Stöðugt fjölgar í hópi bresks áhrifafólks sem er í okkar liði.

Í gær var það ritstjóri áhrifamesta viðskiptablaðs Bretlands, The Financial Times of London. Í dag er það viðskiptaritstjóri breska blaðsins Observer. Allt þetta fólk tekur nú upp hanskann fyrir Íslenska þjóð eftir að 25% atkvæðisbærra manna á Íslandi undirritaði áskorun InDefence til forsetans og í framhaldi af því synjun forsetans á Icesave-2 lögunum.

Áhrifamestu viðskiptablöð Bretlans styðja nú málstað Íslands. Það sem meira er, allt þetta fólk krefst þess fyrir okkar hönd að við eigum ekki að bera ábyrgð á þessum Icesave reikningum.

Allt þetta fólk sér ranglætið í því að draga á skattgreiðendur á Íslandi til ábyrgðar fyrir glæfraspil einkarekinna banka.

Vonandi að ríkisstjórn Íslands sjái þetta ranglæti líka og fari að tala hér heima og erlendis á sömu nótum og áhrifamestu blöð Bretlands. 

 


mbl.is Telur ósanngjarnt að láta almenning greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu, Friðrik, athugað að þessi blöð eru líka komin í kosningabaráttu gegn ríkisstjórn Verkamannaflokksins? Í kosningabaráttu verður sumum gjarnan allt að vopni. Hér mundi ég taka meira mark á hvort talsmenn Íhaldsflokksins halda hinu sama fram, að íslenska ríkið þurfi ekki að gangast við ábyrgð. Í Bretlandi gildir, ólíkt í sumum löndum sem ég nefni ekki, að kosningaloforð eru haldin.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 12:34

2 identicon

Sammála þér, takk fyrir ágætar greinar um þetta, væri ekki ráð að senda Gordon Brown heimilisfang Björgólfanna, mér skilst að þeir búi steinsnar frá Gordoni.

Robert (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 15:39

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvað eru margir í hinu liðinu??

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 17:32

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Hólmfríður.

ESB samanstendur af 25 ríkjum þar sem búa tæpir 500 milljónir manna.

Liðsmunurinn er gríðarlegur.

Samt vann í gær Íslenska landsliðið í handbolta á sannfærandi hátt fjölmennustu og öflugustu þjóð Evrópu sem telur 82 milljónir manna. Þjóðverjar töpuðu fyrir strákunum okkar á sjálfum þjóðarleikvangi þeirra fyrir fullu húsi áhorfenda. Heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst eftir tvær vikur og strákarnir okkar ætla sér ekkert annað en verðlaunapening á því móti.

Við skulum ekki meta möguleika okkar út frá því hve margir eru í hinu liðinu.

Við skulum meta möguleika okkar út frá okkar stöðu og því sem við höfum fram að færa.

Engin Evrópuþjóð að að komast upp með að beita hryðjuverkalögum á aðra Evrópuþjóð vegna framgöngu einhvers fyrirtækis í einkaeigu, fyrirtækis sem var skráð á opinn hlutabréfamarkað í Evrópu.

Engin þjóð á að komast upp með að beita okkur þvingunum og hótunum til að ná fram jafn óboðlegum nauðasamning og hér er um að ræða.

Við eigum að taka þennan slag og kynna okkar málstað. Við eigum að hafna þessum nauðasamning og trúa á okkur sjálf og okkar málstað.

Við eigum ekki að missa móðinn frekar en strákarnir okkar misstu móðinn þegar þeir stóðu sjö saman inni á þjóðarleikvangi þjóðverja, einir á móti öllum í troðfullu húsinu, börðust við fjölmennustu, ríkustu og öflugustu þjóð Evrópu og höfðu sigur.

Vörn Breta er í dag verulega löskuð nú þegar virtustu og víðlesnustu viðskiptablöð Bretlands halda því fram að Íslendingar eiga ekki að borga krónu vegna þessa Icesave máls. Nú þarf sóknin að nýta sér þennan veikleika og gera út um leikinn. Sigur í þessu máli er inna seilingar ef náum við að stilla saman okkar strengi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.1.2010 kl. 22:13

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

Góðar greinar í dag og gær.

En síðasta athugsemd þín er af það miklum eldmóð, að ég varð orðlaus, og tók ofan.

Sannari orð er ekki hægt að mæla af jafn mikilli rökfestu.

Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 22:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband