Miðvikudagur, 22. janúar 2025
Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
Á síðustu vikum hafa nokkrir af stærstu bönkum Bandaríkjanna dregið sig út úr Net Zero Banking Alliance (NZBA), samstarfsverkefni fjármálastofnana og Sameinuðu þjóðanna sem miðar að því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Þessir bankar eru Goldman Sachs, Morgan Stanley, Citigroup, Wells Fargo og Bank of America.
Goldman Sachs hóf þessa þróun með því að segja sig úr NZBA þann 6. desember síðastliðinn, og hinir bankarnir fylgdu í kjölfarið. Þrátt fyrir þessar úrsagnir eiga enn 142 bankar í 44 löndum aðild að NZBA, en fáir þeirra hafa jafn mikil umsvif og áhrif og bandarísku risabankarnir
Þessi mynd segir okkur allt um hið raunverulega vandamál varðandi grænu lausnirnar í orkumálum. Þau lönd sem hafa sett upp mest af vindmyllum og sólarsellum verða að innheimta hæsta orkuverðið. Til viðbótar má nefna að öll vindorkuver í Svíþjóð eru í dag rekin með tapi.
Risabankarnir í BNA hafa greint þessa stöðu og eru að forða sér frá fyrirséðu tapi ef ekki hruni á hlutabréfum í græna orkugeiranum sem væntanlega er að fara að springa eins og allar bólur sem grundaðar eru á pólitískri hugmyndafræði sem byggir á blekkingum og fölsuðum gögnum um meinta hlýnun af mannavöldum. Tilgátu sem byggir á því að hlýnunin frá lokum Litlu ísaldarinnar sé tilkomin af mannavöldum, tilgáta sem hefur verið margafsönnuð af færustu vísindamönnum þessa heims síðustu áratugi.
Fé Orkuveitunnar og lífeyrissjóða tapast
Vonandi að Íslenskir lífeyrissjóðir hafi ekki látið mikið fé í þetta Ponzy scheme sem þessar grænu orkulausnir eru. Væntanlega er það fé allt meira og minna tapað. Það fé sem Orkuveitan lagði í CarbFix er allt tapað.
Ókeypis að losa CO2 í andrúmsloftið, nema í ESB
Trúlega er vonlaust í dag að fá fjármögnun í verkefni eins og Carbfix nú þegar stærstu bankar BNA hafa dregið sig úr græna orkugeiranum. Allir hinir bankarnir munu hugsa sig tvisvar um að leggja fé í slík verkefni, verkefni sem byggja á að borga þarf fyrir að sleppa CO2 út í andrúmsloftið. Slík losun er nú ókeypis í BNA í framhaldi af því að BNA hefur sagt sig frá Parísar samkomulaginu um loftlagsmál og áherslum Trump í orkumálum "Drill, baby, drill". Slík losun er líka ókeypis í Kína, Indlandi og öðrum löndum þessa heims nema hjá fámennum löndum ESB og nokkrum þeirra vinaþjóða.
Evrópusambandslöndin ekki samkeppnishæf
Þessar ESB reglur sem Carbfix tekjustreymið byggir á, að það þurfi að borga fyrir að losa CO2 út í andrúmsloftið, verða lagðar af á næstu árum, annars verður Evrópskur iðnaður og þjónusta ekki samkeppnishæf. Með óbreytt orkuverð og óbreytt gjöld á losun CO2 þá mun iðnaðarframleiðsla leggjast af í Evrópu og fyrirtækin munu flytjast til BNA og Asíu.
Þegar þessi staða er flestum orðin ljós þá mun ESB gera þær breytingar sem þarf til að verða aftur samkeppnishæft. Eitt af því verður að hætta að vera eina efnahagssvæðið í heiminum sem er með gjaldtöku á losun CO2.
Eftir valdatöku Donalds Trump er Carbfix verkefnið orðið að steinbarni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2025 kl. 01:35 | Slóð | Facebook