Falli Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu kallar það á nýjan og gjörbreyttan samning?

Fjármálaráðherra telur að prútta eigi um vexti verði gengið til nýrra samninga um Icesave. Martin Wolf, dálkahöfund hjá Financial Times, mælir með að Íslendingar leggi fram nýjan og betri samning verði gengið til nýrra samningaviðræðna. Himinn og haf virðist vera á milli þessara tveggja manna í afstöðu þeirra til þessa máls.

IMG_0010Fjöldinn allur af erlendum prófessorum, hagfræðingum, lögfræðingum, ritstjórum, dálkahöfunum, þingmönnum að ógleymdri Evu Joly, sjá þessa grein hennar hér og á norsku hér, hafa tekið upp málstað okkar Íslendinga og bent á það sama eða svipað og Martin Wolf. 

Af hverju taka Íslensk stjórnvöld ekki undir sjónarmið þessara erlendu Íslandsvina og heimta nýjan og betri samning?

Hvað liggur á að fara meira og minna óundirbúin í samningaviðræður við Breta og Hollendinga á þessum tímapunkti? Það er búið að taka þetta mál úr höndum ríkisstjórnarinnar. Nú er þjóðaratkvæðagreiðslan framundan. Af hverju hættir ríkisstjórnin ekki að hugsa um Icesave og fer að sinna öðrum málum? 

Af hverju fellum við ekki þennan Icesave samning í þjóðaratkvæðagreiðslu og skiljum þannig við málið í einhverja mánuði, misseri eða ár eða þar til Bretar eða Hollendingar óska eftir nýjum viðræðum?

Ef þjóðin fellir þennan Icesave samning er þá ekki búið að taka það umboð af ríkisstjórn og Alþingi að gera nýjan samning á óbreyttum nótum? Verður þá ekki að koma til nýr og öðruvísi samningur? Samningur sem er á þeim nótum sem allt þetta erlenda fólk er að ræða um?

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Leggi fram nýjan samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég ætla á þessari stundu að sleppa því að velta fyrir mér það sem gerast muni ef þjóðin fellir samninginn. Það munu ekki margar dyr opnast, en þeim lokuðu mum fjölga til muna er ég hrædd um.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 17:28

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Er ekki hálfur sigurinn unnin nú þegar almenningur í nágrannalöndum okkar er að átta sig á því að með þessum Icesave samningi er verið að leggja á okkur per mann meiri fjárhagslegar byrgðar en lagðar voru á hvern Þjóðverja eftir seinni heimstyrjöldina?

Og að þar fyrir utan er mikil lagaóvissa hvort Íslendingum ber yfir höfuð að borga og ef Íslendingar eiga að borga þá hve mikið. Áttum okkur á þvi að engin dómstóll mun dæma Íslensku þjóðina til að greiða hærri bætur per mann vegna þessa Icesave máls en þjóðverjar þurftu að greiða per mann vegna tveggja heimstyrjalda. Gleymum því ekki að við drápum engan.

Ég sé heldur ekki hvaða dyr munu lokast. Við munum geta selt fiskinn okkar eins og verið hefur. Þau viðskipti byggjast á einföldum fjárhagslegum hagsmunum þeirra einstaklinga sem selja og kaupa fiskinn. Engin stjórnvöld geta stöðvað slík viðskipti. Ferðamenn munu halda áfram að flykkjast til landsins og álið sem hér er brætt er búið að selja 10 ár fram í tímann. Allur innflutningur, hann höfum við þurft að staðgreiða hvort sem er síðasta eitt og hálfa árið. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er 490 milljarðar og hefur aldrei verið meiri. Rætt er um einhverja afborgun á árinu 2011, það er það eina sem menn hafa áhyggjur af.

Lífeyrissjóðirnir eru að ná vopnum sínum og ætla að koma með sinn styrk inni i uppbygginguna hér. Bankarnir eru loksins komnir á lappirnar. Við erum komnir með tvo banka sem eru í erlendri eigu. Það þýðir að þau fyrirtæki sem eru arðvænleg og þau verkefni sem eru arðvænleg, til þeirra verður lánað. Það er eðli bankaviðskipta. Engin stjórnvöld geta stöðvað slík viðskipti.

Engar dyr lokast varðandi útflutning og öflun gjaldeyristekna. Engar dyr lokast varðandi innflutning. Engar dyr lokast varðandi fjármögnun arðbærra verkefna og arðbærra fyrirtækja. Við erum að vinna hug og hjörtu allra íbúa heimsins.

Ég get ómögulega séð hvaða dyr þú ert að tala um sem munu lokast.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.1.2010 kl. 18:28

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það sem Þjóðverjar þurftu að greiða í stríðsskaðabætur vegna tveggja heimstyrjalda er á núvirði 3.000 UDS per mann.

3.000 USD x 125 kr/USD x 320.000 manns = 120 milljarðar króna.

Þetta er sama upphæð og Jón Daníelsson kynnti í blaðgrein í gær að Íslendingar ættu að greiða vegna Icesave skv. hans útreikningum út frá forsendum Íslenskra stjórnvalda.

Þetta þýðir að á okkur fellur sama upphæð per mann og féll á þjóðverja vegna stríðsskaðabóta af tveim heimstyrjöldum. 

Með vöxtum er Icesave komið í um 500 milljarða króna þegar við byrjum að borga af því eftir 7 ár. Það gera 12.500 USD per mann. Okkur er þar að auki gert að greiða þetta upp á 7 árum eftir að greiðslur hefjast. Þjóðverjar fengu 90 ár og miklu lægri vexti.

Eins og ég segi, engin dómstóll mun leggja slíkar drápsklyfjar á nokkra þjóð vegna athafna einkarekins banka. Að Íslenska þjóðin verði dæm til að bera þyngri byrgðar en sú þýska per mann, vegna einhverra bankamanna sem þó drápu ekki einn einasta menn, ég hef enga trú á því.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.1.2010 kl. 19:13

4 identicon

Sammála Friðrik Hansen,  eins finnst mér krataeinkennin blasa við, þau sömu og óðu uppi hér á árum áður, og endaði með að krataflokkurinn varð að engu, nú er þetta helv. komið uppá afturlappirnar aftur, með hálfu meiri valdagræðgi og frekju, ekkert að marka hverju þeir lofa, nú fremur en áður, (en þeir þurrkuðust út).  Nú hefur forsetinn ákveðið að það skuli verða þjóðaratkvæði um títtnefnt icesave, þá þola kratarnir það allsekki, þola ekki að hróflað sé við þeirra valdagræðgi, heimta í frekju sinni nýjan samning við englendinga ofl. Hver var að biðja um það, er ekki forsetinn búinn að ákveða þetta.  Mér sýnist ljóst orðið að Íslensku kratarnir hafi samið við erópukratana um að koma til þeirra í EU uppá að þeir reddi fjármálaklúðri þjófanna úr landsbankanum, og láti sig líka hafa embætti við EU borðið, þykjast þarna leika tæran snilldarleik, en fatta það ekki í heimsku sinni að evrópukratanna munar ekkert um nokkrar hræður af klakanum, það sem vakir fyrir þeim, að ná Islandi inn í EU, til þess eins að ná inn Noregi, þar er um feitan bita að ræða. Evrópukratarnir eru nefnilega nauðaómerkileg kvikindi ekki síður en þeir Íslensku

Robert (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 00:43

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það stendur aldrei á óþjóðhollum hræðsluáróðri frá Samráðsfylkingunni.

En því stærri sem sigurinn verður því betri verður samningsstaða okkar.

Sigurður Þórðarson, 17.1.2010 kl. 12:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband