Föstudagur, 12. febrúar 2010
Af hverju alltaf þessi leynd yfir öllu varðandi Icesave?
Af hverju er alltaf verið að halda sem mestu leyndu fyrir almenningi í þessu Icesave máli? Af hverju vilja menn halda samningsmarkmiðum Íslands leyndum í hugsanlegum nýjum viðræðum? Hverra hagsmuna er verið að gæta með því?
Að stjórnvöld vilji ekki upplýsa hver samningsmarkmið þeirra eru í hugsanlegum nýjum viðræðum um Icesave málið hljómar fyrir mér eins og hver annar barnaskapur. Staðan er fáránleg ef hún er sú að það hefur náðst pólitísk sátt á Íslandi um Icesave en það þurfi að fara með þessa sátt eins og um mannsmorð sé að ræða.
Slík vinnubrögð geta aldrei skilað neinni ásættanlegri niðurstöðu í hugsanlegum samningaviðræðum.
Ef þetta er að ósk Breta og Hollendinga og þeir eru að krefjast þess að "ekkert leki út" um hugsanlegar viðræður og íslensk stjórnvöld hafa samþykkt það að segja ekki frá neinu og "leka engu út", þá eru Bretar og Hollendingar búnir að vinna fyrri hálfleikinn í þessum nýju samningaviðræðum og það áður en þær hafa hafist.
Bretum og Hollendingum hefur þá tekist að sameina alla stjórnmálaflokka á Íslandi um það að gera leynisamning við þá. Leynisamning sem Íslensku þjóðinni verður kannski aldrei sagt frá hvernig raunverulega er. Þjóðin fær kannsi aldrei að sjá öll skjöl samningsins. Út á það ganga leynisamningar ekki satt? Til hvers annars að vera með þessa leynd? Þetta þekkja Bretar og Hollendingar. Þetta eru þeirra ær og kýr og hafa verið undanfarin fimmhundruð ár.
Stjórnvöld virðast ekkert hafa lært. Vinnubrögðin eru þau sömu, að halda áfram að sveipa allt það sem er að gerast í málinu leyndarhjúpi og vilja ekki gefa upp neitt um það hvað er í gang né hvað stendur til að semja um.
Þjóðin á bara að halda kjafti og borga.
Þessi vinnubrögð urðu til þess að nú um áramótin gerði 25% kjósenda uppreisn gegn stjórninni og setti henni stólinn fyrir dyrnar með því að krefjast þess í gegnum forsetaembættið að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Ríkisstjórnin virðist ekkert hafa lært. Sömu vinnubrögð og hafa verið viðhöfð hingað til, þeim er haldið áfram.
Mun þetta enda með þriðju uppreisn almennings gegn ríkisstjórnum Samfylkingarinnar á innan við tveim árum?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
Bað RÚV að birta ekki fréttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Athugasemdir
Það er augljóst Friðrik.
Þeir sem um véluðu í upphafi og komu okkur í þessa stöðu eru upp fyrir haus í spillingu, mútum og sjálftöku ú Icesave
sjóðnum . Íslenskir, Breskir og Hollenskir stjórnmálamenn eru þátttakendur í þjófnaðinum.
Þess vegna er þessi þöggun og moldviðri í gangi. Og auðvitað vilja þeir ekki koma upp um eigin glæpi !
http://www.icelandcrash.com/antisocial-personality.html
http://birgrunar.blog.is/blog/birgrunar/entry/1010314/
http://birgrunar.blog.is/blog/birgrunar/entry/1002774/
Birgir Rúnar Sæmundsson, 12.2.2010 kl. 11:30
Mig grunar að einhverjir hafi farið framúr sér í sambandi við þetta mál.
Hvernig komst fréttin um viðhorf okkar fólks til þessara fyrirhuguðu samningaviðræður okkar við viðsemjendur í Icesavedeilunni til íslenskra fjölmiðla.? ,
Ef fréttin kom ekki frá fjármálaráðherra eða fjármálaráðuneytinu, leituðu fjölmiðlar staðfestingar innan ráðuneyttisins áður en fréttin var birt?
Í RUV í dag er haft eftir fjármálaráðherra okkar að ekki sé : "víst að nýjum viðræðum við viðsemjendur verði komið á eins og stefnt sé að í næstu viku" og líka að "Viðsemjendur séu lítt spenntir að dragast inn í viðræður í fjórða sinn sé hætta á klúðri".
Var þá ekki búið að "koma á " nýjum samræðum við viðsemjendum okkar í næstu viku"?
Hvað meinar ráðherrann með " hætta á klúðri"?
Mér finnst umræður um hugsanlega leynisamninga sem Hollendingar og Bretar kunni að hafa neytt okkar menn til að skrifa undir ekki tímabærar.
Fyrsta mál á dagskrá hlýtur að vera að athuga okkar eigin "vinnubrögð".
Kveðja
======= Myndirnar sem þú birtir á blogginu eru frábærar. Þú ættir að segja okkur meira um þær. Þú átt marga aðdáendur erlendis sem kunna ekki orð í íslensku en tjekka þig annað slagið til að sjá myndirnar þínar.
Agla, 12.2.2010 kl. 12:28
„Samsæri“ er orð sem er allt of lítið notað um yfirvöld, þó það sé hæfilega notað af yfirvöldum.
Ef að margir menn ræða saman og reyna að „samræmast“ um eitthvað sem kemur manni við en því er samt haldið leyndu frá manni. Þá er ekki hægt að gruna neitt nema samsæri.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 13:21
Margir hafa nokkuð stór orð.
Er ekki mjög eðlilegt að fyrirfram sé ekki allt gert opinbert ÁÐUR en samið hefur verið? Eru einhver rök fyrir því að væntanlegir viðsemjendur okkar lesi í fjölmiðlum hvaða sjónarmið við samningsviðræður komi þar fram en ekki í viðræðunum sjálfum?
Þetta getur verið spurning um samningatækni og hversu viðkvæmar upplýsingar kunna að vera.
Í ljós hefur komið að stjórn Geirs Haarde var nánast búin að semja á mun óhagstæðari grunni.
Annað: Mjög flottar myndir! Þær eru til mikillrar prýði. Hvernig setur maður myndir inn í textann?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.2.2010 kl. 15:47
Allt er vænt sem vel er grænt, jafnvel mosi.
Icesave er ekki vandamál, enda er næg innistæða fyrir þessu máli. Hinsvegar er annað mál sem er miklu meira mál. Íslenska þjóðin gerir sér ekki grein fyrir því að á meðan hún hringsnýst um Icesave þá er öðrum málum sópað gegnum nálaraugað.
Hvenær getur þjóðin treyst fréttamönnum. ALDREI!
Njáll Harðarson, 12.2.2010 kl. 23:18