Reykjavíkurframboðið vill þriðja stjórnsýslustigið í Reykjavík.

Reykjavíkurframboðið vill virkja þann vísir sem er í dag að íbúalýðræði í borginni og byggja á því og búa til þriðja stjórnsýslustigið úti í hverfum borgarinnar. Núverandi hverfaráðum verði fjölgað, þau endurskipulögð og þeim fengin verkefni og fjármagn til að sinna ákveðnum verkefnum í sínum hverfum.

Með þessu hafi íbúar hverfanna beina aðkomu og sjái um ákveðna þætti í rekstri sinna hverfa. Völd og fjármunir verði þannig flutt frá Ráðhúsinu út í hverfin. Í hverfum borgarinnar verði þannig komið á þriðja stjórnsýslustiginu. Slíka tilfærslu á völdum og fjármunum frá ráðhúsinu út til fulltrúa íbúanna í hverfaráðunum er hægt að gera án þess að auka kostnað í rekstri borgarinnar.

Íbúar Reykjavíkur munu með þessari breytingu hafa meira um málefni síns hverfis og síns umhverfis að segja en með núverandi miðstýringu úr Ráðhúsinu.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband