Föstudagur, 8. janúar 2010
Reynir ríkisstjórnin að stöðva lýðræðisumbætur forsetans?
Ef ríkistjórnin ætlar að breyta þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave í flokkspólitíska kosningu um líf eða dauða ríkisstjórnarinnar þá er það aðför að ekki bara þessari þjóðaratkvæðagreiðslu heldur öllum þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem hér verða vonandi haldnar á komandi árum.
Að breyta þjóðaratkvæðagreiðslu í flokkspólitíska kosningu um líf og dauða ríkisstjórnarinnar er aðför að lýðræðinu í landinu og því beina lýðræði sem forsetaembættið hefur staðið fyrir að koma hér á.
Það er eitur í beinum stjórnmálaflokkana og þeim valdaklíkum sem á bak við þá standa ef auka á beint lýðræði í landinu. Þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem fólkið í landinu fær að ráða er eitthvað sem má ekki verða. Valdaklíkur flokkana vilja halda völdunum í höndum þingmanna sem þeir velja sem sína fulltrúa í lokuðum prófkjörum, á fundum sem kerfisbundið er smalað á eða einfaldlega með uppstillingu.
Þannig helst valdið innan ákveðins þröngs hóps vandlega valinna forystumanna sem skipa efstu sætin á listum flokkana. Þessir "sérvöldu" þingmenn sitja í þessum forystusætum árum og átatugum saman og deila og drottna með valdaklíkum flokkana. Þegar þessir þingmenn svo hætta seint og um síðir eru gjarnan valdir í starfið aðstoðarmenn þeirra, synir eða dætur. Fólk sem kann "The trick of the trade". Þannig hefur þetta alltaf verið og þannig vilja menn hafa þetta áfram.
Ef rétt er eftir viðskiptaráðherra haft þá er ljóst að núverandi stjórnvöld ætla sér að standa vörð um þessi völd flokkana og koma í veg fyrir að hér þróist beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur verið í framtíðinni hluti af eðlilegum stjórnarháttum á Íslandi þar sem einstaka mál er lagt til úrskurðar fyrir þjóðina.
Velji ríkistjórnin að breyta væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu í flokkspólitíska kosningu þá er það bein aðför að þeim lýðræðisumbótum sem kallað hefur verið eftir og forsetinn er að koma á með því að virkja synjunarvald forseta samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Mynd: Séð yfir til Þingvalla, Botnsúlna og Ármannsfells.
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála.
Stöndum vörð um lýðræði fólksins. Krefjumst alvöru laga um lýðræðisumbætur. Svo sem um Þjóðaratkvæðagreiðslur. 2 frumvörp liggja nú þegar fyrir, við þurfum ekki lög sem eru einnota, heldur til framtíðar.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 11:35
Þetta er eflaust skoðun Gylfa og ekkert við því að segja.
Finnst að þessi kosning sé hvorki til að auka eða minnka lýðræðið í landinu og hafi í raun fremur lítið með það að gera. Þarna er stjórnarandstaðan að freista þess að komast aftur til valda. Hrun-flokkarnir eru svo óvanir því að ráð ekki landinu,auk þess sem peninga og valdaklíkur þeirra sem teygja anga sína um allt samfélagið, eru í stórhættu.
Sú hætta stafar af tvennu:
Þessi ótti fékk Hrun-flokkana til að leita allra leiða og forsetinn beit á agnið um að auka lýðræðið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 01:01