Sómi Íslands, sverð og skjöldur

Eru þau orð sem mér eru efst í huga eftir lestur þessarar fréttar.

IMG_0048Óþreytandi hefur forsetinn verið að verja málstað okkar Íslendinga og aðdáunarvert er hvað hann hefur gert það vel. Af þekkingu, kurteisi, fagmennsku og um leið mikilli festu.

Forsetinn hefur staðið sig með sértökum sóma í fyrri hálfleik þessa leiks. Nú er hálfleikur og eftir okkar síðustu útspil er staðan orðin jöfn. Nú þarf þjóðin að sækja fram, hrinda af höndum sér þessum ósanngjörnu kröfum og vinna fullan sigur í þessu máli.

Vonandi að forsetinn taki áfram þátt í þessari baráttu með þjóðinni af jafn miklum krafti og hann hefur gert hingað til.

Forsetinn hefur undanfarið staðið sig gríðarlega vel og alveg sama hvar í flokki menn standa þá á forsetinn skilið það sem hann á, þegar hann eins og aðrir er að standa sig frábærlega.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.


mbl.is Segir Norðurlöndin hafa beitt Ísland þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2010 kl. 18:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband