Laugardagur, 22. maí 2010
Reykvíkingar hafna Hönnu Birnu og Degi.
Mestu tíðindi í sögu Reykvískra stjórnmála má lesa í dag á síðum Fréttablaðsins. Reykvíkingar hafna í nýjustu skoðunarkönnun borgarstjóraefnum fjórflokksins. 44% reykvíkingar velja frekar hirðfíflið og trúðana en fulltrúa spilltustu stjórnmálaafla í Norður Evrópu.
Kemur þetta einhverjum á óvart?
Og hver eru hin raunverulegu hirðfífl og trúðar?
Hverjir voru hirðfíflin og trúðarnir í veislum bankana og útrásarvíkinganna?
Hverjir höguðu sér eins og trúðar og hirðfífl og mynduðu fjóra borgarstjórnarmeirihluta á kjörtímabilinu?
Hvaða hirðfífl og trúðar skuldsett borgarsjóð upp í rjáfur og keyrðu Orkuveituna í gjaldþrot?
Hver eru hin raunverulegu hirðfífl og trúðar í þessum borgarstjórnarkosningum?
Við í Reykjavíkurframboðinu viljum bjóða Reykvíkingum alvöru valkost í komandi kosningum. Við bjóðum alvöru framboð með alvöru fólki sem vill vinna fyrir Reykvíkinga. Fólk sem er ekki með nein fíflalæti. Fólk sem vill ekki að fjórflokkurinn haldi hér áfram völdum í borginni með bull rekstri sínum á borgarsjóði og fyrirtækjum borgarinnar.
Það er löngu orðið tímabært að valdaklíkurnar sem standa á bak við fjórflokkinn þær verði reknar burt frá völdum í borginni.
Þann 29. maí gefst Reykvíkingum tækifæri til þess að kalla til nýja fjósamenn til að moka þennan flór.
Veljið alvöru fólk, veljið xE
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Facebook
Athugasemdir
Það er nú ekki heldur hægt að lesa í þetta annað en að kjósendur hafni ykkar hugmyndum á sama hátt. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er það fjarlægari draumur fyrir ykkur að koma að manni en Framsókn.
TómasHa, 22.5.2010 kl. 12:40
Sæll Tómas
Mjór er mikils vísir segi ég nú bara.
Hundrað ára sögu Framsóknarflokksins þekkja allir.
Reykjavíkurframboðið kom fram á sjónarsviðið með auglýsingum í Fréttablaðinu og DV fyrir viku síðan.
Reykvíkingar hafa vitað af okkur í viku en þekkt Framsóknarflokkinn í 100 ár.
Mjór er mikils vísir og við finnum fyrir miklum áhuga á þessu framboði okkar. Núna áðan voru til dæmis 595 manns inni á heimasíðunni okkar.
Mín trú er sú að vindar séu að snúast og byr sé að verða okkur hagstæður.
http://www.reykjavikurframbodid.is/
Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.5.2010 kl. 14:15
Um leið og Reykjavíkurlistinn kemst að völdum, mun ég beita mér fyrir því að höfuðborg íslands verði flutt til Keflavíkur. Ef þið teljið að Reykvíkingar geti grætt svo mikið á Vatnamýrinni að það réttlæti flugvöllinn burt, er komin tími á að við flytjum höfuðborgina til Keflavíkur. Þannig að það mun ekki bara tapast um 500 störf í Reykjavík heldur munu stofnanir og þjónustufyrirtæki flytja sig um set, og fara til Keflavíkur, svo verði ykkur að góðu. Og fyrir utan það, árið 2010 hverjir geta keypt lóðir í Vatnsmýrinni????
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2010 kl. 19:29
Sæl Ásthildur
Ótrúlegar tilfinningar virðast tengjast þessu mannvirki sem þessi flugvöllur er.
Hvað hefur staðsetning flugvallar við endann á Tjarnargötunni með hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar að gera?
Flugvöllur getur verið víða, á Hólmsheiði, Lönguskerjum, Kapelluhrauni, Álftanesi o.s.frv. o.s.frv.
Af hverju lætur þú Reykvíkingum ekki eftir að skipuleggja borgina úr frá hagsmunum borgarbúa?
Eru Reykvíkingar að argast úr í það hvar sveitarstjórnir vítt og breytt um land velja að setja niður flugvelli og hafnir?
Kynntu þér stefnuskrána okkar, þá sérð þú hvernig okkar fjárhagslegu plön munu ganga upp. Kynntu þér þessar 136 tillögur að nýrri miðborg í Vatnsmýrinni frá færustu, þekktustu og bestu skipulagsfræðingum og arkitektum í heiminum í dag. þær er að finna á Listasafni Reykjavíkur. Þá skilur þú hvað við erum að tala um. Þá skilur þú að 500 störf skipta litlu þegar til stendur að skapa á 5.000 störf.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.5.2010 kl. 20:11