Seðlabankastjóri fór með sína útgáfu af Þorraþrælnum.

Það er ljóst að í augum fjárbóndans á Svörtuloftum geisar hér enn ofsaveður með miklum frosthörkum og jarðbönnum. Ekkert vit er að hleypa fénu í fjárhúsum Svörtulofta á beit utandyra. Þar er því voðinn vís, þar mun það allt falla.

IMG_0021Halda verður áfram fullri gjöf á húsi. Að minnka gjöf núna að einhverju marki þýðir að féð gæti orðið svangt og farið að leita út og þá skapast hætta á fjárfelli. Lítillega skal þó minnka gjöfina þannig að féð fitni áfram en hlaupi ekki í spik.

Eru þetta búhyggindi hjá fjárbóndanum á Svörtuloftum eða glópska?

 

Líklega hefðu fleiri landsmenn skilið Seðlabankastjóra ef hann hefði einfaldlega staðið upp á fundinum í morgun og lesið upp hægt og rólega eftirfarandi:

 

 

Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnarsteinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.

Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
,,Minnkar stabbinn minn,
magnast harðindin. -
Nú er hann enn á norðan,
næðir kuldaél,
yfir móa og mel
myrkt sem hel.
Bóndans býli á
björtum þeytir snjá,
hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt;
Brátt er búrið autt,
búið snautt.

Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein
gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjær og nær
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:
,,Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut.
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.



Kristján Jónsson
1842 - 1869

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Óvissa um efnahagshorfur eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri er hygginn maður og veit vel hvað er að gerast í efnahagsmálum á Íslandi. Hann vinnur líka örugglega með Hagfræðideildinni, en ekki án hennar eins og Davíð Oddsson mun hafa gert.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2010 kl. 23:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband