Einkennilegur draumur borgarstjóra; flatsæng allra flokka.

Reykvíkingar hafa í komandi borgarstjórnarkosningum val milli framboðs skemmtikrafta, framboðs atvinnu stjórnmálamanna og framboðs venjulegs fólks.

Borginni stjórna í dag einhverjir þeir ævintýralegustu stjórnmálamenn sem setið hafa við völ í borginni frá upphafi. Þetta fólk myndaði fjóra borgarstjórnarmeirihluta, fjórir borgarstjórar voru við völd, Orkuveitan var rekin í gjaldþrot og skuldir margfaldaðar. Aldrei hefur borgin verið rekin jafn illa og á þessu kjötrímabili.

Þrír af þeim sem gengdu embætti borgarstjóra á kjörtímabilinu bjóða sig á ný fram til forystu. Eftir að þetta fólk var búið að "sænga" allt hvert með öðru í hinum ýmsustu meirihlutum þá er æðsti draumur núverandi borgarstjóra ein stór flatsæng með öllum flokkum.

Hvaða pólitíski metnaður er fólgin í því að deila völdum með öllum flokkum í borgarstjórn?

Hvers konar stefnumálum er fólk að berjast fyrir í borgarstjórn sem vill deila völdum með öllum flokkum?

Hljóta það ekki að vera stefnumál sem allir flokkar í borgarstjórn geta auðveldlega sameinast um?

Til hvers að bjóða sig fram til borgarstjórnar ef ætlunin er að vinna að málum sem aðrir munu hvort sem er vinna að?

Hvað hefur fólk sem hefur engin pólitísk markmið, engar pólitískar hugsjónir aðrar en eigin frama að gera í borgarstjórn?

Hvaða erindi á fólk í póitík sem hefur ekkert fram að færa?

Eða er það svo að engin munur er á áherslum fjórflokksins í borgarstjórn? Ef svo er, er þá ekki löngu orðið tímabært að gefa fjórflokknum frí og fá nýtt fólk inn í borgarstjórn?

 

Þetta er þitt val,    x-E

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband