Laugardagur, 13. febrúar 2010
Aðal samningamaður Íslands einn af stóru hákörlunum í fjármálaheiminum?
Aðal samningamaður Íslands í væntanlegum samningaviðræðum um Icesave, Lee C. Buchheit, var kynntur í íslenskum fjölmiðlum sem "bandarískur lögmaður". Þessi maður er nú gott betur meira en einhver venjulegur bandarískur lögmaður.
Lee C. Buchheit situr í stjórn Essdar Capital. Essdar Capital er eitt stærsta og öflugasta fjármálafyrirtæki heims. Það er með aðsetur í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstabæmunum. Sjá nánar hér.
Á heimasíðu Essdar Capital er upplýst að eftirfarandi fyrirtæki eru meðal eigenda, sjá hér. Samkvæmt mínum heimildum eru þetta nokkur af stærstu fjármálafyrirtækjum heims.
- Capital Investment LLC (http://www.capitalinvestment.ae/ ) - (sem er risi meðal risa)
- Dubai financial Group LLC (http://dubaiholding.com/)
- Hydra Commercial Investments LLC (http://www.royalgroupuae.com/)
- Mazaya financial Investments LLC
Verkefni Essdar Capital eru á sviði ráðgjafar og fjármögnunar Seðlabanka og ríkisstjórna. Sjá nánar hér.
Aðal samningamaður Íslands í Icesave deilunni við Breta og Hollendinga gegnir m.a. þeirri stöðu í stjórn Essdar Capital að taka þátt í því að velja hverjir fá að setjast í stjórn Essdar Capital.
Hinn aðal samningamaður Íslands í væntanlegum viðræðum um Icesave er Kanadamaðurinn Don Johnston, fyrrverandi forstjóri OECD. Kanada er hluti af Breska samveldinu. Elísabet Englandsdrottning er æðsti þjóðhöfðingi Kanada. Don Johnston hefur í störfum sínum þjónað Kanada af trúfestu og þar með Bresku drottningunni. Gleymum ekki hinum gríðarlegu völdum bresku drottningarinnar. "The Royal Army" og hver einast hermaður í þeim her, heyrir persónulega beint undir drottninguna.
Íslenska samninganefndin sem heldur nú til fundar við Breta og Hollendinga eftir helgi er leidd af einum af stóru hákörlunum í fjármálaheiminum og manni sem þjónað hefur vinstri hendi bresku drottningarinnar um árabil.
Eru þetta réttu mennirnir sem við Íslendingar eigum að trúa fyrir hagsmunum okkar í samningum við Breta og Hollendinga um Icesave?
Eru þessir menn skipaðir í þessa samninganefnd til að koma vitinu fyrir Breta og Hollendinga eða forystumenn stjórnarandstöðunnar á Íslandi?
Eins og ég hef margoft bent á hér á þessari síðu þá vil ég að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Við fellum Icesave lögin með sóma. Síðan hættum við að ræða þetta Icesave mál. Vilji Bretar og Hollendingar samt halda sínum kröfum til streitu að bændur og sjómenn á Íslandi verði dregnir til ábyrgðar og látnir borga það sem tapaðist á þessum Icesave reikningum vegna gjaldþrots Landsbankans þá eigum við að láta Breta og Hollendinga óska eftir þeim viðræðum.
Þær viðræður á þá að halda á Íslandi og þá á fyrst að semja um bætur fyrir það tjón sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og lýstu því yfir að Ísland væri gjaldþrota. Þegar búið er að semja um það tjón, þá má fara að ræða Icesave, ekki fyrr.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt þessu Friðrik þá trúir þú að fall Lehman banka og aðgerðir Gordons Brown hafi fellt íslenska bankakerfið? Þvílík einfeldni!!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2010 kl. 15:20
Mér sýnist Friðrik vera að benda á þá staðreynd að það fari tveir menn frá Breska Heimsveldinu fyrir samninganefnd Íslands við Breska Heimsveldið
Það er auðvitað dásamlegur endir á þessum brandara
Njáll Harðarson, 13.2.2010 kl. 15:57
Jóhannes skilur greinilega ekki, að Friðrik er að fjalla um hagsmuni Íslands í þeirri stöðu sem við erum í núna. Friðrik er raunar bara að ræða um Icesave og hans hugmynd er sú eina rétta.
Upplýsingar þínar Jóhannes um þá Buchheit og Johnston eru áhugaverðar, en ég efast ekki um heilindi þeirra. Með þeim ættu að vera Alain Lipietz og Mike Stubbs hjá Mischon de Reya.
Hvernig við komumst í þessa stöðu er allt annað umræðuefni og Lehman og Brown hafa svo sannarlega mikið með málið að gera.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.2.2010 kl. 16:10
Sæll Jóhannes
Gleymum því ekki að Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþing stærsta lán Íslandssögunnar, 500 milljónir evra, tveim dögum áður en Bretar felldu bankann með því að setja á hann hryðjuverkalög.
Þetta lán var veitt vegna þess að menn trúðu því að Kaupþing myndi ekki falla. Þessar vonir urðu að engu og þetta fé tapaðist allt þegar Bretar settu hryðjuverkalög ekki bara á Kaupþing og Landsbankann heldur líka Seðlabanka Íslands og Íslenska fjármálaráðuneytið og frystu þar með gull- og gjaldeyrisforða íslenska ríkisins inni í Bretlandi en hann hefur verið geymdur um árabil í J.P. Morgan bankanum í London
Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.2.2010 kl. 16:17
Það þarf að skipta þessum aðla út strax.
Erlingur Þorsteinsson, 13.2.2010 kl. 16:28
Sæll Loftur
Ég er sammála þér. Sérstaklega held ég að Alain Lipietz mundi hafa reynst hagsmunum Íslands vel. Grein hans í Morgunblaðinu hér um daginn var hreint frábær.
Sjá grein Lipietz hér
Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.2.2010 kl. 16:41
Friðrik, ég er með greinina eftir Alain Lipietz á blogginu mínu ásamt greiningu:
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/1017542/
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.2.2010 kl. 17:05
Þú spilar leikinn á þeim velli þar sem þú stendur sterkar fyrir. Þannig virkar það í samningamálum. Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar ekki verið að spila hann við samningaborðið heldur búa þeir til pressuna utan samningaherbergisins, þ.e. í gegnum IMF, í gegnum matsfyrirtækin o.þ.h. og valda þannig gríðarlegu tjóni á íslensku fjármálalífi. Tíminn tikkar við þær aðstæður og setur pressuna alla á okkur. Það vita þeir. Það dregur okkur að borðinu. Þeir bara bíða í rólegheitum þangað til við viljum koma enda skipta þessar upphæðir þá engu máli. Það eina sem skiptir þá máli er að það prinsipp að 20 þús. Evrur séu tryggðar á evrópskum bankareikningum haldi. Þess vegna neita þeir líka að fara með málið fyrir dóm. Það skiptir þá engu máli þótt þetta mál dankist næstu 10 árin en hver mánuður skiptir okkur gríðarlegu máli.
Ef við getum mætt inn í herbergið með hákarla eins og þá sem þú nefnir, sem eru nú líklega í þessu fyrir Ísland fyrst og fremst af því þeim finnst það spennandi verkefni að takast á við gömlu nýlendulöndin auk þess sem þeir fá fjölmiðlaumfjöllun út á það, getur mögulega gert það að verkum að deilan færist inn í fundarherbergið sem væri vissulega skref í rétta átt.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.2.2010 kl. 12:36