Mesta fjölmiðlaathygli sem Ísland hefur fengið frá leiðtogafundinum í Höfða?

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave er að vekja vaxandi athygli um allan heim og umræðan fer hratt vaxandi og er þegar byrjuð að kveikja elda.  

IMG_0045Almenningur erlendis túlkar nei Íslensku þjóðarinnar sem nei við því að íslenskir bændur og sjómenn eigi að bera tjón þeirra sem töpuðu fé í bankahruninu. Þetta sé nei við því að ríkið hlutist til um það að flytja fjármuni frá daglaunafólki til fjármagnseigenda. Nei við því að ríkistjórnin hagi sér eins og andhverfan við Hróa Hött. Hrói Höttur tók frá þeim ríku og gaf þeim fátækum. Ríkisstjórnir um allan heim hafa verið að gera þveröfugt. Þær hafa verið að taka fé frá þeim fátæku/ launafólki/ skattgreiðendum og gefa hinum ríku/ fjármagnseigendum.

Vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Íslandi er launafólk um allan heim byrjað að spyrja, af hverju er verið að taka fé af mér og það sett í hendurnar á fjármagnseigendum? Af hverju á ég að borga þessu fólki af laununum mínum? Af hverju fara þessir skattpeningar mínir ekki frekar í að reka spítalana eða að lækka skattarna mína?

Vissulega sé það leitt að fólk hafi tapað fé sem það geymdi í þeim bönkum sem fóru í gjaldþrot en er það vandamál venjulegs daglaunafólks? Af hverju er það daglaunafólks að bæta fjármagnseigendum þetta tap þeirra?

Með hvaða rétt eru stjórnvöld að taka hluta af launum venjulegs daglaunafólks til að láta fjármagnseigendur fá?

Af hverju eiga fjármagnseigendur rétt á að fá hluta af launum daglaunafólks tapi fjármagnseigendur fjármunum í bankagjaldþroti?

Þetta eru spurningarnar sem fólk um allan heim er að spyrja sig og horfir til Íslands þar sem þjóðin rís upp gegn þessari kúgun fjármagnseigenda, bankastofnana og ríkistjórna.

Það að Íslenska þjóðin skuli rísa upp gegn öllu þessu valdi og segja NEI við ætlum ekki að láta sjómenn og bændur á Íslandi bera ábyrgð á og greiða það fé sem tapaðist í gjaldþroti Landsbankans, þetta nei getur valdið Dómínó áhrifum um allan heim

Vestan hafs eru menn byrjaðir að tala um Ísland sem Ísbrjót, "Icebraeker" sem muni brjóta ísinn og hugsanlga valda slíkri keðjuverkun á næstu misserum að bankaheimurinn mun aldrei verða samur eftir.

Það er bara ein leið til að komast að því hvort þetta verði raunin, það er að þjóðin mæti og kjósi eitt stórt NEI á laugardaginn.

Eitt er víst, Ísland mun baða sig sem aldrei fyrr í sviðsljósi fjölmiðla heimsins næstu dagana, berum við gæfu til að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, fjölmenna á kjörstað og kjósa eitt stórt og feitt NEI.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Bretar vilja ræða málin áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Að kalla þessa þjóðaratkvæðagreiðslu "skrípalæti" eins og stjórnvöld með forsætisráðherra í fararbroddi gerir er sorgleg vanvirðing fyrir tilfinningum, reiði og skoðunum fólks, sem kallar sig þjóð.

Sorglegri er þó þessi þeytivinda fram og til baka til Bretlands til að "landa" einhverju betra, svo hægt verði að afturkalla lögin.

Þau eru ekki enn að ná að þessu og það er það sorglegast af öllu.

Friðrik, vona að þú sért þegar búinn að kjósa, það er ég og það er alls ekki að ósekju að fjölmiðlaflöss beinast að eyjunni bláu nú, því þessi þjóðaratkvæðagreiðsla og úrslit hennar, þýðir miklu miklu meira, en  flokkvíst og stéttvíst fólk getur látið sig dreyma um í villtustu draumum.

Hún þýðir allt aðra samningsstöðu, með alla þjóðina að baki, hvar í flokki sem þeir eru.  

Vona að fólk skilji í raun, hversu mikilvæg framkvæmd og fullnusta þessarar fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu þýðir, í sögubókum framtíðar.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.3.2010 kl. 03:08

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Jenný.

Ég kýs á laugadaginn og kýs nei.

Þetta er mjög sérstök staða sem er komin upp, heimsauðvaldið, Breska Samveldið og fyrsta vinstri stjórn Íslands hafa tekið höndum saman og berjast gegn almenningi á Íslandi og forsetanum.

Eins er ótrúlegt ef þetta fólk ætlar að klúðra þessari gríðarlegu athygli sem Ísland er að fá vegna þessara atkvæðagreiðslu með því að mæta afundið og fúlt í öll viðtöl er varða málið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.3.2010 kl. 09:30

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

ég kýs nei á laugadaginn. Ég held að fólk sé flest á móti icesave en það sem ég er mest hræddastur við að það fari að hugsa " það eru svo margir sem kjósa nei ég þarf ekki að fara" en vonum samt að svo verið ekki. Ég held að merking þess að við þjóðinn felli samningana með miklum yfirburðum rosalega mikilvæg skilaboð út á við og myndi styrkja stöðu okkkar. 

Sigurður Sigurðsson, 3.3.2010 kl. 09:51

4 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Ég er löngu búinn að kjósa, af hverju að bíða??

Sævar Guðbjörnsson, 3.3.2010 kl. 10:25

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sævar.

það er bara svo mikil stemming að fara og kjósa á kjördag. Þetta er alltaf hátíðarstund í mínum huga. 

Kosningin á laugardaginn verður ein mikilvægasta kosning sem ég hef tekið þátt í.

Með þessari kosningu þá er þjóðin að fá í hendur mestu lýðræðisumætur sem hún hefur fengið frá lýðveldisstofnun 1944. 

Með þessari kosningu er í fyrsta sinn verið að virkja að fullu málskotsrétt forsetaembættisins. Málskotsrétt sem forsetaembættið er nú í raun að gefa þjóðinni.

Laugardagurinn 6. mars verður hátíðisdagur í hugum margra Íslendinga og ég ætla að setja upp Íslenska fánann, flagga í fulla stöng og fara og kjósa.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.3.2010 kl. 10:59

6 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég lýsi fullkomnu vantrausti á stjórnmálaleiðtoga þessa lands.

Að þeir skuli ekki sjá og skynja þá undiröldu sem er, ekki bara hér á landi, heldur um mestallan heim gerir þá að mínu mati algerlega vanhæfa til að eiga nokkurn hlut að stjórnmálastarfi, hvað þá við að taka að sér stjórn landsmála. Ef þeir hefðu snefil af pólitískri meðvitund þá væru þeir allir sem einn búnir að fylkja sér með þjóðinni og krefjast þess einum rómi að alþjóða samfélagið tæki til gagngerrar endurskoðunnar þær reglur og siðferði sem gilt hafa í viðskiftum til þessa.

Það sem okkar pólitísku herrar ( og frúr ) þurfa að fara að átta sig á að þetta mál er fyrir löngu komið úr íslenskum flokkspólitískum farvegi og snýst orðið um samskipti þjóða og alþjóðlegra fjármálastofnanna. Hvort á að ráða í framtíðinni, hagsmunir fólksins sem byggir löndin eða hagsmunir alþjóðlegra fyrirtækja og  fjármálastofnanna og þá á kostnað almennings ?

Við getum lagt töluvert þungt lóð á vogaskálina á laugardaginn kemur með því að segja hug okkar á afgerandi hátt.

NEI við Icesave

Hjalti Tómasson, 3.3.2010 kl. 11:37

7 identicon

Mikið var að fólk skuli vera farið að vakna til lífsins um hvað þessi atkvæðagreiðsla er mikilvæg fyrir okkur sem þjóð ,ég var farinn að örvænta og farin að halda að fólk ætlaði að fara að láta plata sig eina ferðina enn "guði sé lof að svo fer ekki"

Og vonandi sér þessi vanhæfa ríkisstjórn sóma sinn í að fara frá ef samningurinn verður feldur úr gildi ,sem allar líkur eru á að verði niðurstaðan .

Og nú er áríðandi að allir fari að kjósa á laugardag og láti þetta tækifæri ekki frá sér fara.

Siðan finnst mér kominn tími til að þyngið fari að taka til hendinni hvar í flokki sem menn eru og fara að vinna í því að koma atvinnulífinu í lag áður en allt fer hér á hausinn .

Síðast í dag fór eitt stærsta fyrirtæki í byggingariðnaði á hausinn og einn bankinn er að fara sömu leið ,þetta er skelfilegt.

Þetta icesave mál verður að taka enda og við verðum að láta dómstóla sjá um það mál óhrædd ,enda er ég nokkuð viss um að það verður okkur hagstæðasta lausnin.

Mbk DON PETRO

H Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 00:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband