi niðurstaða Landsfundar Sjálfstæðisflokksins verður til þess að við sem stöndum að samtökum eins og  Norræna Íhaldsflokknum  hljótum að hugsa okkar ráð.

 


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst mikid til í thví sem thú ert ad segja í thessum ágaeta pistli. 

"Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera á sömu leið og Framsóknarflokkurinn, að einangrast sem hagsmunasamtök fyrir ákveðna hagsmunaaðila, fjölskyldna og einstaklinga með 5 % til 15% fylgi."

Ekki hefur flokkurinn haft hagsmuni almennings ad leidarljósi svo mikid er víst.  Ábyrgdaleysid er algert og sama gildir um graedgi ofangreindra.

Já einmitt (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 17:51

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það verður Sjálfstæðisflokknum tæplega til framdráttar að samþykkja þessa ályktun um að draga ESB umsóknina til baka. En þú þurfa öfgaþjóðernissinar innan Sjálfstæðisflokkins ekki að burðast með ólíkar skoðanir lengur nnan Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 12% í síðustu kostningum og núna fara þetta 4-6% til viðbótar og flokkurinn þá kominn niður 17-19%. Þetta svipað fylgi og Framsóknarflokkurinn er með og því alls ekki um stóran flokk að ræða lengur - bara lítinn sætan öfga hægri flokk.

Ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum að lokinni afgreiðslu tillögu um hvort Sjálfstæðisflokkurinn vildi draga ESB umsóknina til baka. Þar með hætti ég í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn fulltrúaráðs Reykjanesbæjar, stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíking og kjördæmisráði flokksins í Suðurkjördæmi.

Ég hef hins vegar alls ekki breyst í sósíaldemókrata vegna þessa, heldur er áfram sami frjálslyndi miðju-hægri maðurinn og ég hef alltaf verið. Nú er auðvitað „pólitískur munaðarleysingi en ætla að koma mér upp nýrri pólitískri fjölskyldu á næstu vikum og mánuðum, þ.e. nýr stjórnmálaflokkur er í uppsiglingu.

Birni Bjarnasyni og náhirð hans tókst í gær að kljúfa frjálslynda og íhaldsmanna, eftir þokkalega sambúð frá árinu 1929. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2010 kl. 07:10

3 Smámynd: Klukk

Það þarf að losa Sjálfstæðisflokkinn við:

a) Alla sem íhuga ESB-aðild.

b) Alla sem kusu ekki Bjarna.

Fyrr verður flokkurinn ekki samur.

Klukk, 27.6.2010 kl. 09:22

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Guðbjörn

Það er ljóst með þessum Landsfundi Sjálfstæðisflokksins er verið að breyta flokknum úr þeirri fjöldahreyfingu sem hann var í samtök Evrópuandstæðinga á hægri vængnum.

Með því að flokkurinn samþykkir á Landsfundi að það eigi að draga umsóknina um aðild að ESB til baka þá er verið að vísa þeim kjósendum flokksins sem vilja skipa Íslandi til borðs með öðrum Evrópuþjóðum á dyr og í raun óska eftir því að þessir kjósendur flokksins kjósi hér eftir aðra flokka.

Með sama hætti og flokkurinn rak nokkra einstaklinga úr flokknum daginn fyrir Landsfund hans þá er flokkurinn með þessu að reka alla Evrópusinna úr flokknum.

Það er ljóst að það þarf að bjóða upp á valkost á hægri væng íslenskra stjórnmála áður en kosið verður á ný til þings. Þær þingkosningar gætu skollið á með skömmum fyrirvara. Margir spá því að núverandi stjórnarsamstarf lifi ekki af fjárlagagerðina nú í haust með þeim niðurskurði sem þarf að fara í.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 11:40

5 identicon

xD fékk 23% í síðustu kosningum og hefur verið að mælast með 40%+ í skoðanakönnunum... dragðu síðan þína 4-6% ESB áætlun frá.

xD mun rétta nokkuð við þegar Gulli Gull fer.

Bjarni Ben féll ekki í sömu gryfju að reka Gulla Gull og Þorsteinn Páls... þegar hann rak Albert Guðm 1987, sem mætti sterkur með 7 Borgaraflokks þingmenn.

Friðrik... þá var umboð Þorsteins veikara en Bjarna Ben nú. Davíð var kosinn 1991 með 52% atkvæða sem er mun veikara umboð en 62% Bjarna Ben nú og var Davíð formaður þó á friðartímum

Miðað við átaka tímana nú er umboð Bjarna mjög sterkt.

Guðbjörn... ég spurði Þorstein á ESB fundi sem þú sast afhverju þeir í samninganefndinni kæmu ekki með hagstæðan ESB inngöngu samning og þá væri hægt að taka afstöðu til hans?

Þú heyrðir svar Þorsteins... það snérist ekkert um hagstæða ESB samninga... heldur ESB inngöngu með bundið fyrir bæði augu.

Fyrst Icesave... nú whale-save... hvað næst?

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 13:01

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhann

Ég verð að viðurkenna að ég hlít hreinlega að hafa misst af þessum skoðunarkönnunum sem sýna Sjálfstæðisflokkinn með 40%+.

Ég hins vegar fylgdist aðeins með niðurstöðum sveitastjórnakosninganna. Ég tók eftir því að í höfuðstað Norðurlands á Akureyri hefur flokkurinn á 8 árum farið úr sex bæjarfulltrúum í einn. Í Reykjavík missti flokkurinn 2 borgarfulltrúa, fór úr 7 í 5. Svo má áfram telja.

Ef þetta er eitthvað sem þú og aðrir Sjálfstæðismenn telja sig ekki þurfa að hafa áhyggjur af og velja á sama tíma að setja Evrópusinnum í flokknum stólinn fyrir dyrnar þá er þessi Sjálfstæðisflokkur orðin að einhverju allt örðu stjórnmálaafli en hann var fyrir 10 til 20 árum síðan.

Þá þarf annan valkost á hægri kanti íslenskra stjórnmála.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 13:33

7 Smámynd: Karl Ólafsson

Þegar Bjarni Ben talar nú sem eindreginn andstæðingur ESB aðildar, er það þá hinn sami Bjarni Ben og talaði fyrir því að sótt yrði um aðild að ESB fyrir landsfundinn í ársbyrjun 2009, viku áður en hann var kjörinn formaður? Hvort skyldi nú vera sannfæring hans og hvort skyldi vera sú sannfæring sem honum var sagt að hann yrði að hafa, vildi hann verða formaður? Hver er raunveruleg sannfæring hans?

Karl Ólafsson, 28.6.2010 kl. 00:42

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Karl 

Niðurstaða þjóðfundarins var eitt orð: Heiðarleiki.

Það sem við þurfum ekki á að halda í þessu uppgjöri og endurreisn eru stjórnmálamenn sem segja eitt og gera annað.

Það sem við þurfum eru heiðarlegir stjórnmálamenn sem þjóðin getur treyst.

Ég vænti þess að Bjarni Ben hafi einfaldlega skipt um skoðun í málinu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 01:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband