Miðvikudagur, 19. maí 2010
Spéspegill fjögurra borgarstjóra raðar inn mönnum.
Þrír af þeim fjórum sem gegndu starfi borgarstjóra á þessu kjörtímabili bjóða sig á ný fram til forystu fyrir borgarbúa.
- Á þessu kjörtímabili voru myndaðir fjórir meirihlutar.
- Á þessu kjörtímabili þá voru fjórir borgarstjórar ráðnir til starfa.
Þrír af þessum fjórum borgarstjórum sem stóðu að einu ævintýralegast rugli sem sést hefur í sveitarstjórnarmálum á Íslandi, þeir halda að borgarbúar vilji þá til áframhaldandi starfa.
Ef þetta fólk hefði vott af sjálfsvirðingu þá hefði það hætt afskiptum að borgarmálum eftir mesta rug kjörtímabil í sögu borgarinnar. Þetta fólk fékk sitt tækifæri. Öll þekkjum við hvernig það tækifæri var nýtt.
Reykvíkingar standa á öndinni af hlátri þegar Jón Gnarr, spéspegill þessara borgarstjóra, sýnir sig spígsporandi um borgina eins og borgarstjórarnir þrír hafa svo oft gert.
Dapurleg er staða kjósenda í Reykjavík þegar valið stendur á milli þess fólks sem myndaði fjóra meirihluta á síðasta kjörtímabili og eins mesta háfugls landsins.
Í þessu landslagi þá er Reykjavíkurframboðið nýr og ferskur valkostur. Nýtt fólk býður sig fram sem alvöru valkost við fjórflokkinn og skemmtikraftinn.
Gefðu nýju fólki tækifæri, fólki sem margt hvert hefur barist fyrir betri borg árum og áratugum saman. Fólk með hugmyndafræði sem fjórflokkurinn hefur hafnað þvert á hagsmuni Reykvíkinga.
Veljið nýja tíma.
Gefðu Reykjavíkurframboðinu atkvæði þitt, xE
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Facebook
Athugasemdir
Ég mun gefa nýju fólki tækifæri, og vona að X-Æ fái 8 menn í Borgarstjórn.
Billi bilaði, 19.5.2010 kl. 15:46