Þriðjudagur, 2. mars 2010
Mun ríkisstjórnin gefa allt eftir í Icesave eins og jafnan áður?
Nú fjórum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna reynir ríkisstjórnin að ná fram lítillega breyttum samningum við Breta og Hollendinga í Icesave deilunni. Forsætisráðherra hampaði á þingi í gær samningstilboði með smávægilegum vaxtabreytingum frá Icesave-2 samningnum og sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna tilgangslausa.
Á bak við þetta nýja samningstilboð er óbreyttur Icesave-2 samningurinn. Bretar og Hollendingar meiga eftir sem áður ganga að Landsvirkjun, varðskipunum og öðrum eigunum ríkisins dragist greiðslur.
Eina breytingin á þessu nýja tilboðið og Icesave-2 eru tvö vaxtalaus ár en í staðinn eigum við við Íslendingar að taka áhættuna af breytilegum vöxtum á afborgunartímabilinu.
Forsætisráðherra og aðstoðarmenn segjast hafa reiknað út að þetta nýja samningstilboð spari 70 milljarða í vaxtagreiðslur. Dr. Jón Daníelsson hagfræðingur hefur reiknað út að með vöxtum þurfum við Íslendingar að greiða 507 milljarða samþykkjum við Icesave-2. Horft á þessa 507 milljarða og síðan þessa 70 milljarða "lækkun" á vaxtagreiðslum verði þróun breytilegra vaxta okkur hagstæð, þá sjá allir að þetta er enn eitt gamblið. Verði þróun breytilegra vaxta okkur óhagstæð þá getur þessi 70 milljarða "sparnaður" auðveldlega orðið að engu.
Þetta er ekki tilboð sem mark er takandi á.
Þetta er ekki tilboð sem er þess virði að að eiða tíma sínum í að skoða. Þessu á bara að hafna á sama hátt og óbreyttum Icesave-2 samningnum.
Ótrúlegt er að forsætisráðherra skuli reyna að bjóða þjóðinni jafn lélega lausn nú fjórum dögum áður en þjóðin fellir Icesave-2 samninginn.
Felli þjóðin Icesave-2 samningin í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þá hefur stjórnin ekki umboð til að leggja óbreyttan eða lítið breyttan samning á ný fyrir þing og þjóð. Þá verður að koma til gjörbreyttur samningur sem felur það í sér að það falli ekki króna á íslenska skattgreiðendur.
Trúum orðum forstjóra Norska innlánstryggingasjóðsins sem hefur sagt og fullyrt að það er engin ríkisábyrgð á innistæðum í norskum bönkum. Það sama hlýtur að gilda um innistæður í Íslenskum bönkum.
Icesave er ekki og á ekki að vera vandamál íslenskra skattgreiðenda.
Vandamál íslenskra skattgreiðenda er að láta Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J Sigfússon skilja þetta.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
Fundur fyrir hádegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Athugasemdir
Skilja menn ekki að ef ekki fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla þá taka laugin gildi sem ríkisstjórnin var búin að samþykja ,mér sýnist að verið sé að blekkja okkur eina ferðina enn ,væri ekki tímabært að afnema laugin áður en að kosningar verða flautaðar af ?eða ætlar Jóhanna að koma okkur í meira skuldafen en þegar er orðið ?
Mikill er andskotin í öðruveldi þegar hann tekur til sinna ráða .
ÉG get ekki séð að við eigum að bera ábirgð á þessum icesave skuldbindingum mér sýnist á öllu að þeir sjóðir sem áttu að sjá um að allir fengju sitt þegar illa færi ,ég get ekki séð að við eigum að fallast á að setja ríkisábyrgð á skuldir sem við stofnuðum ekki til ,þeir sem það gerðu geta bara séð um það á sama hátt og við verðum að bera ábirgð á okkar skuldbindingum hvað sem tautar og raular.
Mér sýnist að þessi ríkisstjórn ráði ekki við þennan vanda og hún á að fara frá sem fyrst ,ég er sjálfur vinstri maður og er farinn að skammast mín fyrir það .
Allar götur vísa í sömu átt það er aðild að Evrópusambandinu hvað sem það kostar en það má ekki fórna öllu þessu fyrir það eitt að komast í þetta að mínu viti gjörspillta bandalag Evrópuþjóða sem búið var til til að halda friðinn eftir seinna stríð ,enda höfðu þessar þjóðir verið í því að drepa hvora aðra öldum saman og síðast í gömlu Júgóslavíu,ég held að við höfum ekkert þangað að sækja meira en orðið er.
Mbk DON PETRO
Með þeim úldna krataher ,
fólkið stjórnvöld smána ,
samfilkingarrakkarner,
rífa stjórnarskrána.
H
Höskuldur Pétur Jónsson, 2.3.2010 kl. 13:24