"Leggja til" sameiningu stofnana.

Þetta er kunnuglegt orðalag. Þetta höfum við öll heyrt svo oft áður. Nefnd "leggur til" að farið verði í aðgerðir til að auka hagræði og skilvísi í stjórnsýslunni.

IMG_0017Þegar slíkar skýrslur hafa verið lagðar fram er gert upp við nefndarmenn og skýrslunni komið þægilega fyrir í einhverjum skjalaskápnum. Næsta mál takk.

Þannig hafa hlaðist upp fjöldi skýrslna og álita í skjalageymslunum ráðuneytanna, skýrslur og álit sem engin gerir síðan neitt með.

Er einhver von til þess að núverandi ríkisstjórn komi þjóðinni þægilega á óvart og framkvæmi eitthvað af loforðum sínum um breytingar á stjórsýslunni eða breyti skipan stjórnsýslustofnana eins og þessi nefnd leggur til? Hefur einhver trú á því að þessi ríkisstjórnin fari í breytingar á stjórnsýslunni sem hafa í för með sér sparnað og jafnvel fækkun stjórnenda og starfsfólks?

Hefur einhver trú að því að þessi ríkistjórn hafi vilja og getu til að berja slíkar breytingar í gegnum embættismannakerfið? Embættismannakerfi sem engum hefur hingað til tekist að hrófla við?

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum. 

 

 


mbl.is Stjórnsýslustofnanir sameinist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Orðið "velferðamála" í heiti stofnunarinnar veldur mér ákveðinni klígju.  Núverandi ríkisstjórn hefur afbakað svo hugtakið "velferð" að fyrsta sem manni dettur í hug eru verri lífskjör og minni þjónusta.

Jón Óskarsson, 23.1.2010 kl. 14:43

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er hins vegar vinnusöm ríkisstjórn við stjórnvölin, hún skoðar málið vel og svo er hafist handa.

Velferð er vænleg stefna

og verður öllum til góðs.

Auðvelt er hana að efna

Þá allir greiða til sjóðs.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2010 kl. 17:50

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er með ólíkindum, það er bara að vaða í verkið eins og gert var með LSH og Borgarspítalann. Innilega sammála þér um þessa skelfilegu setningu, "nefnd leggur til"

Finnur Bárðarson, 23.1.2010 kl. 17:55

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Þú ert væntanlega að grínast Hólmfríður :)

Jón Óskarsson, 24.1.2010 kl. 11:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband