Reykjavíkurframboðið, stofnfundur í kvöld um nýtt óháð framboð um hagsmuni Reykvíkinga.

Í kvöld, 27. apríl, kl. 20.00 í Iðnó, 2. hæð heldur Reykjavíkurframboðið stofnfund þar sem tekin verður ákvörðun um nýtt framboð til Borgarstjórnarkosninganna í vor. Allt áhugafólk um borgarmálin er velkomið. 

Mættu í Iðnó í kvöld og vertu með í því að takta eitt af þeim skrefum sem við verðum að taka hér í borginni til að geta byggt hér aftur upp á ný úr öskurústunum fjórflokksins.

Að stofna nýtt framboð, óháð fjórflokknum, hagsmunum hans og klíkum hans er eitt af þeim skrefum sem við verðum að stíga. 

Nú þarf að moka og hreinsa til. Það er ekki bara undir Eyjafjöllunum þar sem þarf nú í vor að moka burt öskunni svo hægt verði að byggja upp á ný.

Í þetta verkefni hefur fjórflokkurinn, laskaður eftir hrunið og sannleiksskýrsluna enga burði.

Nú er komið að borgarbúum að gera það sem þarf að gera í borginni.

Nú er komið að þér.

Mættu í kvöld í Iðnó, skráðu þig sem stofnfélaga og vertu með.

Við erum að leita að fólki í framboð og fólki til að móta nýja framtíð í Reykjavík þar sem hagsmunir Reykvíkinga, ekki annarra, eru látnir ráða för.

Reykjavíkurframboðið augl apr 2010

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þá hugnast mér þetta framboð betur : http://xf.is/frettir/nr/101813/ 

Haraldur Baldursson, 27.4.2010 kl. 18:00

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Haraldi.

Sigurður Þórðarson, 27.4.2010 kl. 20:20

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég vil að :
1. Höfuðborgarsvæðið verði 1 sveitarfélag.
2. Borgarstjóri verði ráðinn á faglegum nótum.
3. Hverfaráð stjórni innri málefnum sinna hverfa
4. 30 manna borgarstjórn verði kosið persónukosningu og eigi allir þessir fulltrúar      jafna aðkomu að pólitískri stefnumörkun. Meirihlutar geti skapast þvert á hin ýmsu pólitísku stefnumál en ekki verði um meirihluta og minnihluta.
5. Borgarfulltrúar komi ekki að daglegum rekstri eða stjórn borgarinnar eða fyrirtækja hennar. Varaborgarfulltrúar verði ekki á launum.
6. Tekið verði á skipulagsstjórn borgarinnar þannig að eigendur lóða hafi ekkert með skipulagsvinnuna að segja. Mótað verði samræmd stefna um framtíðarskipulag og borið undir samþykki hverfaþinga. Ef t.d hús brennur þá sé til samþykkt skipulag um hvernig hús sé reist í staðinn.
7. Við sameiningu stór-Reykjavíkursvæðisins, skapast tækifæri til að flytja flugvöllinn út á Álftanes og bæta samgöngur með gerð vegar sem lægi með sjónum frá Grafarvogi suður til Hafnarfjarðar með hábrú yfir Grafarvog og úr Selsvör yfir á Alftanes 
8. Engin Samgöngumiðstöð rísi  við Öskjuhlíð, henni verði fundinn staður í Mjódd með framtíðar raflestartengingum við Keflavík og Flugvöllinn á Álftanesi
9. Hætt verði við byggingu Sjúkrahússins við Hringbraut og því fundinn nýr staður meir miðsvæðis. Mjóddin kemur aftur til greina

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.4.2010 kl. 23:55

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Margt gott hjá þér Jóhannes...mjög gott.

Haraldur Baldursson, 28.4.2010 kl. 00:24

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála Haraldi með xf en ég hef ekki kosningarrétt í Reykjavík því miður, og ég vil líka hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni um ókomna tíð...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2010 kl. 01:35

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Flugvöllurinn er ekki eingöngu mál reykvíkinga. Safnist nægar undrirskriftir 10-15% á landsvísu má færa þetta mál til þjóðaratkvæðis.

Haraldur Baldursson, 28.4.2010 kl. 08:11

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Haraldur

Flugvellir eru um allt land og mörg sveitarfélög tilbúin að hýsa þá starfsemi sem tengist innanaldsfluginu. Af hverju er Akureyri eða Egilsstaðir ekki gerðir að miðstöð innanlandsflugsins? Þar eru ágætis aðstaða og flughlöð þar sem þessar flugvélar geta staðið þegar þær eru ekki á flugi.

Það er hins vegar bara í Vatnsmýrinni þar sem hægt er að byggja nýja miðborg sem getur staðið undir nafni og keppt við miðborgir Oslóar, Stokkhólms og Kaupmannahafnar. Um hundrað tillögur færustu hönnuða heims að slíkri miðborgarbyggð komu fram þegar haldin var samkeppni var um skipulag í Vatnsmýrinni fyrir tveim árum. Við eigum að velja eina af þessum tillögum að byggja Vatnsmýrina samkvæmt henni.

Við þurfum að bjóða Íslendingum sömu valkosti og aðrar höfuðborgir. Miðborgarbyggð á að vera valkostur hér á Íslandi eins og annar staðar fyrir það fólk og þau fyrirtæki sem vilja í miðborgarumhverfi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.4.2010 kl. 11:12

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Haraldur

Löggjafarvaldið og forsetaembættið hafa ekkert með skipulagsmál sveitarfélaga að gera. Samkvæmt lögum eru skipulagsmál á forræði sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa það vald að ákveða hvar má byggja íbúðir, hesthús, hafnir og flugvelli. Alþingi og forsetinn hafa ekkert með slík mál að gera.

Vandséð er hvernig forsetaembættið og þjóðaratkvæðagreiðsla geta haft áhrif að skipulagsmál í sveitarfélögum landsins eins og lögum er nú háttað.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.4.2010 kl. 11:21

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhannes

Ég er sammála Haraldi, það er margt mjög gott í þessu hjá þér.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.4.2010 kl. 11:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband