Lýkur kreppunni í Reykjavík í sumar?

Nái nýtt óháð framboð, Reykjavíkurframboðið, einum fulltrúa inn í borgarstjórn Reykjavíkur í kosningunum í vor og verði sá fulltrúi þáttakandi í næsta meirihluta í borginni þá líkur kreppunni í Reykjavík í sumar.

Samfylkingin hefur lagt fram ágætis áætlun hvernig hún vill byggja upp á ný í Reykjavík eftir hrunið. Vandamálið við þessa áætlun er að það er engin fjármögnun á bak við hana. Hugmyndir eru upp að borgin taki allt að 5 milljarða króna lán til að hrinda hluta af þessari áætlun í framkvæmd.

Reykjavíkurframboðið vill gjarnan vinna að slíku verkefni með Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokknum en það verður að gerast án þessa að hækka skatta eða gjöld á Reykvíkinga og að alls ekki verði tekin  lán sem lendir á útsvarsgreiðendum í Reykjavík að greiða. Til er fær og fýsileg leið að þessu markmiði.

Reykjavíkurframboðið vill að standa vörð um grunnþjónustuna í Reykjavík og skapa í borginni ný störf með með því að selja eignir.

Eignirnar sem við viljum selja eru lóðirnar í Vatnsmýrinni.

Ef Vatnsmýri er tekin undir blandaða miðborgarbyggð samkvæmt einhverri þeirra 135 tillagna sem bárust frá mörgum fremstu hönnuðum heims í skipulagskeppninni um Vatnsmýrina, þá er verðmæti lóðanna í Vatnsmýrinni metið á um 70 milljarða.

Ef Reykjavíkurframboðið kemur fulltrúa að í borgarstjórn og verður þátttakandi í nýjum meirihluta þá verður aðalskipulagi Reykjavíkur breytt nú í sumar og Vatnsmýrin skilgreind sem svæði fyrir miðborgarbyggð. Um leið og það gerist þá verður allt þetta land og allar þessar lóðir veðhæfar.

Við það að landið verður veðhæft þá verði það veðsett fyrir 24 milljarða króna og Reykjavíkurborg tekur út á þetta veð 8 milljarða króna lán á hverju ári næstu þrjú árin. Með þessu er verið að auka umráðafé borgarinnar um rúm 10% í mestu kreppuárum sem riðið hafa yfir Reykjavík frá lýðveldisstofnun.

Á árunum 2012 og 2013 er því spáð að þörf verði á ný fyrir nýjar íbúðir. Þá verða liðin 6 ár frá því fasteignamarkaðurinn stöðvaðist haustið 2007 þegar bankarnir drógu sig út af íbúðarlánamarkaðnum.

Á árunum 2012 til 2013 verður lokið við deiliskipuleggja Vatnsmýrina. Þegar deiliskipulag liggur fyrir er hægt að selja einstaka lóðir. Þegar sala á lóðum hefst þá verður þetta 24 milljarða króna lán greitt upp. Það sem eftir stendur af sölu lóða í Vatnsmýrinni verður sett í að borga upp skuldir eftir fjórflokkinn.

Með því að auka umráðafé borgarinnar um ríflega 10% á ári næstu þrjú árin með því því að selja eignir, það mun gjörbreyta öllu í rekstri borgarinnar. Engin þörf verður að hækka skatta og gjöld.

Með því að auka umráðafé borgarinnar um ríflega 10% á ári næstu þrjú árin þá verður hægt að standa vörð um alla helstu grunnþætti í rekstri borgarinnar þó svo tekjur borgarinnar af hefðbundnum tekjustofnum minnki enn frekar en orðið er.

Með því að selja lóðir í Vatnsmýrinni og auka þannig umráðafé borgarinnar um ríflega 10% á ári næstu þrjú árin þá verður hægt að snúa vörn í sókn í Reykjavík og hefja hér endurreisn án þess að hækka skatta og gjöld og án þess að taka lán sem borgarbúar verða sjálfir að greiða. 

Með því að fara þessa leið þá líkur kreppunni í Reykjavík nú í sumar.

Þar fyrir utan eignumst við öll svo miklu skemmtilegri höfuðborg, höfuðborg sem mun reisa í Vatnsmýrinni eina glæsilegustu miðborg  Evrópu, miðborg sem mun draga hingað milljónir ferðamanna á komandi árum.

Við landsbyggðina segi ég: Það sem er gott fyrir höfuðborgina, það er gott fyrir landið allt.

Við Reykvíkinga segi ég: Gefið nýju fólki, nýjum hugmyndum og nýrri framtíðarsýn tækifæri við stjórnun borgarinnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Við það að landið verður veðhæft þá verði það veðsett fyrir 24 milljarða króna og Reykjavíkurborg tekur út á þetta veð 8 milljarða króna lán á hverju ári næstu þrjú árin. Með þessu er verið að auka umráðafé borgarinnar um rúm 10% í mestu kreppuárum sem riðið hafa yfir Reykjavík frá lýðveldisstofnun."

-----------------------------------

Vextir? Alltaf vextir af lánum. Á, að taka þá að láni líka?

"Á árunum 2012 og 2013 er því spáð að þörf verði á ný fyrir nýjar íbúðir. Þá verða liðin 6 ár frá því fasteignamarkaðurinn stöðvaðist haustið 2007 þegar bankarnir drógu sig út af íbúðarlánamarkaðnum."

------------------------------------

Þær spár, eru byggðar á væntingum frá því fyrir hrun.

Þær eru líklega úreltar.

Brottflutningur fólks, sem ekki var þá gert ráð fyrir, fer vaxandi úr landi.

Meira um störf, á landsbyggðinni. Það þíðir, færri flytja til Rvk - mjög sennilega - en útlit var talið um, fyrir nokkrum árum.

-----------------------------

Ef þú veðsetur landið, upp í topp. EN, þ.e. ekki 70 milljarða virði í dag - en virði lands lækkar alltaf í kreppum - þá ert þú orðinn háður vilja þess, sem á þau veð, um hvað skal gera við það land.

Land, undir íbúðir, skilar minni tekjum, en land undir atvinnurekstur. Hvort heldur þú, að líklegra sé, að aðilar séu til í að, lána fyrir land undir atvinnurekstur eða íbúðabyggð?

Síðan, að sjálfsögðu, er útkoman um eftirspurn, gríðarlega háð framvindu efnahags mála.

Þú færð ekki endalok, kreppu í Rvk. án endaloka kreppu á Ískandi. Keppan á Íslandi, endar ekki nema, að raunverulega verði af, stórframkvæmdum sbr. 2 risaálver.

*Ennþá, hefur ekki tekist að fjármagna, þann hluta sem Íslendingar þurfa að fjármagna, þ.e. sjálfar virkjanaframkvæmdirnar. En, síðan rétt fyrir árslok 2008 hefur ríkið ekki tekið nein erlend lán, vegna þess hve lánskjör í boði hafa verið dýr. Sami vandi hefur blasað við OR og LV.

*Um þessar mundir, er fárviðri á erlendum lánamörkuðum. En, þar á undan var stormur og ekki útlit fyrir annað, út árið - jafnvel á því næsta einnig. En, fárvirðirð er Grikklands fárið. Á hinn bóginn, er stormurinn - gríðarlegt framboð á skuldabréfum. Heimsmet skilst mér. En, það liggur í því, að öll iðnríkin hafa hallarekstur, og ætla sér að fjármagna þann hallarekstur að stórum hluta, með skuldabréfaútgáfu og sölu þeirra á lánamörkuðum. Þetta, veldur vanda fyrir okkur, vegna þess - að þetta offramboð, ítir upp vaxtakröfu. Svo, almenn vaxtakrafa er á uppleið, og að auki, er munur á vaxtakröfu, að aukast á milli svokallaðra góðra lántakenda og slæmra, sbr. Ísland.

*Þetta dregur úr líkum þess, að viðskiptaráðherra, muni takast það að fara í víking á lánamarkaði, síðar á árinu. En, ef sú atlaga mistekst, þá fara þessar framkvæmdir ekki af stað og ergo, enginn hagvöxtur verður.

**Þá, er ekki möguleiki fyrir Rvk. að búa til lókal hagvöxt með eyðslu og lántöku. Það væri, bein leið í gjaldþrot.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.4.2010 kl. 15:49

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Einar

Takk fyrir góðar athugasemdir.

*  Í þessum pistil er verið að kynna hugmynd. Ef farið er í það að ræða öll smáatriði þá yrði þessi pistill að 100 síðan skýrsla. Þessi skýrsla eða réttara sagt skýrslur eru reyndar til. Þær verða birtar á vefnum okkar www.reykjavikurframbodi.is.  Þess vegna eiði ég ekki orðum að slíkum málum en geng út frá því að allir geri sér grein fyrir því að af lánum þarf að greiða vexti.

* Að meta vermæti Vatnsmýrarinnar á 70 milljarða er varlega áætluð tala. Þetta er mat á verðlagi ársins 2005. Í þeim 135 skipulagstillögum sem liggja fyrir að nýrri miðborg í Vatnsmýrinni þar er áætlað að 30.000 til 150.000 manns búi í Vatnsmýrinni. Ef við segjum að við stefnum á 60.000 manna byggð í Vatnsmýrinni og segjum að þar verða byggðar 25.000 íbúðir og byggingaréttur per íbúð verði seldur á það sama og árið 2005, þ.e. um 2 milljónir þá færð þú með sölu lóða undir þessar íbúðir 50 milljarða. Þá átt þú eftir að selja fyrir annað eins undir verslun og þjónustu. Ef við miðum við tölurnar sem voru í gangi 2007 þá voru sveitarfélögin að selja byggingarréttinn per íbúð á 7 milljónir. Söluverðmæti 25.000 íbúða væri þá 210 milljarðar. Þess vegna segi ég, þessi tala 70 milljarðar er varlega áætluð sem verðmæti Vatnsmýrarinnar sem byggingalands.

* Hrunið hefur ekkert með mannfjöldaþróun á Íslandi að gera. Á síðast ári, 2009 héldu um 4.000 manns upp á 25 ára afmælið sitt. Á þessu ári munu um 4.000 manns halda upp á 25 ára afmælið sitt. Frá því fasteignamarkaðurinn stöðvaðist haustið 2007 og þar til ætlað er að markaður fyrir nýjar íbúðir opnast á ný þá hefur fasteignamarkaðurinn verið í frosti í 6 ár. Á því tímabili hafa um 24.000 manns haldið upp á 25 ára afmælið sitt. Á síðast ári þá fluttu margir til útlandi en samt fluttu um 300 fleiri til landsins en frá því. Flutningar til og frá landinu hafa því engin áhrif á allan þennan mikla fjölda sem heldur á ári hverju upp á 25 ára afmælið sitt, fólk sem er að koma úr námi, er að stofna eigin fjölskyldur og þarf íbúðir og húsnæði til að vinna og starfa í.

* Kreppan í sveitarfélaginu Reykjavík líður undir lok aukist tekjur borgarsjóðs um 10% á ári næstu árin. Það þarf ekki að fara í sársaukafullan niðurskurð og hægt að halda sjó. Ef þú nærð að halda sjó þá er ekki kreppa og samdráttur hjá borgarsjóði, ekki rétt? Eins opnast sá möguleiki að fara í mannaflsfrekar framkvæmdir, viðhald og nýbyggingar án þess að taka lán sem borgarbúar þurfa að borga. Þannig er strax hægt að skapa störf og við breytum verðmætum sem nú liggja undir flugbrautum í mannvirki sem nýtast borgarbúum eins og knattspyrnuhús í  Vesturbænum o.s.frv. Þannig að víst mun kreppunni í Reykjavík ljúka komi slík innspýting inn í borgarsjóð. Slík innspýting mun síðan smita um allt samfélagið

* Ekki ætla ég að efast um það sem þú segir um lánamarkaði erlendis. Við erum ekki að horfa þangað. Allir bankar á Íslandi er fullir af fé. Þetta fé hímir á húsum og varla heldur holdum vegna þess að það þorir ekki út eftir ofsaveður síðustu ára. Í Vatnsmýrinni bíða hins vegar bestu og grænustu balar og engi sem til eru á Íslandi. Ef eitthvert byggingarland heldur veðhæfni sínu þá eru það landið í Vatnsmýrinni.

* Við getum með þessum hætti lokið kreppunni í fjárhag borgarsjóðs og það mun hjálp mjög til með efnahagsmálin á landsvísu. Og þar er engin ástæða til að örvænta með fjárhag landsins. Prógram AGS er að ganga eftir og gert er ráð yfir hagvexti hér á landi í lok þessa árs eða byrjun þess næsta, óháð því hvort Reykjavíkurborg hjálpar til eða ekki. Verðmæti Vatnsmýrarinnar mun bara aukast á komandi árum og verður orðin vel ásættanleg eftir þrjú til fjögur ár þegar sala á lóðum hefst í Vatnsmýrinni.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.4.2010 kl. 20:04

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er einmitt í þeim anda að opinberir aðilar eiga að auka umsvif sín þegar illa árar en draga saman seglin þegar  almenn velmegun ríkir.

Íslendingum hefur ekki auðnast að haga málum með þessum hætti og þess vegna nauðsynlegt að endurnýja stjórn borgarinnar til að brjóta upp flokksmaskínurnar sem hafa skipt henni og kastað á milli sín alltof lengi.

Einnig þarf nýtt blóð til að brjóta upp hagsmunatengsl verktakafyrirtækjanna við frambjóðendur sem okkur grunar að séu neyddir til að launa styrkina sem þeir fá í prófkjörum og framboðum sínum.

Skv. könnunum eru margir kjósendur svo þreyttir á spillingu núverandi kerfis að þeir eru tilbúnir að kjósa stefnulausa gleðigjafa bara til að losna við "grínistana" sem hafa komið öllu á kaldan klaka í borginni með endalausum leikfléttum í kringum Orkuveituna og REI svo eitthvað sé nefnt.

Öllu gríni fylgir nokkur alvara. Vonandi verður Reykjavíkurframboðið alvaran á eftir gríninu.

Haukur Nikulásson, 1.5.2010 kl. 00:13

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"* Hrunið hefur ekkert með mannfjöldaþróun á Íslandi að gera."

--------------------------

Ehem -fólksfækkun mældist á síðasta ári, í fyrsta sinn að ég held, síðan seint á 19. öld. Og, 2009 var bara annað ár í kreppu. Vanalega, eykst brottflutningur fólks, eftir því sem lengra líður á kreppu, þannig að á þessu ári, þ.e. í lok þessa árs, ætti að mælast meiri brottflutningur. Síðan kolla af kolli - þ.e. nema að ríkisstjórnin hafi rétt fyrir sér, og næsta ár verði ár hagvaxtar. En, þá smám smana, fer sú öfugþróun að snúast við. 

Á hinn bóginn, er ég reyndar efinst um það, em ég vtina í slýrslu AGS.

 -------------------------------------------

Spá AGS um framtíðarhorfur: Ný spá - bls. 36.

3. áfangaskýrsla AGS

                               2010    2011   2012   2013   2014

Landsframleiðsla         -3.0      2.3      2.4     2.6     4.0

Fjárfestingar             -10.0     27.9      3.1     0.9   11.3 (hagv. búinn til m. risafjárfestingum 2011)

Neysla fyrirtækja          1.4       2.1      3.7     5.5    5.0

Neysla almennings       -2.5     -2.0     -2.0    -2.0    2.5 (Neysla alm. klárlega ekki drifkr. hagv.)

Útflutningur                  1.0      1.0      4.6      4.1   4.3 (Útflutningur, eykst árið eftir stóra fjárf.)

Innflutningur                 0.8      5.9      4.9      5.3   7.7

(Sérkennilegt er að aukning er innflutningi, á sama tíma og samdráttur er í innflutningi á varningi og innflutningi á þjónustu - sjá töflu að neðan. En, sjálfsagt telst innflutningur á túrbínum í virkjanir, innflutningur á tækjum fyrir álver - til innflutnings)

Atvinnuleysi                  9.7      8.6      6.4      4.4   3.0 (Atvinnuleysi minnkað sennil. m. framkv.)

Laun                           -1.8      1.0      2.4      1.3   1.8 (Lítið launaskrið)

Verðbólga                     6.2      3.8      3.3      2.8   2.5 (Verðb. minnkar smám saman)

Skuldir                      299.0  256.7   239.0  226.5 203.1

Tekjur ríkisins              39.2    41.3    43.0   43.5    44.1 (Sem hlutfall af landsframleiðslu)

Útgjöld ríkisins             48.6    46.6    44.3   42.0    41.3 (Viðsnúningur á að eiga sér stað)

Halli/afgangur               -9.4    -5.3    -1.3     1.6      2.7

Heildarskuld ríkisins     119.9  110.7   105.0  97.8    86.6

Nettó skuldir ríkisins      77.2    78.4    74.7   68.8   61.2

 ------------------------------------------------

Tafla bls. 37 - tölur í milljörðum dollara.
                               2010    2011   2012   2013   2014

Innflutningur varnings   -3.3     -3.6    -3.8    -4.0    -4.4 (áframhaldandi samdr. innfl. vekur ath.)

Innfl. þjónustu             -2.0     -2.1    -2.3    -2.5    -2.7

(Það hefur aldrei gerst í hagkerfis sögu Íslands, að hagvöxtur verði án aukningar innflutnings)

Útflutningur varnings      4.2      4.4     4.7     5.0     5.3

Útfl. þjónustu                2.5      2.5     2.6     2.7     2.9

Taktu eftir:

  • Áframhaldandi samdráttur í neyslu almennings.
  • Áframhaldandi, samdráttur í innflutningi varning og þjónustu.
  • Eg fæ ekki þetta til að ganga upp rökfræðilega, nema að reikna með, áframhaldandi samdrætti í lífskj0rum, fyrir þessi sömu ár.
  • Ef þ.e. réttur skilningur, þá er líkleg afleiðing þess, að brottflutningur af landi brott, heldur áfram að aukast, en einungis bætt lífskj0r snúa slíkri þróun við.

Svo, að ég verð að hryggja þig með því, að þú hafir rangt fyrir þér, sennilega.

 ------------------------------

* Kreppan í sveitarfélaginu Reykjavík líður undir lok aukist tekjur borgarsjóðs um 10% á ári næstu árin.

Þetta eru undarlegir reikningar hjá þér, því Reykjavík hefur eftir allt saman, tekjur sem eru umtalsvert háðar hagþróun, þ.e. áframhaldandi samdráttur lækkar tekjur borgarinnar. Skv. AGS skýrslunni, þá heldur samdráttur neyslu almennings áfram. Einnig, virðast launatekjur nokkurn veginn standa í stað. Þetta skiptir máli fyrir Reykjavík, því megnið af þeim rekstri sem er innan borgarmarkanna, snýst um þjónustu af ímsu tagi. Ef, lífskjör halda áfram að síga, næstu árin - þá er áframhaldandi samdráttur í tekjum borgarinnar, óhjákvæmilegur - sýnist mér. En, forsenda fyrir að borgin græði, er að lífskjör fari að rísa á ný, svo almenningur geti keypt meiri þjónustu.

Þessi 10% aukning, sem þið eruð að tala um, kemur þá einungis á móti öðrum samdrætti. Höfum einnig í huga, að ef tekjuþróun verður áfram erfið, þá geta bankar ókyrrst vegna skuldastöðu borgarinnar. En, þeim líst vanalega ílla á þá stefnu, að auka skuldir og vaxtagjöld, á sama tíma og tekjur skreppa saman.

Þú gerir þér væntanlega einnig grein fyrir, að þið eruð að leggja til, að rýra á hverju ári, eginastöðu borgarinnar?

Mér sýnist, þetta með öðrum orðum, vera mjög áhættusöm stefna. Munum, að þegar hefur eitt sveitarfélag orðið gjaldþrota. Borgin, þarf einnig að gera ráð fyrir þeim möguleika, að þurfa að hlaupa undir bakka með Orkuveitunni.

------------------------

* Ekki ætla ég að efast um það sem þú segir um lánamarkaði erlendis. Við erum ekki að horfa þangað. Allir bankar á Íslandi er fullir af fé.

Og, þú heldur að borgin geti staðið undir lántöku, skv. þeim kjörum sem nú bjóðast? Munum, að Seðló er enn með 9% vexti, þ.e. bankarnir þurfa 9% + sinn eigin vaxtamun.

Miðað við núverandi stefnu Seðló, mun vaxtastig síga, einungis hægum skrefum. 

En, þau lán erlendis frá, sem talin eru of dýr, - eru samt á lægri vöxtum en þetta.

Ég er þess fullviss, að vaxtastigið sé ástæða þess, að lítið er um útlán um þessar mundir, þ.e. væntanlegir lántakar hafi ekki efni á þeim.

------------------------------

"Og þar er engin ástæða til að örvænta með fjárhag landsins."

AGS prógrammið, er algerlega háð því, að stórframkvæmdir fari af stað.

Ef þær gera það ekki, þá virkar það ekki - flóknara er það ekki. 

Mér sýnist, líkur vera minni en 50%. En, þ.e. mín tilfinning.

En, forsendan, er að elrend lán fáist á nægjanlega hagstæðum kjörum. Eins og ég útskýrði fyrir þér, eru aðstæður erlendis, mjög próblematískar. 

Ég vona, að þú takir betur eftir - hér eftir.

Taktu eftir tölunni um erlenda fjárfestingu, að ofan.

Taktu eftir, að sama ár, á hagvöxtur að fara af stað.

Þ.e. einfödl ályktun, að fjárfestingin búi til hagvöxtinn. Þannig, að án hennar, verði hann ekki - sem ergo þíði, AGS planið falli um sjálft sig.

Þetta er sem sagt, alls ekki flókið.

Það skiptir engu máli, hvað er gert ráð fyrir. Ég get allt eins sagt, "ég geri ráð fyrir að vinna í lottói". Ef þ.e. ekki trúverðug yfirlísing, þá einfaldlega leiðir maður hana hjá sér. 

Þ.e. þ.s. ég er að segja, að það þarf að skoða raunverulegan trúverðugleika þeirra yfirlísinga. Og, þ.e. mjög klárt, að AGS planið, stendur og fellur með þessum tilteknu stórframkvæmdum, og þær standa og falla með því að lán fáist á viðráðanlegum kjörum erlendis, og eins og ég sagði, lánamarkaðir eru mjög - mjög erfiðir.

Ég ítreka, mín tilfinning er, að líkurnar séu ekki okkur hagstæðar.

Ef ekki framkvæmdir - enginn hagvxöxtur, heldur áframhaldandi samdráttur.

Ef, áframhaldandi samdráttur, þá áframhaldandi tekju-samdráttur, ef áfrramhaldandi tekjusamdráttur þá áframhaldandi versnun tekjustöðu vs. skuldastöðu. 

Ef þú reiknar slíkt dæmi áfram, þá kemur að grísku ástandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2010 kl. 00:23

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Einar

* AGS prógrammið og kreppan.Við skulum takmarka okkur við málefni Reykjavíkur í þessari umræðu. Að taka inn í þessa umræðu vangaveltur um forsendur prógrams AGS og hvort það gengur eftir eða ekki skilar okkur ekkert áfram í umræðum um fjárhagsstöðu Reykjavíkur. Ég leyfi mér því að ganga úr frá þeim upplýsingum sem opinberir aðilar og AGS hafa gefið nýlega út, þ.e. að reiknað er með hagvöxtur hefjist á Íslandi í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta. Það er önnur umræða hvort þetta gangi eftir hjá AGS, Seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu.

Að skjóta hugmynd eins og þessa með Vatnsmýrina út af borðinu vegna þess að forsendur í efnahagsáætlun AGS og ríkisins eru rangar og þær munu ekki ganga eftir, það er bara ekki sanngjarnt. Þegar við horfum til hagsmuna Reykjavíkur í nútíð og framtíð þá hljótum við að gera að út frá þeim forsendum sem þær ríkisstofnanir sem um efnahagsmál fjalla gefa okkur.

* Um eignir og skuldir. "Þú gerir þér væntanlega einnig grein fyrir að þið eru að leggja til að rýra á hverju ári eignastöðu borgarinnar?" skrifar þú.

Þú verður að átta þig á því að Vatnsmýrin er metin í dag í bókum Reykjavíkurborgar á krónur núll. Við það að breyta aðalskipulaginu þannig að í Vatnsmýrinni verði á skipulagskortum sýnd miðborgarbyggð fyrir 50 til 60 þúsund manns ásamt umfangsmikilli atvinnustarfsemi þá allt í einu eignast borgin svæði sem meta má á að minnsta kosti 70 milljarða. Í dag er þetta landsvæði undir flugbrautum og er metið einskis virði í bókum borgarinnar

Með þessum tillögum okkar þá er ekki verið að rýra eignastöðu borgarinnar heldur auka eignastöðuna um 70 milljarða. Þessa eign viljum við í framhaldi nýta til að takka mesta stinginn úr kreppunni sem geisar í fjármálum borgarinnar og búa til ný störf. Að sem eftir verður þá af sölu eigna í Vatnsmýrinni verði notað til að greiða niður skuldir.

Með öðrum orðum, með þessari skipulagsbreytingu þá eignast Reykjavíkurborg 70 milljarða.

* Lán og vaxtakjör.Með þessu tali um 9% vexti Seðlabankans ert þú væntanlega að vísa til vaxtaálags bankans og almennum markaði. Þessi vaxtaumræða hefur ekkert með það mál að gera sem ég kynnti í ofangreindum pistli. Að ræða um 9% vexti á lánum til Seðlabankans hefur ekkert með raunveruleikann á Íslandi að gera því það er engin að taka lán á þessum kjörum. Lánin sem Seðlabankinn er að taka eru lánin frá AGS. Þau lán eru á um 5% til 5,55% vöxtum.

Þú spyrð hvort ég haldi að borgin geti staðir undir því að teygja sig í um 24 milljarða af þeim 70 sem verða til þegar Vatnsmýrinni verður breytt í svæði undir miðborgarbyggð. Svarið liggur í augum uppi. Þú reiknar úr vaxtakostnaðinn og heldur eftir af þessum 24 milljörðum nægjanlega miklu til að geta borðað vextina. Þetta verður rekið sem sér verkefni sem mun ekki íþyngja borginni fjárhagslega heldur leggja borginni til fé.

* Og aftur um AGS. Ég ítreka það sem ég segi hér að ofan, í þeim áætlunum sem menn gera á hverjum tíma þá verða menn að leggja til grundvallar þau gögn sem Seðlabankinn og ríkið kynna sem framtíðarhorfur. Vissulega er hægt að hafa á þeim framtíðarhorfum ákveðna varnagla en það eru samt þau gögn sem menn verða að ganga út frá ætil menn sér á annað borð að gera einhver plön inn í framtíðina.

Gangi plön Seðlabankans og ríkisins eftir þá og tekjur Reykjavíkur aukast um 10% á ári frá og með árinu í ár vegna sölu eigna / lóða í Vatnsmýrinni þá líkur kreppunni í Reykjavík um leið og tekin er ákvörðum um að fella flugvöllinn út af aðalskipulaginu og setja þar niður miðborgarbyggð.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.5.2010 kl. 13:53

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Einar

Varðandi þetta með mannfjöldaþróunina þá er það rétt hjá þér að hér fækkaði á árinu 2009. Sjá frétt þar um á vef Hagstofunnar. http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=5016. Mest fækkaði í fyrra á Austurlandi og Vesturlandi. Þaðan flutti mikið af fólki til útlanda. Í sömu frétt kemur líka fram að í fyrra fjölgaði fólki á Höfuðborgarsvæðinu eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni á vef Hagstofunnar.

Það er það sem hefur setið í kollinum á mér, fjölgunin hér á Höfuðborgarsvæðinu, þegar ég skrifaði þetta. Eins er vitað að flestir þeir sem hafa flutt frá Íslandi hafa flust til Póllands og landa austur Evrópu. Farandverkafólkið var að flytja heim. Mannfjöldi 1. jan. 2010 var 317.630. Mannfjöldi 1. jan. 2008 var 315.459, mannfjöldinn var 1. jan 2007 var 307.672 þannig að við þurfum ekki að örvænta. Á síðustu þrem árum, 2007, 2008, 2009 hefur fjölgað hér um 10.000 manns.

Eftir stendur það líka að um 10.000 Íslendingar hafa haldið upp á 25 ára afmælið sitt frá því fasteignamarkaðurinn fraus haustið 2007 og 24.000 Íslendingar munu hafa haldið upp á 25 ára afmælið sitt áður en því er spáð að aftur skapist þörf á nýjum íbúðum.

Bankamenn vilja meina að um 3.000 ókláraðar íbúðir séu í smíðum á Höfuðborgarsvæðinu.

Sveinafélag trésmiða óku um öll nýjustu hverfi borgarinnar og töldu bara íbúðir í þeim húsum sem byrjað var á að byggja. Smiðirnir segja þær vera rúmlega 900. Þeir töldu ekki lóðir sem ekkert var byrjað á með í sínum tölum.

Það er því ljóst að mikið verkefni liggur fyrir þegar fasteignamarkaðurinn fer aftur í gang og við þurfum að byggja yfir stærstu árganga Íslandssögunar sem eru þessi árin að koma út á fasteignamarkaðinn.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.5.2010 kl. 14:28

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrur ábendinguna, og hlekkinn.

Ef maður virkjar eftirfarandi hlekk: Sveitarfélög og fer síðan í

Mannfjöldi eftir kyni, aldri og sveitarfélögum 1998-2010 - Sveitarfélagaskipan 1. janúar 2010

Síðan vel ég eftirfarandi hnit: Reykjavík - alls - ár - alls.

Þá getur maður fengið íbúatölu Rvk. eftir árum. 

Skv.:

2000      2001     2002        2003      2004      2005      2006      2007      2008       2009 

109.887, 111.544, 112.411, 112.554, 113.288, 113.848, 114.968, 116.642, 118.827, 119.547

2010

118.326

Skv. þessu er fækkun hafin í Reykjavík.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2010 kl. 18:09

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Þegar við horfum til hagsmuna Reykjavíkur í nútíð og framtíð þá hljótum við að gera að út frá þeim forsendum sem þær ríkisstofnanir sem um efnahagsmál fjalla gefa okkur."

------------------------

Ég verð að vera ósammála þér, með þetta. Þ.s. efnahagur Rvk. er mjög háður framgangi efnahagslífsins.

Það þíðir, að ef kreppanheldur áfram í landinu, heldur hún einnig áfram í Rvk.

Þá, skerðast tekjur Rvk.

Þá eykst atvinnuleysi í Rvk.

Þá aukast einnig félagsleg vandamál í Rvk.

Þó svo borgarstjórn ráði engu beint um efnahagsmál, þá fullyrði ég - að efnahagsmál skipti öllu máli, þegar kemur að því, að meta hvaða stefnu borgarstjórn ber að fylgja.

-------------------------

"Með þessum tillögum okkar þá er ekki verið að rýra eignastöðu borgarinnar heldur auka eignastöðuna um 70 milljarða."

-------------------------------

Ekki líta framhjá því, að þó svo þetta sé hvergi skráð í bókhaldinu, þá vita bankar alveg af því, að Rvk. á þetta land, - svo þú getur alveg treyst því, að einhvers staðar er reiknað með þeirri eign.

Hún er þá í reynd hugsanlegur varasjóður, til að grípa til einhvern tíma, þegar hentar. Ef, metið er, að hagur af flugvellinum sé minni en hagur af því að gera e-h annað við þetta land.

Ef þú eyðir þeim sjóði, áður en hann er nýttur, þá ertu að sjálfsögðu að ríra eignir borgarinnar.

Við skulum, hætta hókus pókus hagfræði.

En, það má ekki heldur líta framhjá, að Rvk. hefur tekjur af flugvellinum, þ.e. atvinnustarfseminni þar, umferð ferðamanna o.s.frv. 

Ég hef ekki skoðað, hvaða upphæðir er um að ræða. En, ef þú ætlar að afnema flugvöllinn, þá þarf að hafa þær upphæði í huga.

Að auki, kostar sú uppbygging, sem væntanlega þið eruð að íhuga, nokkurn pening. Og, þá kemur aftur málið með hagkerfið, því í ástandi hagvaxtar, er mikið auðveldara að fá aðila, að slíku verki. Aðilar, einnig viljugari að lána, þegar tilvist eftirspurnar er ljós.

----------------------------

"Lánin sem Seðlabankinn er að taka eru lánin frá AGS. Þau lán eru á um 5% til 5,55% vöxtum."

----------------------------

Nú ertu kominn í tómt tjón, þvi ég var að bregðast við ummælum þínum, um lántöku Reykjavíkurborgar - en ekki ríkisins hjá AGS.

Að auki, kemur lántaka ríkisin hjá AGS ekki planlögðum lántökum ríkisin, á alþjóða fjármálamörkuðum. EN, þar ríkja mjög óhagstæð vaxtakjör þessa dagana, mun óhagstæðari en lán AGS.

Lán AGS, er ekki heldur ætlað, til nokkurra fjárfestinga verkefna hérlendis.

Þau fjárfestingar verkenfni, á öll að fjármagna - ekki með AGS lánum - heldur miklu mun óhagstlðari lánum, tekin á alþjóða lánamarkaði.  þess vegna, eru aðstæður á alþjóða lánamörkuðum, mjög relevant þegar við erum að ræða, líkur á hagvexti hér.

Því AGS planið, stendur ekki og fellur með AGS lánunum eða lánunum frá norðurlödunum, heldur með lánunum sem ríkið - OR og LV, ætla sér að sækja á alþjóða lánamarkaði. En, þangað á að sækja fjármögnun, orkuverkefna OR og LV. Að auki, ætlar ríkið, að endurfjármagna, nokkur skammtíma lán sem eru á óhagstæðum kjörum, og þannig lækka vaxtagreiðslur ríkisins.

En, þ.s. ég var að benda þér á, þ.s. við vorum að ræða um lántöku Rvk. var ábending þín, um að Rvk. myndi taka bankalán hérlendis.

Þá eru vaxtakjör hérlendis relevant, þ.e. 9% + vaxtamunur sem bankarnir þurfa.

En, Rvk. að sjálfsögðu hefur angan aðgang að lánum AGS á 5,5% vöxtum, einungis möguleikana - lán á erlendum lánamörkuðum á töluvert hærri vöxtum en 5,5% eða innlend bankalán á 9% + vaxtamunir bankanna.

Ég virkilega hélt þetta væri auðskiljanlegt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2010 kl. 19:28

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Það er því ljóst að mikið verkefni liggur fyrir þegar fasteignamarkaðurinn fer aftur í gang og við þurfum að byggja yfir stærstu árganga Íslandssögunar sem eru þessi árin að koma út á fasteignamarkaðinn."

---------------------------------------------

Þegar hann fer í gang, einhverntíma, þá er einnig betra, mun betra, fyrir borgina, að eiga enn allt það fé inni, sem hægt er að fá fyrir landið.

Ég er almennt á móti, að eyða peningum áður en þeirra er aflað. 

Getur verið mjög varasamt, sérstaklega þegar þú veist í raun og veru ekki, hvenær þú færð innkomuna á móti sem þú hefur væntingar um.

Þetta er gambl.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2010 kl. 19:33

10 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Einar

Ég er búinn að missa þráðinn í þessari umræðu, ég er hættur að skilja hana.

Eitt: Tekjur borgarinnar af flugvellinum eru í dag nánast engar. Borgin fær jú fasteignagjöld af þeim fáu mannvirkjum sem þar eru og sjálfsagt einhverjar tekjur af útsvari þeirra fáu starfsmanna sem þar vinna og eru búsettir í Reykjavík. Þá má nefna að Flugfélag Íslands er t.d. skráð á Akureyri.

Tekjurnar hins vegar sem borgin mun hafa af þessu svæði bara í fasteignagjöld þegar þar býr t.d. 60.000 manns í 25.000 íbúðum plús fasteignagjöld af atvinnuhúsnæðinu, þær tekjur verða þrem ef ekki fjórum núllum hærri en tekjurnar sem borgin er að fá i dag fyrir þetta land. Það eru ekki greidd fasteignagjöld af flugbrautir og nauðsynlegum öryggissvæðum og borgin hefur aldrei rukkað krónu í leigu fyrir að leggja þetta land sitt undir flugbrautir. Tekjur borgarinnar í dag af Vatnsmýrinni eru mjög takmarkaðar.

Það sem við í Reykjavíkurframboðinu viljum gera er einfalt:

Nýtt framboð, Reykjavíkurframboðið, vill í mesta samdrætti og kreppu frá lýðsveldisstofnun standa vörð um grunnþjónustu borgarinnar og skapa hér ný störf með því að selja eignir.

Eignirnar sem við viljum selja eru lóðirnar í Vatnsmýrinni.

Ef við breytum aðalskipulagi borgarinnar nú í sumar og skilgreinum Vatnsmýrina sem miðborgarbyggð, við það að þetta nýja aðalskipulag öðlast gildi þá eykst verðmæti Vatnsmýrarinnar úr því að vera ekki neitt í það að vera a.m.k 70 milljarðar. Því meira byggingarmagn, því hærra er verðmatið.

Í þessi verðmæti sem liggja í dag undir flugbrautum viljum við nýta til að koma í veg fyrir að við þurfum að skera niður grunnþjónustuna og hækka skatta og gjöld á borgarbúa.

Fyrir utan það að þessi lausn leysir bráðasta vandann í fjárhagsáætlun borgarinnar næstu þrjú árin þá er hrundið í framkvæmd einn mikilvægustu framkvæmd sem hægt er að fara í á Íslandi.

Framkvæmd sem mun stuðla að því að hingað munu sækja miljónir ferðamanna á komandi árum til að skoða eina glæsilegustu og nýjustu miðborg í Evrópu.

Það mikilvægasta af öllu er þá að við getum í framtíðinni boðið ungum Íslendingum upp á samskonar búsetu og er vinsælust í öllum borgum heims, það er að búa í miðborg.

Slíka miðborg eigum við Íslendingar ekki. Slíka miðborg er hvergi hægt að byggja nema sem hluti af núverandi miðbæ í Kvosinni. Slíka miðborg er hægt að byggja í Vatnsmýrinni.

Endum samdráttinn í fjármálum borgarinnar með því að selja lóðir í Vatnsmýrinni og byggjum þar miðborg fyrir komandi kynslóðir.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.5.2010 kl. 16:12

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er alveg ótrúleg röksemdafærsla.

Sjá bloggfærslu um málið. Hún verður kominn á vefinn um hádegi 3. jan.

  • Þú talar alveg eins og ríkisstjórnin - þ.e. gefur þér forsendur, sem allt stendur og fellur með.

Í þínu tilviki, gefur þú þér - eins og ríkisstjórnin reyndar líka einnig - að hagvöxtur fari af stað.

Þó er ég búinn að skýra út fyrir þér, að planið um hagvöxt, hafi mjög alvarlega akkílesarhæl - sem er fjármögnun framkvæmda, sem ekki er enn frágengin, og augljóslega verður mjög próblematísk, vegna ástands á erlendum lánamörkuðum.

Án þeirra framkvæmda, verður sá hagvöxtur ekki.

  • En, að auki, gefur þú þér að - eftirspurn eftir því landi, sem þíð viljið veðsetja og þar með hækka vaxtagjöld borgarinnar muni koma til, og sala á landinu borga upp þær skuldir sem þið ætlið ykkur að leggja á borgina.

En, ég hef bent þér á, að ef ekki verður af þeim hagvexti sem væntingar eru um, þá verður ekki heldur af þeirri eftirspurn, sem þú gerir þér væntingar um.

En, fólk kúkar ekki peningum, þannig að ef kreppan heldur áfram, - ég benti þér á að 2010 er fyrsta ár samdráttar í fólksfj. í Reykavík og þ.e. bara byrjunin ef kreppan heldur áfram - þá verður mjög sennilega ekki af þeirri eftirspurn, sem þið reiknið með.

Þið virðist, af einhverri dularfullri ástæðu, halda að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði, sé ekki háð hagþróun. Þ.e. alveg ný hagfræðikenning. En, allar athuganir fyrri ára og áratuga, sýna fram á á að eftirspurn eftir byggingarlandi - eftir lóðum - eftir húsnæði --fer mjög mikið eftir hagsveiflum.

---------------------------

Vertu blessaður í bili.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.5.2010 kl. 02:40

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Einar

Ætlast þú til að ég, ríkisstjórnin og allt samfélagið hættum að trúa áætlunum og hagvísum AGS, Fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans af því að þú ert "búinn að útskýra" að allar áætlanir sem hér er verið að setja gang þær munu ekki ganga eftir?

Frá hruni haustið 2008 hafa efasemdamenn verið að spá nýrri kreppu og að "kreppan sé rétt að byrja". Ekkert af þessum spám hafa gengið eftir. Kannski einmitt vegna þessarar gagnrýni og ábendinga efasemdamanna hefur stjórnvöldum um allan heim tekist að vinda ofan af kreppunni. Hagvöxtur á fyrstu 3 mánuðum þessa árs í Bandaríkjunum var 3,2%.

Allt bendir því til þess að þjóðum heims muni takast að snúa sig út úr þessari kreppu. Allt bendir því til þess að áætlanir AGS og fjármálaráðuneytisins munu að stórum hluta ganga eftir.

Að gera ráð fyrir öðru en áframhaldandi bata nú þegar allt er komið á fullan sving um allan heim, það væri rangt mat á núverandi stöðu. Það væri eins og gera ráð fyrir að sólin komi ekki upp á morgun og gera ráðstafanir og taka ákvarðanir út frá því.

Það vil ég ekki gera, ég trúi því að sólin munu koma upp á morgun og við í byggingageiranum höfum síðustu 10 ár búið okkur undir það að byggja húsnæði yfir þessa stóru árganga sem eru að koma inn á fasteignamarkaðinn á áratugnum 2010 til 2020.

Að gera ráð fyrir stórfelldum brottflutningi fólks frá landinu á næstu árum er óraunhæf bölsýni.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.5.2010 kl. 12:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband