"Stóra planið": Hækka skatta og skera niður framkvæmdir.

Þegar blaðað er yfir fjárlagafrumvarpið þá sést fljótt að það eina sem á að skera niður í rekstri ríkisins á næsta ári, það er viðhald og framkvæmdir.

Elliðaárdalur bFlest ráðuneyti og málaflokkar þeirra hafa nánast úr sömu fjármunum að moða og á síðasta ári. Það er ljóst að litlar eða engar breytingar á að gera á ríkisrekstrinum sem þandist út eftir hvert metárið síðasta áratuginn.

Ekkert á að taka á þessum ofvexti ríkisins í þessum fyrstu kreppufjárlögum. Plan ríkisstjórnarinnar er einfalt: 

Hækka skatta og skera niður framkvæmdir.

Ég fullyrði að aldrei hafa verið lögð fram fjárlög sem hafa mismunað þjóðfélagshópum jafn mikið á milli fjárlagaára eins og þessi fjárlög gera. 

Það er forkastanlegt að leggja allan samdrátt ríkisútgjalda á bygginga- og verktakastarfsemina í landinu.

Það er forkastanlegt að leggja allan samdrátt ríkisútgjalda á næsta ári á fjölskyldur þess fólks sem hefur haft atvinnu sína af því að starfa í byggingar- og verktakastarfsemi.

Af hverju má ekki hagræða í rekstri ríkisins?

Af hverju er bara skorið niður í viðhaldi og framkvæmdum?

Mynd: Í Elliðaárdalnum, 1.11.09.

 


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Er svo hjartanlega sammála þér ríkið verður að spara það geri kröfur til hins almenna borgara og þá verður það að gera hið sama til sjálf síns.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 9.11.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Síðan hækkar hækkun virðisaukaskats ´lánin

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2009 kl. 20:39

3 identicon

Sæll Friðrik.

Þetta er góð grein og nauðsynlegt að benda á þessar staðreindir.

kveðja Kristjan Baldursson

Kristjan Baldursson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 09:55

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Er ekki fyrst og fremst verið að færa framkvæmdarfjárfestinguna yfir í framkvæmdir á vegum lífeyrissjóðanna? Er þetta ekki fyrst og fremst bókhaldstrikk til að láta eins og ekki sé verið að safna eins mikið af skuldum.

Héðinn Björnsson, 10.11.2009 kl. 16:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband