Sex ástæður þess að halda á þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Fyrir mér er það alveg skýrt að við eigum og verðum að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu þó svo framkvæmdavaldið sé í einhverjum viðræðum um málið við Breta og Hollendinga. Fyrir þessari þjóðaratkvæðagreiðslu eru sex góðar ástæður.

IMG_0046Í fyrsta lagi þá eru Icesave-2 lögin í fullu gildi. Þau tóku gildi þó svo forsetinn synjaði þeim staðfestingar. Þessi lög á eftir að fella úr gildi.

Í öðru lagi þá á samkvæmt stjórnarskrá þau lög sem forsetinn synjar staðfestingar að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Að stela þeim rétti frá þjóðinni eins og gert var með fjölmiðlalögin er glæpur gegn stjórnarskránni. Við sjáum líka hvernig þjóðin tók á þeim forystumönnum sem það gerðu.

Í þriðja lagi er umrætt samningsuppkast Breta og Hollendinga sem forsætisráðherra segir að muni spara þjóðinni 70 milljarða króna, sá samningur er á engan hátt ásættanlegur. Samkvæmt útreikningum Dr. Jóns Daníelssonar hagfræðings þá kostar Icesave-2 þjóðina 507 milljarða króna með vöxtum. Verði þróun breytilegra vaxta okkur óhagstæð þá gæti þessi 70 milljarða “sparnaður” horfið eins og dögg fyrir sólu. Þessi 70 milljarða sparnaður er ekki í hendi. Þetta eru getspár hjá forsætisráðherra, ekki staðreyndir.

Í fjórða lagi þá mun þessi þjóðaratkvæðagreiðsla breyta hinnu pólitíska landslagi. Flokkarnir, flokksformennirnir og ráðherrarnir munu missa mikil völd verði fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá lýðveldisstofnun haldin. Völd Alþingis og völd forsetans munu að sama skapi aukast. Framkvæmdavaldið mun hér eftir ekki geta leyft sér að fara fram með þeim fautaskap og það hefur oft gert þegar það nánast með ofbeldi keyrir mál í gegnum þingið. Nú verður hægt að stoppa slík mál og stöðva slíka málsmeðferð með því að búið er að virkja að fullu málskotsrétt forsetaembættisins, þjóðinni og lýðræðinu í landinu til hagsbóta.

Eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu mun ekkert verða það sama og áður í Íslenskri pólitík.

Í fimmta lagi þá hefur ríkisstjórnin ekki umboð til að semja við Breta og Hollendinga á svipuðum eða sömu nótum og núverandi Icesave samningur er, felli þjóðin samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það verður að koma nýr og mikið breyttur samningur fyrir þing og þjóð ætli menn á annað borð að semja áfram um þetta mál.

Í sjötta lagi þá eigum við Íslendingar að venda okkar kvæði í kross í þessu máli og gera orð forstjóra Norska Innlánstryggingarsjóðsins að okkar þegar hann segir að engin ríkisábyrgð sé á innistæðum í norskum bönkum. Bretar og Hollendingar eiga að fá það sem út úr þrotabúi Landsbankans kemur. Ekki króna á að falla á Íslenska skattgreiðendur vegna þessa máls.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum. 

 

 


mbl.is Frestun kosningarinnar ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu,,,,eitt skil ég ekki..........................EF þau mundu semja upp á nýtt, mundi forsetinn þá ekki þurfa að samþykkja þann samning, eins og þennan síðasta sem hann ákvað að senda í þjóðaratkvæðagreiðslu???? Mér finnst þetta allt orðið svo sick að manni er hreinlega flökurt! Vonandi mætir þorri þjóðarinnar og X-ar við NEI ! Guð blessi Ísland

anna (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:22

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gott mál.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.3.2010 kl. 22:42

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Anna

Mikið rétt, forsetinn þarf að samþykkja eða synja nýjum lögum um nýjan samning.

Þess vegna þarf fyrst að fella þann samning sem nú er í gildi áður en ætt er af stað í og skrifað undir nýjan samning.

Þess vegna verður nýr samingur að vera mikið breyttur og betri en núverandi samningur eigi þjóðin og forsetinn að samþykkja hann.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.3.2010 kl. 22:48

4 identicon

Mjög gott. Það eru til ágæt lög um Tryggingasjóð Innistæðueigenda sem kveða á um í hvaða farveg þetta mál þarf að fara, þ.e. að kröfurnar fari í þrotabúið fyrst, þá Tryggingasjóðinn ef eitthvað stendur út af. Hvergi er fjallað um að þjóðin þurfi að gerast milliliður eða taka ábyrgð á þroti einkafyrirtækis.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 23:40

5 identicon

Sæll Friðrik

Mér líkar vel hvað þú ert vakandi og duglegur að benda á góða hluti í landsmálunum.

Ég hef ekki skilið hversvegna forstætisráðherra talar niður þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það er augljóst að eftir atkvæðagreiðsluna og stórt nei frá þjóðinni verður málstaðurinn mun sterkari. Þessvegna er alveg bráðnauðsynlegt að þjóðin fái að fella þessi lög. Og vonandi verður kjörsóknin góð svo þetta verði afgerandi svar. Það er greinilega mjög vaxandi samúð hér í Noregi og líka í Bretlandi með málstað Íslands. Ég tel að það hafi verið mistök að fara í samningaviðrður á undan þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Kristján Baldursson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 08:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband