Gerir lágt gengi krónunnar næsta áratuginn Ísland að Albaníu norður Evrópu?

Margt bendir til þess að við sitjum upp með þetta lága gengi á krónunni næsta áratuginn. Ofaná mikla ásókn í erlendan gjaldeyri þá eru nú að bætast við nýju bankarnir sem þurfa að greiða með gjaldeyri fyrir þær eignir sem þeir tóku út úr þrotabúi gömlu bankana. Fyrir Landsbankann nema þessar greiðslur 26 milljörðum króna á ári næstu 10 árin. Sjálfsagt má búast við að svipuðum greiðslum vegna kaupa Íslandsbanka og Arion á eignum út úr þrotabúum Glitnis og Kaupþings.

Fossvogsdalur hÞað lítur úr fyrir að á næstu árum verið slegist um hverja evru og hvern dollar sem kemur inn í landið. Þeir sem þurfa á erlendum gjaldeyri að halda eru:

  • Ríkissjóður til að greiða vexti og afborgarnir af lánum.
  • Orkufyrirtækin, sjávarútvegurinn, sveitarfélög og fl. vegna erlendra lána.
  • Nýju bankarnir þrír til að greiða fyrir þær eignir sem þeir yfirtóku.
  • Erlendir eigendur krónubréfa.
  • Almennur innflutningur vöru og þjónustu
  • Erlend innkaup vegna rýrra fjárfestingar sem ætlunin er að ráðast í, virkjanir o.s.frv.

Það er því ljóst að gríðarleg þörf verður fyrir erlendan gjaldeyri hér næstu árum. Mikið má vera ef krónan gefur ekki enn meira eftir og lækkar.

Í dag eru Íslendingar með lægstu laun í vestur Evrópu vegna lágs gengis krónunnar. Ef það verður staðan í heilan áratug verðum við þá eftir 10 ár orðin ein fátækast þjóð Evrópu?

Ég sé bara eina leið út út þessu. Við eigum að taka einhliða upp evru eða dollar. Við eigum ekki að láta þessa gjaldeyriskreppu gera okkur að Albaníu norður Evrópu.

Mynd: Nauthólsvík, 1.11.09.

 


mbl.is Samkomulag um lækkun gengisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er sama sinnis. Við munum ekki geta staðið við þær kvaðir sem verið er að leggja á okkur, haldið upp svipuðum lífskjörum og verið hafa án þess að skipta um gjaldmiðil. Sama hvað hver segir. Þetta er einfaldlega staðan. Kannski er búið að semja um snemmbæra upptöku evru sökum aðstæðna hér á landi og skýrir það kannski áherslu SF á inngöngu í ESB, hver veit.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.11.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það er bráðnauðsynlegt að benda á krónubréfin sem neikvæðrar stærðar þó 80% hafi verið breitt í skuldabréf, því ekki breytir það þrýstingnum á krónuna . En við höfum ekkert að gera með einhliða upptöku á erlendum gjaldeyrir,  því við breytum uppþanda evru á kostnað full veikrar krónu.  Við verðum að átta okkur á þeirri peninga prentun sem átt hefur sér stað hjá stóru þjóðunum til að dreifa hruninu.  Ég tel að Ísland hrundi á byrjunareit strax og því óábyrgt að tengja sig í lægðinni á uppþaninn gjaldeyri því þá dettum við dýpra. 

Andrés Kristjánsson, 21.11.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sammála þér Andrés.. einhliða upptaka myntar finnst mér ekki standa til boða af mörgum ástæðum og líka þeirrar sem þú nefndir. ESB aðild er eina raunhæfa leiðin en umdeild vegna smæðar þjóðarinnar gagnvart umheiminum. Þar sem sú forsenda mun ekki breytast um aldur og ævi tel ég rétt að fara samt í aðildarviðræðurnar og feisa smæðina sem er staðreynd og vinna útfrá því fremur en að fela fyrir sér eða ofmeta verðleika þjóðarinnar í alþjóða viðskiptum. ... Okkur stendur ekki til boða að fara í viðræður við USA svo dæmi sé tekið. Jafnvel þó þær biðust yrði það ekki á jafnræðisgrundvelli enda USA ekki hannað til þess. ... ég held meira að segja að ef við spyrðum myndu þeir bara vísa okkur frá... "not interested..sorry."

Gísli Ingvarsson, 22.11.2009 kl. 15:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

Smá spurning sem ég velti fyrir mér, hverju breytir það hvaða gjaldmiðil við notum????

Lækka eitthvað skuldirnar sem fyrirtæki og hið opinbera þurfa að greiða?????

Aukast innflutningstekjurnar??????

Ef svarið er nei við báðum þessum spurningum, þá breytir lausn þín engu, jú reyndar því að peningar hverfa endanlega úr landinu, þegar útstreymið er miklu meira en innstreymið, og þar með leggjast öll viðskipti af, eða þá að skuldirnar eru ekki greiddar, og ríkissjóður, orkufyrirtæki og bankarnir komast beint í eigu kröfuhafa. 

Hvor niðurstaðan hugnast þér betur????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2009 kl. 22:33

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ómar.

Það er rétt að hvorki skuldir né tekjur munu breytast við það að taka upp annan gjaldmiðil. Að skipta um gjaldeyrir breytir engu þar um.

Það sem ég er að horfa til er kaupmáttur almennings, rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna í landinu, lánakjör og vextir. Grunnur að vexti og uppbyggingu er stöðugleiki í gengismálum. 

Við verðum að fá einhvern grunn til að standa á. Miðað við þá miklu eftirspurn eftir erlendum gjaldeyrir sem hér verður næsta áratuginn þá eru allar líkur á að krónan styrkist lítið næstu árin, falli jafnvel enn meir. Við verðum að komast út úr þessum vítahring gjaldeyriskreppunnar annars endar þjóðin með lægstu laun í vestur Evrópu allan næsta áratug.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 23.11.2009 kl. 13:34

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

En skaðinn er skeður, við skuldum þessa peninga, eða réttara sagt það á að skuldsetja okkur fyrir þeim.

Og sú staða er þekkt í gegnum söguna, að þau ríki sem létu frá sér meiri gull og silfur, en þau öfluðu, að þau hættu að geta keypt, nema auðvita ef þau framleiddu eitthvað sem aðrir vildu kaupa.

Og hvernig rekur þú framleiðslustarfsemi þar sem eru ekki peningar í umferð?????

Það er óhjákvæmilegt að evrunnar hverfi úr umferð, bæði vegna þess að við eyðum meira en við öflum sem og hitt að fjármagn mun leita úr landi.  Hver heldur þú að treysti nýju bönkunum ef hann hefur annan valkost?????

Og hví ert þú svona svartsýnn á að við náum ekki að byggja upp öflugt innlent hagkerfi???  Við höfðum það bærilegt þegar 1/5 þjóðarinnar var langskólagenginn, hvernig verður það þegar 4/5 er langskólagenginn.  Sem dæmi um sóknarfæri er græna orkan og umbreyting þjóðfélagsins í notkun á vistvænum orkugjöfum.  Við höfum tæknina til þess, og hvað heldur þú að það verði hægt að selja þá þekkingu mörgum þegar það er búið að praktísera hana???

En þjóð án peninga gerir ekki neitt, innlendur gjaldmiðill er þó skömminni skárri en enginn gjaldmiðill.  Hann varðveitir þó allavega innlenda hagkerfið, atvinnulaus maður kaupir ekkert, þó allt sé verðlagt í evrum.

En ég skil alveg rök þín, og tel þetta enga framtíðarlausn.  En ég get ekki að því gert að upptaka evru á þessum tímapunkti yrði hið endanlega röthögg, og við yrðum ekki einu sinni Albanía (sem ég hef reyndar engar áhyggjur af á meðan við útvegum tæknimenntaða fólki okkar þau tækifæri sem þarf), við yrðum ríki án þjóðar, líkt og Grænhöfðaeyjar.

Og það finnst mér verri valkostur.

Kveðja að austan.,

Ómar Geirsson, 23.11.2009 kl. 14:07

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ómar

Þú gefur þér það að með einhliða upptöku evru þá verði losað um öll gjaldeyrishöft og allt það fé sem vill geti farið úr landi.

Það er ekki það sem ég á við. Við yrðum að hafa áfram gjaldeyrishöft þó við skiptum um gjaldeyri. Í dag eru um 5 milljarðar USD í landinu í Krónubréfum. Allt lánið frá AGS eru 4,6 milljarðar USD. Ef við borgum það út þá tæmum við gjaldeyrisvarasjóðinn okkar. Það má ekki.

Það er ljóst að það verða að vera hömlur á útstreymi gjaldeyris næstu árin. Með þær hömlur í gangi og meðan við erum með hagstæðan vöruskiptajöfnuð þá er ég að segja að við yrðu betur sett með evrur í stað krónu í innlenda hagkerfinu af þeim ástæðum sem ég nefndi hér að ofan, stöðugleiki, vextir o.s.frv..

Það sem ég er að tala um er að hér verði notuð á þessum erfiðu árum sem framundan eru mynt en ekki mattadorpeningar sem eru einskis virði erlendis. Að vera með mattadorpeninga í innlenda hagkerfinu tefur fyrir og hamlar vexti til lengri tíma litið og við erum í dag að tala um að endurreisn krónunnar mun taka minnst áratug. Að vera með evru í stað krónu, það mun hjálpa almenningi og atvinnulífinu að vinna sig fyrr út úr þessum vandræðum.

Ég vil að við tökum einhliða upp evru eða dollar, helst evru. Við eigum og verðum að vera með tilbúin með plan B ef þjóðin hafnar aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Plan B þarf að undirbúa núna. Plan B á að vera að taka einhliða upp evru og það eigum við að gera strax.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 23.11.2009 kl. 16:21

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

Núna skil ég þig miklu betur.  En ég tel að þú sért að lýsa ákveðinni tegund af fastgengisstefnu, en ég sé ekki lausnina við að mæta fjárkröfum ríkissjóðs vegna hinna miklu skulda.  Ef peningum er ekki náð með gengislækkun, þá er þeim náð á annan hátt.  Og að auka viðskiptajöfnuð úr 80 milljörðum í 165 milljarða, rústa lífskjörum, hvernig sem á það er litið.

Það er það sem ég var að reyna að benda á, forsenda einhvers stöðugs gengis, og einhverra lífskjara er að skuldsetningin sé ekki óviðráðanleg.

En þar veit ég að við erum sammála, þó áherslumunur sé á viðhorfum okkar til gjaldmiðilsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2009 kl. 17:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband