Ég mótmæli harðlega öllum tillögum að þéttingu byggðar í fullbyggðum hverfum Grafarvogs

Ég lagði eftirfarandi umsögn inn á Skipulagsgáttina varðandi hugmyndir borgarinnar um þéttingu byggðar í fullbyggðum hverfum Grafarvogs:

Ég mótmæli harðlega öllum tillögum að þéttingu byggðar í fullbyggðum hverfum Grafarvogs. Þessar tillögur muna gerbreyta hverfunum til hins verra. Nær öll opin svæði í hverfunum eru tekin undir þessa þéttingu, svæði sem eru í fullri notkun hjá íbúum hverfis sem útivistarsvæði, svæði sem þjóna mismunandi hlutverkum í daglegu lífi Grafarvogsbúa. Að taka þessi útivistarsvæði af íbúunum mun rýra og skerða lífsgæði íbúa Grafarvogs.

Screenshot 2025-05-16 090023Hverfi Grafarvogs voru skipulögð og byggð á árunum 1985-1995 og endurspegla anda og lífstíl þess tíma. Þessi hverfi eru fullbyggð samkvæmt gildandi aðal- og deiliskipulagi. Hverfin í dag bjóða upp á þann lífstíl sem íbúar Grafarvogs hafa valið sér og vilja halda í og varðveita um ókomin ár. Það er ekki boðleg stjórnsýsla að núverandi stjórnvöld, sem tilfallandi og eftir pólitískum tískustraumum, tímabundið sitja í nokkur ár í Borgarstjórn geti ráðist að lífstíl og lífsgæðum íbúa í hverfum borgarinnar og gert óafturkræfar breytinga á þessum hverfum, breytingar sem gjörbreyta ásýnd hverfisins og takmarkar verulega möguleika íbúa til útivistar. Óafturkræfar breytingar sem stórskemma og eyðileggja þessi hverfi.

Einnig mótmæli ég harðlega þeim fyrirætlunum að byggja á þessum þéttingar reitum hús sem eru í engu samræmi við núverandi byggð. Að byggja háar blokkir inni í hverfum þar sem fyrir eru lágreistar byggingar mun eyðileggja ásýnd hverfanna. Um helmingur íbúða í Grafarvogi eru íbúðir í sérbýli (einbýlishús, parhús eða raðhús). Ef þétta á byggð í Grafarvogi þarf þessi nýja byggð að falla að þeirri byggð sem fyrir er og því verður að gera þá kröfu og um helmingur íbúða á þessum þéttingar reitum verði sérbýli.

Gera verður þá kröfu til nýrrar byggðar á þéttingar reitum í Grafarvogi og á stærri reitum eins og á Keldnaholtinu að þessi nýja byggð falli að þeirri byggð sem fyrir er. Krafan hlýtur að vera sú að þessi hús og þessi hverfi verði byggð í sama anda og hverfin sem fyrir eru, þar á meðal að um helmingur íbúða verið í sérbýli og byggt verði í samræmi við þá Byggingareglugerð sem var í gildi þegar Grafarvogurinn var byggður, þar á meðal að í fjölbýli, að það fylgi 1 bílastæði með minni íbúðunum og 2 bílastæði fylgja þeim stærri.

 

Myndin sýnir svæði í Húsahverfi þar sem á að setja niður þrjú parhús með 6 íbúðum, meira og minna án bílastæða. 


mbl.is Hópmálsókn verði ekki hlustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband