Fjórir borgarstjórar og Orkuveitan gjaldþrota. Viltu meira svona?

Af hverju sérstakt Reykjavíkurframboð? Er einhver þörf á óháðu framboði til borgarstjórnar?

 Margir spyrja sig sjálfsagt þessarar spurningar þegar þeir heyra af  þessu nýja framboði. Ástæðan er einföld. Við teljum að fjórflokkurinn í borginni hafi engan vegin staðið undir væntingum. Hvorki í borginni eða á landsvísu. Fjórir meirihlutar og fjórir borgarstjórar hafa verið við völd á kjörtímabilinu. En það er ekki bara að ríkt hafa algjör glundroði á pólitíska sviðinu. Reksturinn hefur verið þannig að nú er svo komið að jafnvel Orkuveitan er nánast komin í þrot.  

Helsta afrek núverandi meirihluta sem hann hreykir sig mest af fyrir þessar kosningar er að þessi meirihluti hefur haldið samfleytt í tvö ár. Það þykir þessu fólki ganga kraftaverki næst og talar um fátt annað í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Að öðru leiti er fátt í gangi.

Í mesta samdrætti á Íslandi frá lýðveldisstofnun heldur borgin að sér höndum, pakkar í vörn og leiðir samdráttinn hér á Höfuðborgarsvæðinu með því að ráðast að yngstu börnum borgarinnar og lætur fjarlægja alla sandkassa á opnum leiksvæðum í borginni. Það er eins og núverandi borgarfulltrúar séu búnir að núnir að gefast upp. Úrræðaleysið er algjört.

Við í Reykjavíkurframboðinu deilum ekki lífssýn þess fólks sem nú situr í borgarstjórn. Þessu  fólki öllu þarf að gefa gott frí. Það skynjum við, það skynjar Jón Gnarr, það skynja borgarbúar. Þess vegna bjóðum við Reykvíkingum alvöru valkost, nýtt framboð með nýjum fólki  sem vill vinna að hagsmunum Reykvíkinga.

Gefum fjórflokknum frí í komandi borgarstjórnarkosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gefast upp? Er ekki enn sama bruðlið í yfirstjórninni? Einkabílstjórar og aukasporslur eins og hjá borgarstjóranum í NY!! Og hvernig er með þennan miðborgarstjóra sem enginn kaus? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að senda hann heim?
Það verður fróðlegt að fylgjast með úrslitum kosninganna í vor. Hins vegar sakna ég róttækra tillagna hjá öllum þessum nýju óánægjuframboðum. Mér finnst vanta vilja til breytinga, þetta er allt ein moðsuða

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.5.2010 kl. 04:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband