Sunnudagur, 10. janúar 2010
Stöðugt fjölgar í hópi bresks áhrifafólks sem er í okkar liði.
Í gær var það ritstjóri áhrifamesta viðskiptablaðs Bretlands, The Financial Times of London. Í dag er það viðskiptaritstjóri breska blaðsins Observer. Allt þetta fólk tekur nú upp hanskann fyrir Íslenska þjóð eftir að 25% atkvæðisbærra manna á Íslandi undirritaði áskorun InDefence til forsetans og í framhaldi af því synjun forsetans á Icesave-2 lögunum.
Áhrifamestu viðskiptablöð Bretlans styðja nú málstað Íslands. Það sem meira er, allt þetta fólk krefst þess fyrir okkar hönd að við eigum ekki að bera ábyrgð á þessum Icesave reikningum.
Allt þetta fólk sér ranglætið í því að draga á skattgreiðendur á Íslandi til ábyrgðar fyrir glæfraspil einkarekinna banka.
Vonandi að ríkisstjórn Íslands sjái þetta ranglæti líka og fari að tala hér heima og erlendis á sömu nótum og áhrifamestu blöð Bretlands.
Telur ósanngjarnt að láta almenning greiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
- Forsetinn velur forsætisráðherraefnið sem síðan myndar ríkist...
- Þjóðin henti fólkinu sem hatar framkvæmdir út úr stjórnarráðinu.
- 16,7% sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
- Kjóstu Lýðræðisvaktina og fáðu 3 fyrir 1
- Kjóstu Lýðræðisvaktina og fáðu þrjá þingmenn fyrir atkvæðið þ...
- Eðlilegt að fjöldi nýrra framboða sé mikill.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Hefurðu, Friðrik, athugað að þessi blöð eru líka komin í kosningabaráttu gegn ríkisstjórn Verkamannaflokksins? Í kosningabaráttu verður sumum gjarnan allt að vopni. Hér mundi ég taka meira mark á hvort talsmenn Íhaldsflokksins halda hinu sama fram, að íslenska ríkið þurfi ekki að gangast við ábyrgð. Í Bretlandi gildir, ólíkt í sumum löndum sem ég nefni ekki, að kosningaloforð eru haldin.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 12:34
Sammála þér, takk fyrir ágætar greinar um þetta, væri ekki ráð að senda Gordon Brown heimilisfang Björgólfanna, mér skilst að þeir búi steinsnar frá Gordoni.
Robert (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 15:39
Hvað eru margir í hinu liðinu??
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 17:32
Sæl Hólmfríður.
ESB samanstendur af 25 ríkjum þar sem búa tæpir 500 milljónir manna.
Liðsmunurinn er gríðarlegur.
Samt vann í gær Íslenska landsliðið í handbolta á sannfærandi hátt fjölmennustu og öflugustu þjóð Evrópu sem telur 82 milljónir manna. Þjóðverjar töpuðu fyrir strákunum okkar á sjálfum þjóðarleikvangi þeirra fyrir fullu húsi áhorfenda. Heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst eftir tvær vikur og strákarnir okkar ætla sér ekkert annað en verðlaunapening á því móti.
Við skulum ekki meta möguleika okkar út frá því hve margir eru í hinu liðinu.
Við skulum meta möguleika okkar út frá okkar stöðu og því sem við höfum fram að færa.
Engin Evrópuþjóð að að komast upp með að beita hryðjuverkalögum á aðra Evrópuþjóð vegna framgöngu einhvers fyrirtækis í einkaeigu, fyrirtækis sem var skráð á opinn hlutabréfamarkað í Evrópu.
Engin þjóð á að komast upp með að beita okkur þvingunum og hótunum til að ná fram jafn óboðlegum nauðasamning og hér er um að ræða.
Við eigum að taka þennan slag og kynna okkar málstað. Við eigum að hafna þessum nauðasamning og trúa á okkur sjálf og okkar málstað.
Við eigum ekki að missa móðinn frekar en strákarnir okkar misstu móðinn þegar þeir stóðu sjö saman inni á þjóðarleikvangi þjóðverja, einir á móti öllum í troðfullu húsinu, börðust við fjölmennustu, ríkustu og öflugustu þjóð Evrópu og höfðu sigur.
Vörn Breta er í dag verulega löskuð nú þegar virtustu og víðlesnustu viðskiptablöð Bretlands halda því fram að Íslendingar eiga ekki að borga krónu vegna þessa Icesave máls. Nú þarf sóknin að nýta sér þennan veikleika og gera út um leikinn. Sigur í þessu máli er inna seilingar ef náum við að stilla saman okkar strengi.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.1.2010 kl. 22:13
Blessaður Friðrik.
Góðar greinar í dag og gær.
En síðasta athugsemd þín er af það miklum eldmóð, að ég varð orðlaus, og tók ofan.
Sannari orð er ekki hægt að mæla af jafn mikilli rökfestu.
Takk fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 22:58