Fjárhagstjón vegna Hryðjuverkalaganna sambærilegt og ef Reykjavík hefði verið jöfnuð við jörðu?

Hernaðarárásin á Ísland. 

Það fjárhagslega tjón sem ríkisstjórn Gordon Brown hefur valdið hér á landi með því að setja Hryðjuverkalög á Íslenska ríkið og frysta allar eigur allra Íslenskra banka í Bretlandi, þar með talið gull- og gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands hefur valdið þjóðinni gríðarlegu tjóni.

Vissulega settum við Íslendingar mjög hæpin lög sem eru og voru Neyðarlögin en þurftu Bretar að gera okkur gjaldþrota vegna þeirra?

IMG_1505Áttum okkur á því að Bretar vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalögin og frystu meira að segja eignir Seðlabanka Íslands í Bretlandi.

Þeir vissi nákvæmlega að með því að fyrsta eigur þriggja stærstu banka Íslands og Seðlabankans voru þeir að setja þessa banka í gjaldþrot og um leið lama efnahagslíf landsins og vinna þar með eitt mesta efnahagslega hryðjuverka á einni þjóð sem sést hefur í Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.

Þeir vissu nákvæmlega hvað afleiðingar það myndi hafa að setja hryðjuverkalögin á okkur.

Í framhaldi féllu allir Íslensku bankarnir, krónan féll um 50% sem þýddi að allar erlendar skuldir hækkuðu um 100%. Um 70% af öllum skuldum fyrirtækja í landinu voru í erlendum gjaldeyri þegar þetta gerðist og urðu mörg þeirra þá þegar tæknilega gjaldþrota. 

Ríki, sveitarfélög og orkufyrirtækin okkar sem tekið hafa háar fjárhæðir að láni í erlendum gjaldeyrir eru líka mjög illa stödd þegar skuldirnar og afborganir af þeim hafa tvöfaldast.

Að ekki sé minnst á almenning og erlendu lánin hans, íbúðarlán, bílalán o.s.frv.

Vegna þessa gengishruns þá hefur allur innflutningur tvöfaldast í verði með tilheyrandi verðbólgu og vísitöluhækkunum verðtryggðra lána.

"Hit them where it hurts" segja Bretarnir og í stað þess að senda herþotur til að sprengja Reykjavík í loft upp þá settu þeir á okkur hryðjuverkalög sem hafa valdið okkur sambærilegu tjóni og ef Reykjavík hefði verið jöfnuð við jörðu.

Stór hluti landsmanna hefur verið í afneitum frá því fyrir hrun og ekki viljað enn horfast í augu við raunveruleikann og það sem hér gerðist. Eitt af því sem við höfum ekki viljað horfast í augu við er að við urðum fyrir nútímalegri hernaðarárás þjóðar sem við tölum vera vinaþjóð okkar.

Þessi árás hafið þann eina og sama tilgang og aðrar hernaðaraðgerðir og það er að valda óvininum eins miklu tjóni og hægt er án þess að verða sjálfur fyrir tjóni. Tilgangur hernaðaraðgerðarinnar var að mola niður óvininn og fá hann til að gefast upp og samþykkja nauðarsamninga sem sigurvegaranum eru þóknanlegir.

Við sem þjóð þurfum að fara að horfast í augu við veruleikann. Það var ráðist á okkur eins og ef um hernaðaraðgerð hafði verið um að ræða og samfélagið okkar mölbrotið fjárhagslega af nágrannalandi okkar, Bretlandi. Tjónið samsvarar því að Reykjavík hafi verið jöfnuð við jörðu.

Við höfum í framhaldi verið neydd til þess að skrifa undir nauðasamningana.

Hvers vegna í ósköpunum erum við enn með sendiráð og sendiherra hjá þessum kúgurum okkar?

Af hverju er ekki fyrir löngu búið að slíta stjórnmálasambandi því Breta?

Af hverju er ekki búið að selja sendiráðið og sendiráðsbústaðinn í London?

Af hverju er ekki búið að reka sendiherra Breta og allt hans lið burt úr landinu?

 


mbl.is Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kalikles

New world order er markmiðið!AGS er handrukkari ameríska, breska og evrópska seðlabankanns sem á að breyta í "The world bank" heimsvaldastefna sem virkar svona; bankarnir knésetja og AGS yfirtekur! Ekki flóknara en þetta.

Kalikles, 1.9.2009 kl. 11:35

2 identicon

And of course Iceland is completely innocent.........!!!!!!!!!!!!!

You were a nation of spoilt children in a toy shop.......and you can´t afford to pay for the toys you bought with borrowed money.......It really is that simple!!!!

.How very very childish you are...........

Fair Play (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 11:48

3 Smámynd: ThoR-E

Fair Play.

Dont play dumb and act like you dont know, to make a point. You know better.

You know that the banks and theyr owners are the reason for what happend. Some say they robbed the banks from inside. Probably not far from the truth.

You cannot make a nation accountable for actions of 50-100 people.

95% of the nation probably didn´t know what Icesave was. I didn´t.

I didn´t own a bank. I didn´t own a yact or a expensive car or a big house. 

My car was new in ´98. He cost 350.000 isl krona.

I didn´t own a bank. I didnt steal money from Holland or U.K savers ... 

why are you saying that i am responsable ?

You know all this, but still you go into allmost all of the blogsites where there is Icesave and the icelandic financial collapse discussion. And everywhere you talk about it´s the nations fault. It´s the people´s fault. It´s all the 320.000 citizens of Iceland fault that Icesave and Landsbanki lost dutch and u.k savers money.

you know better but still you say this.

Þessi kjáni fer um alla bloggheima með þennan áróður sinn.

ThoR-E, 1.9.2009 kl. 12:14

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessi Fair Play er eitthvað furðuverk sem þvælist um bloggið. Hann er óskaðlegur vegna þess að málflutningurinn er of heimskulegur til þess að vera marktækur.

Friðrik ég þakka þér fyrir ágæta greiningu á atburðarrásinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Því hefur verið hvíslað að mér að þessi Fair Play sé starfsmaður Breska sendiráðsins hér í Reykjavík.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.9.2009 kl. 14:12

6 Smámynd: Lárus Baldursson

Og svo er undirlægju hátturinn í íslendingum svo mikill að það er verið að sýna á RUV heimildarmynd um bresku hirðina, ég hef ekki geð í mér til að horfa á þessa þætti eftir þessa árás Breta á ísland.

Lárus Baldursson, 1.9.2009 kl. 19:25

7 identicon

@Fair play.

Play the game fair

 ps.  If you are a employee of the british embassy.  Try to google , lets say:  British colonies brutality or british imperialism  (should the british taxpayers pay for all the national resources , stolen by the british empire ?  If you should pay for the damage you made in India , Iraq or Africa you would be bankrupt in a split of a second

Dont be so childish.  I should not pay for ICESAVE because I did not know ICESAVE existed .

And 

Jonas (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 20:02

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Góður pistill. Ættum að slíta stjórnmálasambandinu við þessa nýlendukúgara og fara í mál við Brúna og hans ört fallandi stjórn sem notaði íslenskan almenning til að auka vinsældir sínar heima við. Þessu hefði aldrei verið beytt á neina aðra Evrópuþjóð.

Ævar Rafn Kjartansson, 1.9.2009 kl. 21:26

9 identicon

Sammála Friðrik, þetta var ótrúlega óvægin árás sem er óskiljanleg af svokallaðri vinaþjóð. Ég er einn þeirra sem var á móti ríkisábyrgð á Icesave af ýmsum ástæðum sem ég ætla ekki að fara í hér. En það sem ég hef bent á er að rétt hefði verið að fara fram á að Icesave kröfurnar, sem eiga svo sannarlega rétt á sér og nauðsynlegt er að greiða, fari fyrst í þrotabúið og svo í Tryggingasjóð innistæðueigenda ef lágmarksupphæðin innheimtist ekki. Miðað við yfirlýsingar viðskiptaráðherra og annarra í þessari ríkisstjórn um eignir þrotabúsins þá fengist skuldin greidd, enda stóð aldrei annað til. Það var engin ástæða fyrir ríksstjórnina að gera íslenskan almenning millilið í þessu máli. Því miður var þessi leið ekki farin.

Ástæður þess að við slítum ekki stjórnmálasambandi við Breta er kannski sú að betra er að hafa aðgang að þeim til að sækja okkar mál, nú eða seinna meir. Ef við slítum sambandi þá er hætt við að við eigum ekki þann aðgang og fáum aldrei bætur fyrir svínslega hegðun núverandi ráðamanna í Bretlandi. Við skulum sjá hvað gerist þegar mesta harkan er horfin úr málinu.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 02:51

10 Smámynd: Hörður Halldórsson

   Það hefði verið í lagi að borga Hollendingum   X upphæð en Bretar voru búnir að taka út sína peninga .   hér kemur  nokkurra mánaða frétt    :"fjárhæð sem var á Icesave-reikningum í lok júní og við hrun bankans,var  um fjórir milljarðar punda,. Samkvæmt þessu má því segja að stærstur hluti Icesave-peninganna hafi farið í bresk útlán. En einnig mætti taka svo til orða að Icesave-innstæðurnar hafi staðið undir útlánum bankans í Bretlandi ."   Peningarnir hringsóla þar að auki í bresku hagkerfi og skila þar sköttum og skyldum.Þannig að ég vorkenni BRETUM ekki neitt þó að þeir sjái um að bæta icesave tjónið í sínu landi.

Hörður Halldórsson, 2.9.2009 kl. 08:44

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Málið er að við hljótum að þurfa að fara að gera þetta mál upp og meta það tjón sem hér varð þegar Bretarnir vísvitandi felldu alla bankana okkar og lögðu þar með íslenskt efnahagslíf í rúst.

Tjónið hér heima vegna þessara aðgerða Breta er gríðarlegt.

Þetta tjón eigum við ekki að bera bótalaust.

Við eigum ekki að láta eins og þetta ofbeldi gagnvart okkur hafi ekki átt sér stað.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.9.2009 kl. 09:43

12 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er margt undarlegt við þetta icesave mál. Stórundarlegt reyndar. Góður pistill og maður spyr sig.....

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.9.2009 kl. 10:51

13 identicon

Rakst á þessa færslu og fannst hún dálítið undarleg(!?)

"í framhaldinu féllu allir íslensku bankarnir, krónan féll um 50%...."

"The_Landsbanki_freezing_order" lögin, sem sett voru á Lamdsbankann, rekstraraðila og umráðamenn, tóku gildi kl. 10:10 þann 8. oktober 2008. Þá þegar voru tveir bankar fallnir og sá þriðji á brúninni. Í því ljósi er fullyrðing þín óskiljanleg.

Gengisvísitalan þ. 6:_okt._2008 var 231 en er í dag 2. sept. 2009 233.795  gengið hefur því "fallið" um 1.21% frá því umrædd lög voru sett, til dagsins í dag.

Takk fyrir þitt (yfirleitt) ágæta blogg en þessi færsla finnst mér frekar klén.

sigurvin (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 21:51

14 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sigurvin

Þetta er rétt hjá þér, krónan var fallin svona svakalega þegar þarna var komið við sögu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.9.2009 kl. 00:12

15 Smámynd: ThoR-E

Þrátt fyrir það kostuðu þessi hryðjuverkalög Ísland gífurlegar fjárhæðir.

ThoR-E, 4.9.2009 kl. 16:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband