Forystustufólk fjórflokksins í borginni í heljarklóm landsbyggðarhagsmuna.

Í þeim mikla samdrætti og því mikla tjóni sem hér hefur orðið, samdrætti sem er að bitna mjög harkalega á íbúum Höfuðborgarsvæðisins þá er sú stund upp runnin að borgarstjórn Reykjavíkur verður fyrst og síðst að standa vörð um eigin hagsmuni með sama hætti og aðrar sveitarstjórnir eru gera hver í sinni heimabyggð. 

Það er ekki að hugsa um hagsmuni Reykjavíkur að láta 70 milljarða liggja ónýtta í Vatnsmýrinni í einni mestu kreppu og samdrætti sem hefur riðið yfir Reykjavík frá lýðveldisstofnun. 

Þegar við horfum yfir sviðið og á þá staðreynd að sá sem leiðir stjórnarandstöðuna í borginni er jafnframt varaformaður síns flokks á landsvísu, þá er ljóst að báðar hendur þessa manns eru bundnar fyrir aftan bak í þessum stóru hagsmunamálum þar sem takast á hagsmunir Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Rætt er um það að núverandi borgarstjóri komi með einhverjum hætti inn í forystuna í sínum flokki á fyrirhuguðum landsfundi í sumar. Bara það að borgarstjórinn er orðin kandídat til æðstu embætta í flokknum á landsvísu bindur hendur borgarstjóra. Ætli borgarstjóri sér meiri frama í pólitík á næstu árum þá mun borgarstjóri aldrei fara fram gegn vilja meirihluta landsbyggðarinnar. 

Staðan er einfaldlega sú að engin borgarfulltrúi sem ætlar sér frama á landsvísu innan fjórflokksins getur beitt sér í málefnum Vatnsmýrarinnar.  

Hver á þá að gæta hagsmuna Reykjavíkur í þessum stóru málum? Hverjir eru með óbundnar hendur til að taka þá slagi sem þarf að taka til að verja hagsmuni Reykjavíkur? Hver ætlar að leiða þá vinnu að sækja þessa 70 milljarða sem liggja í Vatnsmýrinni til hagsbóta fyrir Reykjavík? Enginn?  

Heimasíða Reykjavíkurframboðsins er hér:

 http://www.reykjavikurframbodid.is/

 

Munið:               xE  =  Reykjavíkurframboðið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Það er ekki að hugsa um hagsmuni Reykjavíkur að láta 70 milljarða liggja ónýtta í Vatnsmýrinni.."

Hvað hafið þið látið ofan í ykkur eiginlega ?

101  hroka gikkir sem eigið ekki samleið með neinu venjulegu fólki ?

Þetta framboð er eitthvað það vitlausasta sem boðið hefur fram í pólitík !

Þarna eru samkomnir ,,taparar"  úr sjálfstæðisflokknum að mestu , þið eigið stærstan þátt íþví ástandi sem hér.

Þið veittuð þessum glæpamönnum í sjálfstæðisflokknum brautargengi ! 

J (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 19:53

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

eRUM VIÐ SVO PLÁSSLAUS Á ÞESSU LANDI AÐ ÞAÐ ÞURFI AÐ HAUGA SAMAN BLOKKUM Í vATNSMYRINNI ???

  AUÐAR ÍBÚÐIR ÚT UM ALLT- HÖFUM VIÐ EFNI9 Á SVONA - EINUM NYJYNM FLUGVELLI NUNA ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.5.2010 kl. 20:14

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Í hverju landi er ein höfuðborg, eins og nafnið ber með sér er hún borg allra landsmanna.

Reykvíkingum er vissulega frjálst að hætta að hugsa um landsbyggðina, en þá verður Reykjavík varla lengur höfuðborg Íslands, það þarf þá væntanlega að færa stjórnsýsluna og allt sem henni fylgir á annan stað. Kannski væri best að færa alla stjórnsýslu, landspítalann, háskólana og allt það sem nú er í Reykjavík og þjónar öllum landsmönnum, til Reykjanesbæjar, Akureyrar eða Egilstaða, þar sem til staðar eru góðir flugvellir. Vestfirðingar myndu örugglega leggja til land fyrir þessar stofnanir auk flugvallar ef til þeirra yrði leitað.

Þá gætu Reykvíkingar byggt í sinni Vatnsmýri í friði.

Gunnar Heiðarsson, 13.5.2010 kl. 21:50

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll J

Í fyrsta lagi þá bý ég ekki í 101 Rvk. Við sem skipum framboðslista Reykjavíkurframboðsins komum nokkuð dreift úr öllum hverfum borgarinnar. Ekki gleyma því að það búa 115.000 manns í Reykjavík.

Í öðru lagi þá er ég sá eini á þessum framboðslista sem hef verið virkur þáttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins og þegar ég var "virkur", það var fyrir rúmum áratug.

Vel má vera að þitt mat sé að þetta framboð sé það vitlausasta sem fram hefur komið í pólitík. Kjóstu þá bara áfram þinn spillta fjórflokk. Ég hef það þó að fram yfir þig (að mínu mati) að ég er hættur því. Ég vil sjá nýtt og ferskt fólk koma inn á þennan pólitíska vettvang sem borgarmálin eru. Fólk sem hugsar fyrst og fremst um hag síns eigin sveitarfélags.

Rétt er það að ég veitti "þessum glæpamönnum í Sjálfstæðisflokknum brautargengi" árum saman eins og þú orðar það svo pent.

Ég stóð þó upp og gekk út af Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í mars í fyrra í miðri ræðu Davíðs Oddsonar þegar hann úthúðaði endurreisnarskýrslunni og þeim sem hana höfðu unnið. Eins gekk ég út daginn eftir þegar ljóst varð að Þorgerður Katrín yrði sjálfkjörin sem varaformaður og að Kjartan Gunnarsson, ábyrgðarmaður númer tvö á Icesave sem varaformaður stjórnar Landsbankans, hafði verið kjörinn í Miðstjórn flokksins.

Þá lá ljóst fyrir að ég og þessi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins áttum ekki samleið.

Þess vegna tek ég þátt í því nú að bjóða Reykvíkingum upp á nýjan valkost þann 29. maí næstkomandi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.5.2010 kl. 23:06

5 identicon

,,Í fyrsta lagi þá bý ég ekki í 101 Rvk."

En það virðist vegna eina kosningamálsins ykkar !

,,Rétt er það að ég veitti "þessum glæpamönnum í Sjálfstæðisflokknum brautargengi" árum saman eins og þú orðar það svo pent."

Hvað er rétta nafnið á þessu ,,glæpamönnum" sem þú tilheyrðir áratugum saman ?

Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert annað en samansafn af ,,glæpaklíkum" og ,,náhirð".  Sennilega hefur þú ekki orðið fyrir náð hjá neinni og þess vegna ekki öðlast ses í flokknum ! 

JR (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 23:48

6 Smámynd: Dingli

Svaraðu því nú hverjum á að selja byggingaland fyrir 70 milljarða þegar þúsundir íbúða standa auðar og íbúum fer fækkandi.  Háhýsin sem verður að byggja á svo dýrum lóðum munu og hindra mjög aðflug þyrlna að nýjum spítala. Umferðarmannvirki munu kosta ótalda milljarða og svo þarf að byggja nýjan flugvöll.

Dingli, 13.5.2010 kl. 23:59

7 Smámynd: Benedikta E

Það er mikill meirihluti Reykvíkinga sem vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni..!

Benedikta E, 14.5.2010 kl. 00:30

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Erla

Auðar íbúðir út um allt segir þú. Bankamenn fóru á stað og sögðu að um 3.000 nýjar og hálfbyggðar íbúðir standi í dag auðar á höfuðborgarsvæðinu.

Smiðir frá Trésmíðafélaginu fóru af stað og töldu í nýjum hverfum borgarinnar þær íbúðir sem þeir sáu auðar og íbúðir sem byrjað var að byggja. Þeir töldu ekki íbúðir á lóðum sem þar sem ekkert var byrjað að byggja á. Smiðirnir tölu rúmlega 900 tómar og hálfbyggðar íbúðir.

Hvort íbúðirnar eru um 900 eða 3.000, það breytir ekki því að fasteignamarkaðurinn hefur verið frosinn frá því haustið 2007 þegar lausafjárkreppan skall á og bankarnir drógu sig út af íbúðalánamarkaðnum og skildu Íbúðalánasjóð einan eftir á þeim markaði. Nú í haust hefur fasteignamarkaðurinn verið frosinn í 3 ár.  Í ár og á næstu árum munu stærstu árgangar Íslandssögunnar fagna 25 ára afmælinu sínu. Í þessum  árgöngum eru um og yfir 4.000 manns. Í haust þá munu um 12.000 Íslendingar hafa fagnað 25 ára afmælinu sínu frá því fasteignamarkaðurinn fraus haustið 2007.

Nýjustu spár sérfræðinga gera ráð fyrir því að fasteignamarkaðurinn fari í gang eftir 3 ár. Það þýðir að um 24.000 mann hefur haldið upp á 25 ára afmælið sitt frá því fasteignamarkaðurinn fraus haustið 2007 og þar til hann fer í gang aftur 2013.

Hvort heldur þessar íbúðir sem eru "auðar út um allt" eins og þú segir eru 900 eða 3.000 þá er þessi fjöldi íbúða eins og upp í nös á ketti þegar þessi 24.000 manns fer loks af stað að stofna sín eigin heimili og kaupa íbúðir.

Ef við breytum aðalskipulagi Reykjavíkur í sumar eins og við hjá Reykjavíkurframboðinu viljum gera og skipuleggjum miðborgarbyggð í Vatnsmýrinni þá mun það passa fínt að við verðum þá komin með tilbúið deiliskipulag í Vatnsmýrinni þegar skriðan fer af stað á ný 2013 og verðum þá tilbúin að lóðir til sölu fyrir þá ungu Íslendinga sem velja að búa í miðborg í stað úthverfanna. Úthverfa sem kalla á að hver fjölskylda eigi tvo bíla og aki a.m.k 100 km á dag með tilheyrandi kostnaði, slysahættu, mengun og sóun á frítíma sem annars væri hægt að eyða með fjölskyldunni eða sinna áhugamálum.

Þess vegna snýst þetta mál ekki um pláss. Þetta snýst um hagkvæmni í rekstri heimilanna. Þetta mál snýst um lífsgæði. Þetta mál snýst um að bjóða þeim Íslendingum sem vilja búa í miðborg í stað úthverfa upp á þann valkost að geta búið á Íslandi og notið þeirra lífsgæða að búa í miðborg, fyrir þá sem það vilja. Þetta mál snýst um að Reykjavík bjóði upp á sömu valkosti í búsetu og aðrar borgir Evrópu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.5.2010 kl. 00:42

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Gunnar

Ég sé ekki samhengið í hlutverki Reykjavíkur sem höfuðborgar og þess að það þurfi að vera alþjóðlegur flugvöllur með tilheyrandi öryggissvæðum í miðbænum. Flugvöllur sem kemur í veg fyrir að hægt er að byggja í miðbæ Reykjavíkur og öllu næsta nágrenni hærri hús en upp á þrjár til fjórar hæðir.

Hvað hefur staðsetning flugvallar í miðbænum með hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar að gera?

Af hverju má Reykjavík ekki þorskast og þróast eins og aðrar höfuðborgir og byggja upp og þróa sinn miðbæ?

Af hverju má miðbær Reykjavíkur ekki þroskast úr því að vera lítill miðbær í kringum Bakarabrekkuna í það að vera alvöru nýtískuleg miðborg? Miðborg eins og allar þjóðir eiga. Miðborg sem er eitt af höfuðdjásnum hverrar þjóðar?

Af hverju stækkum við ekki miðbæinn okkar og byggjum slíka miðborg í Vatnsmýrinni?

Það er að sinna skyldum Reykjavíkur sem höfuðborgar að stækka miðbæinn út í Vatnsmýrina og breyta miðbænum í miðborg.

Það er ekki að sinna skyldum Reykjavíkur sem höfuðborgar að halda miðbænum föstum undir heljarklóm öryggissvæða alþjóðaflugvallarins í Vatnsmýrinni og koma þar með í veg fyrir að hann geti vaxið og dafnað. Það eru sömu vinnubrögð og viðhöfð voru í Japan þegar fætur stúlkubarna voru reyrðar og bundnar svo fæturnir stækkuðu ekki. það þótti svo fínt væru konur fótnettar. 

Japanir eru löngu hættir slíku. Miðbær Reykjavíkur er enn reyrður og bundinn af flugvellinum og öryggissvæðum hans.

Nú er mál að linni. Nú er komið að því að miðbærinn fái að vaxa með eðlilegum hætti.

Við hjá Reykjavíkurframboðinu ætlum að sjá til þess.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.5.2010 kl. 01:06

10 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Dingli

Í dag er landið sem liggur undir flugbrautum verðlaust. Borgin fær í dag ekki einu sinni leigu af þessu landi.

Um leið og búið er að breyta skipulagi Vatnsmýrarinnar úr því að vera flugvöllur í það að vera miðborgarbyggð þá gerist margt.

Í fyrsta lagið verður landið veðhæft.

Í öðru lagi þá mun fasteignaverð á öllum lóðum og húsum í miðbænum á nágrenni hækka.

Í þriðja lagið þá verða þessi 300 hektarar sem flugvöllurinn og svæðið umhverfis að dýrasta landi á Íslandi. Verðmæti þessa lands er a.m.k. 70 milljarðar.

Eftir því hver af þeim 135 tillögum sem komu frá þekktustu og bestu hönnuðum heims í samkeppninni sem haldin var um Vatnsmýrina fyrir nokkrum árum, eftir því verður verðmæti landsins endanlega metið.

Ef þú lest svar mitt í pkt. 8 hér fyrir ofan þá er ljóst að innan 3 ára fer fasteignamarkaðurinn aftur af stað. Öllum éljum léttur upp um síðir. Eins mun þessi kreppa hverfa.

Alveg sama hvað við gerum, framtíðin hún kemur.

Fróðir menn segja að í bönkunum liggja nú 1.500 til 2.000 milljarðar. Fé sem finnur sér ekki farveg.

Það verður ekki höfuðverkur að finna aðila sem eru tilbúnir að fjárfesta í óbyggðum lóðum í miðbæ Reykjavíkur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.5.2010 kl. 01:20

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Benedikta

Fyrir 9 árum þá fór fram almenn kosning hér í borginni um hvort Reykvíkingar vildu flugvöll eða miðborgarbyggð í Vatnsmýrinni.

Kjósendur völdu í þessari kosningu miðborgarbyggðina og höfnuðu flugvellinum.

Að halda því fram að "mikill meirihluti Reykvíkinga" vilji hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni er því bara rangt.

Við búum í lýðræðissamfélagi. Við verðum að sætta okkur við þær leikreglur sem gilda í slíkum samfélögum þó við séum ekki alltaf sammála meirihlutanum og þó meirihlutinn sé stundum tæpur, þá er reglan sú að meirihlutinn hann ræður.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.5.2010 kl. 01:28

12 identicon

Sæll Friðrik,

Ég bý út á landi og hef upplifað það að nánir ættingjar hafa verið fluttir suður með sjúkraflugi í alvarlegu ástandi.  Heldur þú að sjúklingur sem hefur verið 1,5 til 3 tíma a.m.k á ferðinni frá áfalli þar til hann kemst inná Landsspítalann megi við því að lengja "ferðalagið" um 1 til 1,5 klst til viðbótar?  T.d fólk með alvarleg hjartavandamál,heilablóðföll o.s.frv.

Hvað er ásættanlegt að þínu mati að margir deyji vegna þessa á ári hverju?  Staðreynd málsins er sú að aðalspítalar landsins eru í Reykjavík og það er ekki forsvaranlegt á nokkurn hátt að lengja ferðatíma á þá í alvarlegum atvikum.  Það eru mörg sjúkraflug á hverju ári frá öllum svæðum landsins og mér finnst ótrúlegt að Reykvíkingar skilji ekki alvarleika málsins fyrir þá sem reiða sig á okkar góðu spítala.

Jóhann (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 02:01

13 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhann

Illa slasað fólk eða bráðveikt er í dag í öllum tilfellum flutt á spítala með þyrlum. Þannig hefur það verið síðasta áratuginn. Þannig er þetta einnig um allan heim.

Sjúkraflug í þeim skilningi sem þú ert að tala það viðgekkst fyrir rúmum aldarfjórðungi og hefur ekkert með raunveruleikann í dag að gera. Þess vegna er engin þörf á að sjúkrahús þurfi að vera staðsett við hliðina á flugvöllum. Enda er það hvergi þanngi í löndunum í kring um okkur.

Sjúkraflug er í dag er notað til þæginda fyrir sjúklinga sem eru að fara í læknismeðferð þegar það er metið svo að það fari betur með sjúklinginn. Sjúkraflug í dag snýst ekki um að flytja bráveikt fólk. Þyrlurnar sjá um það.

Það er klukkutíma akstur frá Kastrup flugvelli í gegnum Kaupmannahöfn að Rigshospitalet. Enn lengi leið er frá flugvellinum við Osló að spítalanum í borginni.

Hvernig í ósköpunum tekst öllum öðrum en okkur að skipuleggja sína sjúkraflutninga án þess að sjúkrahúsið sé staðsett á flugvallarlóðinni?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.5.2010 kl. 09:20

14 identicon

Sæll Friðrik,

Þú talar hér af fullkominni vanþekkingu þeirra sem ekki vilja skilja málið.  Ég þekki það af eigin reynslu að fólk héðan af Austurlandi er enn fram á þennan dag flutt með sjúkraflugi allt árið um kring.  Þyrlan kemur þegar verið er að leita að fólki eða bjarga úr erfiðum aðstæðum. 

Sjúkraflug í dag er ekki farið sjúklingi til "þæginda" eins og þú heldur fram.  Fólki er druslað í Fokker Flugfélagsins nema mikið liggi við og fjöldi sjúkrafluga er mikil en þau eru eingöngu farin í neyð.  Til þess að færa fram rök í þessu og vonandi að opna augu þín fyrir staðreyndum þannig að makalaust þvaður sem þú barst fram í andsvari heyrist vonandi ekki aftur þá sett ég hér að neðan upplýsingar frá þyrluflugmanni sem hefur einnig starfað við sjúkraflug og þekkir þessi mál vel.

Ég ætla að vitna í orð Jakobs Ólafssonar þyrluflugmanns hjá Landhelgisgæslunni í blaðgrein í Morgunblaðinu þann 4 nóvember 2005:

"Þyrlur Landhelgisgæslunnar fljúga á um 120-140 hnúta (220-250 km) hraða og yfirleitt ekki hærra en í 5-8000 feta hæð. Bili annar hreyfill þyrlunnar gæti hún ekki haldið lágmarkshæð á sumum blindflugsleiðum yfir hálendið, því þarf iðulega við slæm skilyrði að fljúga þyrlunum lengri leiðir meðfram ströndum á áfangastað. Sjúkraflugvélarnar fljúga flestar a.m.k. helmingi hraðar en þyrlurnar og allt að þrisvar sinnum hærra og geta því oftast flogið ofar veðrum og stystar leiðir yfir landið, þyrlur munu því ekki geta leyst flugvélar af hólmi þar sem oft getur skilið milli lífs og dauða að flutningstími bráðveikra og slasaðra sé sem allra stystur"

Einnig segir Jakob í sömu grein:

"Það er beinlínis rangt í yfirlýsingu Höfuðborgarsamtakanna að sjúkraflugvélar fljúgi einungis með sjúklinga milli sjúkrastofnana þegar að flutningstími skiptir ekki máli, sjúkraflugvélar eru iðulega kallaðar út vegna alvarlegra slysa og bráðasjúkdóma á flugvelli um allt land og eins þegar að sjúkrahúsin á landsbyggðinni ráða ekki við alvarleg tilfelli slasaðra eða bráðveikra og þurfa því að senda þá með hraði með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Sjúklingar, þar sem flutningstími skiptir minna máli hjá, eru oft fluttir með áætlunarflugi til Reykjavíkur en ekki með sjúkraflugvélum"

Jóhann (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 11:08

15 identicon

Sæll Friðrik,

Sjaldan hef ég rætt við jafn rökþrota mann eins og þig.  Þú ert greinilega einn af þeim sem vilt ekki skilja staðreyndir.  Hér er linkur á frétt frá Rúv í mars 2010 http://www.ruv.is/frett/95-sjukraflug-arinu þar sem sagt er að fyrstu 3 mánuði ársins hafa verið flogin 95 sjúkraflug með alvarlega veikt fólk til Reykjavíkur.  Það myndi þýða milli 350 til 400 flug á ári.  Það er facta og alveg sama hvernig þú reynir að hagræða sannleikanum þá getur þú varla mótmólt grjóthörðum staðreyndum sem þessum.  Ég veit ekki við hverja þú ert að tala í heilbrigðiskerfinu eða hvort þú röflar eingöngu við sjálfan þig en það er makalaust að menn vilji ekki skilja staðreyndir.  Heldur þú líka að eitthvað hafi breyst frá 2005 varðandi það að flugvélar eru mun betri kostur til sjúkraflugs?  Þær fara ennþá helmingi hraðar og geta flogið beina leið og vippað sér uppfyrir veðurkerfi.  En þú veist sennilega betur en þaulreyndur flugmaður bæði í sjúkraflugi og í þyrlusveit landhelgisgæslunar.  Ég sagði þér að ég þekkti það vel af eigin reynslu að fylgja ættingum mínum í sjúkraflug og hef gert það 3 sinnum undarfarin 2 ár en þú veist sennilega betur en ég hvað þar gerðist.  Sennilega ertu Sjálfstæðismaður því fáir hafa verið jafn blindir í trú sinni og ekki viljað hlusta á nein rök undanfarin ár heldur eingöngu viljað hlusta á raddir sjálfs síns.  En einu breytir þú ekki og það eru staðreyndir.

Mér finnst þú vera að rugla saman björgunarflugi og sjúkraflugi en allt til þessa dags er verið að fljúga fólki með flugvélum frá Akureyri í sjúkraflugi.

Jóhann (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 22:58

16 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhann

En heimurinn hefur gjörbreyst síðan þessi ágæti þyrluflugmaður skrifaði þetta. Þetta er horfinn heimur sem þessi maður er að lýsa. Þú gætir eins vitnað í flugmann Catalinu flugbátanna hér á árum áður.

Við verðum að miða okkar afstöðu til álitamála dagsins í dag út frá heiminum eins og hann lítur út í dag.

Fyrir hálfum áratug að verða þá fór Bandaríski herinn af landi burt með þyrlusveitir sínar, þ.e. árið 2006. Íslendingar komu sér í framhaldi upp öflugri þyrlusveit. Þessi sveit hefur á að skipa mjög öflugum hátækniþyrlum frá Frakklandi. Þyrlum sem eru miklu betur í stakk búnar en flugvélar til að taka á loft í vondum veðrum og fljúga í veðrum sem flugvélar ráða ekkert við.

Það gengur ekki að vitna í horfinn heim og krefjast þess í framhaldi að Ísland verði eina landið í heiminum þar sem sjúkrahús landsins verða að standa í hlaðinu hjá alþjóðaflugvelli.

Samkvæmt mínum heimildum þá tekur sjúkraflug að jafnaði 2 til 4  tíma með akstri og flugi. Þegar um er að ræða alvarleg slys eða bráðatilfelli og læknir metur það svo að tveggja til fjögurra tímar ferð á sjúkrahús er of langur tími þá er þyrla kölluð til. Þessi bráðatilfelli er mjög fátíð og minnstur hluti allra sjúkraflutninga.

Í öllum hinum tilfellunum þegar verið er að flytja fólk á sjúkrahús þá skiptir ekki máli hvort ferðin tekur 2, 4 eða 6 tíma. Þess vegna hafa flutningar með sjúkrabifreiðum aukist mikið með bættu vegakerfi. Í hverju tilfelli velur læknir hvort er heppilegra og hagkvæmara, flugið eða aksturinn. Í öllum tilfellum þarf að koma sjúklingi fyrir inni í sjúkrabíl til að aka með hann út á flugvöll og í mörgum tilfellum þarf að bíða eftir að flugvélinni. flugvélin þarf oft að koma frá öðrum bæjum því slíkar flugvélar standa ekki tilbúnar á öllum flugvöllum landsins. Þegar á annað borð er búið að koma sjúklingi fyrir í bílnum þá er í mörgum tilfellum einfaldast að aka honum á sjúkrahús á Akureyri eða til Reykjavíkur. Tíminn sem fer í akstur og flug er oft mjög svipaður og það er minna hnjask með sjúklingin að aka honum alla leið.

Þannig er Ísland í dag. Ræddu við heilsugæslulæknana sem eru í dag starfandi á landsbyggðinni. Sannaðu til, þeir munu einnig segja þér að svona er Ísland í dag þegar kemur að sjúkraflutningum.

Það að sjúkrahús þurfi að vera í hlaðinu á flugvöllum er hugmyndafræði úr löngu horfnum heimi

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.5.2010 kl. 23:04

17 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhann

Ég tala "af fullkominni vanþekkingu" segir þú.

Ég er búinn að segja þér hvaðan ég hef það sem ég skrifa hér að ofan. Ég er ekki að skálda þetta. Þetta hefur mér verið sagt.

Hefur þú rætt þessi mál við heimilislækna sem eru í dag eru starfandi á Bíldudal, Búðardal, Blönduósi, Hófsósi, og Kópaskeri?

Spurðu þá hvernig þeir haga sínum sjúkraflutningum. Á þessum stöðum stendur engin flugvöllur með tilbúna flugvél að fara í loftið þegar læknunum hentar.

Talaðu við heimilislæknana úi á landi. Þeir eru alltaf að taka ákvarðanir um það með hvaða hætti þeir flytja sjúklingana sína á spítala telji þeir þörf á því að þeir komist á eitt á stóru sjúkrahúsunum.

Hættu að skamma mig og farðu út á mörkina og lærðu og kynntu þér málin.

Þó þú hafir á þinni löngu æfi lent í því á tveggja ára tímabili að þurfa að fylgja ættingjum í flugi á sjúkrahús þá skiptir það engu máli í þessari umræðu. Það að læknarnir völdu að kalla ekki til þyrlu segir okkur öllum það að mat læknanna var að það skipti ekki máli hvort þessir sjúklingar komu einum eða tveim tímun fyrr eða síðar á spítalann.

Ég vona að mat læknanna hafi verið rétt í öllu þessum þrem tilfellum og að sjúklingunum líði í dag. Þetta eru alltaf erfiðar ákvarðanir fyrir læknana.

Ég hef mína þekkingu á þessu máli frá heimilislæknum úti á landi. Tali ég að fullkominni vanþekkingu þá tala starfandi læknar sem eru að taka ákvarðanir um sjúkraflutninga á sjúklingum sínum, þeir eru þá að tala af fullkominni vanþekkingu.

Hvaðan hefur þú þína þekkingu?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.5.2010 kl. 23:37

18 Smámynd: Dingli

Tek það fram Friðrik að ég vil flugvöllinn burt. Hef líka miklar efasemdir um að rétt sé að byggja nýjan spítala á landsspítalalóðinni. Tel hann vera betur komin í efribyggðum. Rök fólks sem telja flugvöll verða að vera því sem næst á spítalalóðinni, finnst mér vart svara verð, svo vitlaus eru þau.

Það eru hinsvegar þessir 70milljarðar sem þú setur fram eins og um hagnað verði að ræða hjá borginni, sem ég tel vera fjarri lagi. Þar fyrir utan er ég þeirrar skoðunar að lóðir eigi að selja eða leigja á kostnaðarverði til einstaklinga sem geti þá byggt sín hús sjálfir vilji þeir það. 

Dingli, 15.5.2010 kl. 08:29

19 identicon

Sæll Friðrik,

Það er ekki hægt annað en að skamma menn sem fara vísvitandi með rangt mál.  Þú rengir kannski líka frétt rúv frá því í mars sem ég linkaði í síðasta svar þar sem segir svart á hvítu að 95 sjúkraflug hafi verið farin frá ármótum til mars 2010.  Er það tilbúningur af minni hálfu?  Vilt þú leiðrétta frétt rúv af slökkviliðin á Akureyri sem sér um sjúkraflug af landsbyggðinni? Og bara til þess að taka það fram einu sinni enn er að flugið fer fram með sjúkraflugvélum en ekki þyrlum.  Bendi þér á að hringja norður og spyrja þá beint um þetta ef þú hefur áhuga á staðreyndum í þessu máli.

Kannski er málið það að þú vilt ekkert af þessu vita og þér er slétt sama. Ok, þá er það þín skoðun en þá er kannski best að segja það hreint út.  350 til 400 sjúkraflug á ári er staðreynd og í öllum þeim tilvikum er um fólk sem þarf bráða aðstoð vegna alvarlegra vandamála.  Færsla á flugi til Keflavíkur þýðir 1 til 1,5 tími aukalega og það er ekki það sem fólk þarf sem er í erfiðum málum.

Ef þú settir þig í spor fólks sem býr út á landi værir þú tilbúinn til þess að sætta þig við lengri ferðatíma í tilfellum sem þessum?

Jóhann (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 10:12

20 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhann

Ég og Dingli erum, hvor á sinn hátt, búnir að svara þessu hér fyrir ofan.

Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.5.2010 kl. 13:23

21 identicon

Sæll Friðrik,

Þið eruð ekki búnir að svara rökum en gefist upp eins og rökþrota menn gjarnan gera.  Staðreyndir er eitthvað sem þið greinilega eigið erfitt með að díla við í þessu máli enda hefur þú í engu svarað rökum mínum efnislega.  Ekki hef ég trú á því að ykkur verði framgengt í þessu máli né í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Jóhann (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 18:53

22 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Gangi þér vel með það sem þú tekur þér fyrir hendur Jóhann.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.5.2010 kl. 21:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband