Sænski forsætisráðherran skilur ekki um hvað Icesave deilan snýst.

Það er ljóst af ummælum forsætisráðherra Svíþjóðar og annarra forystumanna Norðurlandanna að þeir skilja ekki út á hvað þessi deila gengur. Þeim hefur greinilega ekki verið kynntur málstaður Íslendinga. Ef forsætisráðherra Svíþjóðar hefði lesið grein Sigurðar Líndals lagaprófessors í Fréttablaðinu í dag þá hefði hann ekki talað með þessum hætti. Sjá grein Sigurðar Líndal hér.

IMG_0008Ef forystumenn Norðurlandanna læsu einnig grein hollenska hagfræðiprófessorsins Sweder van Wijnbergen i nrd handelsblad, sjá hér og íslenskan úrdrátt hér, þá töluðu þeir ekki með þeim hætti sem þeir nú gera.

Það er ljóst að okkur Íslendingum hefur til þessa mistekist að upplýsa hin Norðurlöndin um hvað þetta Icesave mál snýst. Almenningur í Bretlandi og Hollandi, fræðimenn þar og ritstjórar eru hins vegar farnir að skilja út á hvað þetta mál gengur og þeim blöskrar framkoma sinna eigin forystumanna og krefjast réttlætis fyrir okkar hönd.

Nú þyrfti að þýða þessa grein hans Sigurðar Líndal yfir á sænsku, dönsku og norsku og senda hana ásamt gein Sweder van Wijnbergen á alla þingmenn og alla fjölmiðla í þessum löndum.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rétt, það þyrfti að þýða þessar greinar og koma þeim á framfæri.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.1.2010 kl. 16:36

2 Smámynd: Sigurjón Páll Jónsson

Sama hérna í dk.  það eina sem þeir vita eða halda er að island vil ekki borga einhverja skuld.. enn vita ekki út á hvað þetta gengur því fjölmiðlarnir héra skrifa ekki um hvað icesave er..þeir hafa bara sagt að island hefur lánað nokkra miljarða og vilja ekki borga tilbaka.. enn ekki hvað þetta er.

Sigurjón Páll Jónsson, 14.1.2010 kl. 17:57

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sigurjón

Sendu nú þennan "link" á greinina hans Sweder van Wijnbergen í þessu Hollenska blaði á þá fjölmiðla í DK sem fjalla um viðskipti. Hafðu forskrifta: "Sannleikurinn um Icesave". Greinin er á ensku þannig að Danirnir skilja hana.

Aðrir þeir sem þetta lesa, sendum þessa grein hans Sweder um alla Skandinavíu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.1.2010 kl. 18:18

4 identicon

Mér hefur líka alltaf fundist merkilegt hvað útlendingar eru illa að sér. Sumir þeirra ganga enn þá með þá grillu í höfðinu að Íslendingar ætli sér að borga þessar bévítans skuldbindingar, þegar það er kýrskýrt hjá Sigurði Líndal að svo er alls ekki. Auðvitað ættu því viðbrögðin að vera að hætta við að lána Íslandi fremur en að fresta lánafyrirgreiðslum og sjá til. Það er sjálfsagt að menn leggi því lið að dreifa pésum frá Líndal til Rheinfelds og annarra forsætisráðherra Norðurlanda.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 18:54

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki skal mig undra því þjóðin veit það ekki sjálf nema að hluta til.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 23:12

6 identicon

ÆÆ ansinn

Þessir útlendingar eru bölvað vandamál

Kristín (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 23:19

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Svíar skilja líklega alveg hvað er í gangi en málið er ef Ísland kemst upp með að borga ekki eftir þeirra réttlæti þá er hætta á að það smiti út frá sér og að Sænskir bankar fari á hausinn í Lettlandi og víðar vegna græðgivæðingar Sænskra bankamanna.

Þá gætu Sænsk stjórnvöld staðið frammi fyrir því að geta ekki skattgreiðendavætt(skattgreiðendur annarra landa) Sænska bankana og allt hrunið eins og á Íslandi, þess vegna er þægilegast að  fórna smáríkinu Íslandi til að geta handrukkað Letta og fleiri í anda Norræna samvinnu.

Vandamál Íslands er Svíaríki, Danir, Finnar og Norðmenn kjósa að standa með þeim.

Hvort einhver "díll" sé svo á bak við tjöldin er svo annað mál en ef svo væri þá eru stjórnmálamenn veruleikafirrtir að halda að almenningur láti taka sig af lífi steinþegjandi og hljóðalaust.

Eggert Sigurbergsson, 15.1.2010 kl. 07:04

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Eggert

Þetta er ágætis tilgáta. Vel má vera að hinar Norðurlandsþjóðirnar skilji og viti að með Icesave samningunum eru Íslendingar að taka á sig skuldbindingar langt umfram lög Íslands og reglur ESB.

Það eina sem þeir hafa ekki reiknað með er að hér lifir enn í glæðum búsáhaldabyltingarinnar og Íslenskur almenningur lætur stjórnvöld ekki bjóða sér svona bull eins og þessi Icesave samningur er.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.1.2010 kl. 09:16

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ómar og Kristín

Ég legg til að þið lesið þessa grein eftir Evu Joly sem birtist í norska Morgunblaðinu í dag. Sjá hér og íslenskan útdrátt hér.

Það mat mitt sem fram kemur í ofangreindum pistli um þekkingarleysi forystumanna Norðurlandana á Icesave málinu, því mati á þessu þekkingarleysi því deilum við, ég og Eva Joly samanber þessa grein hennar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.1.2010 kl. 13:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband