Besti flokkurinn er Reykjavíkurframboðið

Flokkarnir og fólkið sem stjórnaði borinni á þessu kjörtímabili mætir allt laskað til leiks nú þegar kosið er á ný til borgarstjórnar.

"Nú er hún Snorrabúð stekkur" eru einu orðin sem mér kemur í hug þegar horft er til borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Flokks sem leiddi borgina árum og áratugum saman með hreinan meirihluta. Nú er þessi flokkur og þetta fólk tætt og slitið eftir að hafa myndað á kjörtímabilinu þrjá meirihluta og kallað þrjá borgarstjóra til starfa. Fólk sem tók foringja sinn pólitískt af lífi skömmu eftir að hann vann oddvitasætið í fyrsta prófkjöri flokksins um árabil þar sem Sjálfstæðismönnum gafst tækifæri á að velja sér forystumann.

Frjálslyndi flokkurinn sem þurrkaðist út af þing fyrir um ári, þegar önnur mál en tæknilegar útfærslur á kvótakerfinu fóru úr tísku, býður nú tvíklofinn fram í borginni. "Löngu horfinn heimur" er það sem mér kemur í hug þegar ég horfi til Frjálslynda flokksins og þessara tveggja klofningsframboða hans.

Frammsóknarflokkurinn henti oddvita sínum og setti í hans stað óþekktan mann sem auglýstur er upp með engum texta en andlitsmyndum í stíl Halldórs Ásgrímssonar. "Af spillingunni skulið þið þekkja þá" er það eina sem mér kemur í hug þegar ég sé "Halldórs Ásgrímssonar auglýsingarnar" með þessum manni.

Vinstri grænir í borginni hafa fátt fram að færa annað en skattahækkanir, aðgerðarleysi og meira atvinnuleysi. Þegar ég horfi til Vinstri grænna í borginni kemur mér í hug "það er engin rós á þyrna"  en vandamálið með Vinstri græna er að þar er ekkert blómstur, bara þyrnar.

Þegar ég hugsa til Samfylkingarinnar í borginni þá kemur mér í hug "einu er lofað í héraði og annað gert á Alþingi" Ekkert er að gerast í atvinnumálum þjóðarinnar. Miklu er hins vegar lofað í atvinnuuppbyggingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Orð og efndir virðist ekki samtengd hugtök hjá þessu fólki.

hópmynd"Besti flokkurinn er Reykjavíkurframboðið". Reykjavíkurframboðið er eini flokkurinn sem leggur fram skýra áætlun hvernig flokkurinn ætlar að fjármagna sín kosningaloforð og við leyfum okkur að lofa töluverðu.

Kynntu þér nýjan valkost. Kynntu þér Reykjavíkurframboðið, sjá hér: x-E

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband