Friðrik Hansen Guðmundsson

Friðrik Hansen Guðmundsson

Fæddur 4. desember 1958 á Sólvangi í Hafnarfirði.  Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Kópavogi 1978. Lokapróf í byggingaverkfræði  1982 frá Háskóla Íslands. Civilingeniør, M.Sc, í byggingaverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU, 1984. 


Unnið við hönnun og stjórnun framkvæmda. Verið sjálfstætt starfandi frá 1991. Stjórnað framkvæmdum fyrir ýmsa verktaka, þar á meðal gerð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, gerð Stjórnstöðvar Landsvirkjunar í Öskjuhlíð, Búsetablokkina í Frostafold Grafarvogi, utan- og innahússfrágangur Grafarvogskirkju, byggingu húss Eflingar við Sætún, gerð húsnæðis Íslenskrar Erfðagreiningar í  Vatnsmýrinni auk iðnaðar-, skrifstofu-, og íbúðarhúsnæðis. Einnig sem staðarstjóri við gerð fjögurra jarðganga, vega og skástagsbrúar í Alta, Finnmörk í norður Noregi á árunum 2011-2014.  


Um áratuga skeið, frá 1989 til 1999, voru flest verkefnin sem ég vann að á Grænlandi. Stjórnaði framkvæmdum verktaka við gerð stærsta frystihúss Grænlands, GFI, í Nuuk og við endurnýjun rækjuvinnslunnar í Illilusat. Hannaði og hafði eftirlit með gerð nýrrar flugstöðvar í Kulusuk fyrir Grænlensku Flugmálastjórnina og endurbótum á húsnæði þeirra í Constable Pynt. Vann með ÍAV að tilboðsgerð í sjö flugvelli og tengd verkefni, þ.e. flugstöðvar, vegi og brýr á Grænlandi. Í framhaldi unnið við gerð flugvallar í Aasiaat og 150 m brúar yfir Ulkebugten í Sisimut. Vegna þessara starfa minna þá á ég því láni að fagna að hafa heimsótt flesta bæi á Grænlandi. Einnig framkvæmdastjórn með byggingaverkefnum í Kaupmannahöfn. Verið þáttakandi í hönnun og tilboðsgerð í byggingaverkefni í Osló, Saudi Arabíu og Rússlandi.


 


Verið starfandi í Lions klúbbnum Fjörgyn í Grafarvogi frá því 1995. Hef verið þátttakandi í félagsmálum í gegnum tíðina og skrifað nokkrar greinar í blöð og tímarit. Var formaður Íbúasamtaka Grafarvogs í nokkur ár, einnig formaður Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi. Var um tíma þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins. Tók þátt í að stofna félagið Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Kom einnig að stofnun samtakanna um  Betri Byggið í Reykjavík.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Friðrik Hansen Guðmundsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband