Að sitja á Alþingi í boði Landsbankans.

Eins og við var að búast þá valdi Alþingi auðveldustu leiðina út úr Icesave málinu. Að láta börnin borga.

Að óska eftir breytingum á samningum sjálfum var of erfitt og of mikið mál. Auðveldast var að samþykkja óbreyttan samninginn frá því í haust, samning sem gerður var af fyrri ríkisstjórn á strandstað í óðagoti, með fársjúkt fólk í forystu.

Þingvellir 2009077Mikil er ábyrgð stjórnar Landsbankans sem ákvað að veðsetja þjóðin fyrir 1.400 milljarða króna til þess að fjármagna eigin rekstur.

Meðan Landsbankinn veðsetti þjóðina fyrir 1.400 milljarða settu þeir milljónir á milljónir ofan inn í prófkjörsbaráttu flestra þeirra þingmanna sem sátu, og sitja enn, á Alþingi meðan þessi veðsetning fór fram.

Meðan Landsbankinn veðsetti þjóðina fyrir 1.400 milljarða settu þeir tugir milljóna inn í stjórnmálaflokkana á Íslandi.  Bara er búið er að upplýsa um hluta af þeim greiðslum. Upplýst hefur verið um greiðslur sem aðalskrifstofurnar fengu frá Landsbankanum. Ekkert hefur verið upplýst um fjárstuðning sem einstök flokksfélög þessara flokka um land allt hafa fengið.

Meðan Landsbankinn veðsetti þjóðina fyrir 1.400 milljarða þáðu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og annarra eftirlitsaðila gjafir, greiða, kauprétti og boð á ýmiskonar uppákomur, golfmót, móttökur, utanlandsferðir, endalaust áfengi fyrir jól, áramót og páska. Svo má áfram telja. Sjá þessa grein hér.

Nú er komið að þjóðinni að axla ábyrgð á þessari veðsetningu. 

Veðsetningu sem er til komin vegna þess að bankinn fór og féfletti almenning í Bretlandi og Hollandi. Féfletti segi ég því fram hefur komið að vitað var þegar bankinn hóf að safna innlánum í Hollandi vorið 2008 að bankinn var gjaldþrota.

Nú er komið að þjóðinni að axla ábyrgð á aðgerðum og aðgerðarleysi þingmanna / ráðherra þegar þeir leyfðu þessum Landsbankamönnum að féfletta almenning á Bretlandi og Hollandi um leið og þeir veðsettu þjóðina. 

Nú er komið að þjóðinni að axla ábyrgð á aðgerðum og aðgerðarleysi starfsmanna eftirlitsaðila þegar þeir leyfðu þessum Landsbankamönnum að féfletta almenning í Bretlandi og Hollandi um leið og þeir veðsettu þjóðina. 

Hvenær rennur sá dagur að þeir sem komu okkur í þessa stöðu, að eigur þeirra verið gerðar upptækar og þeir dæmdir af verkum sínum?

Hvenær rennur sá dagur að þeir alþingismenn / ráðherrar sem komu okkur í þessa stöðu þurfi að axla sín skinn?

Hvenær rennur sá dagur að þeir starfsmenn Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans sem komu okkur í þessa stöðu verði látnir sæta ábyrgð fyrir sín afglöp í starfi?

Hvenær nær réttlætið fram að ganga?

Mun það nokkurn tíma ná fram að ganga meðan á þingi situr fjöldi þingmanna í boðið, ekki bara Landsbankans heldur líka í boði Kaupþing og Glitnis?

Við þekkjum hvernig þetta fólk vinnur. Það sáum við þegar núverandi og fyrrverandi ríkissaksóknurum var falið að rannsaka syni sína þegar til stóð að rannsaka hvort eitthvað saknæmt hefði verið gert í aðdraganda bankahrunsins. Þessi blygðunarlausa tilraun til yfirhylmingar er fordæmalaus í vestrænum réttarríkjum.

Með allt þetta fólk enn á þingi í boðið bankana, með alla sömu starfsmennina í Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum, nú og fyrir hrun, með ríkissaksóknara sem tók að sér að rannsaka hvort sonur hans hefði framið lögbrot, þá mun aldrei nást fram neitt réttlæti á Íslandi.

Auðvita samþykkti þetta fólk óbreyttan Icesave samning. Í framhaldi mun fara í gang þöggun og yfirhylmingar og öllum óþægilegum málum verður sópað undir teppi. Engin mun verða ákærður og engin mun þurfa að axla ábyrgð.

Málið er leyst með því að þjóðin er látin borga. Og það besta við "dílinn" er að þetta lendir á næstu kynslóð. Einfalt og þægilegt.

Sem áhorfandi héðan utan úr samfélaginu þá er það þessi mynd sem blasir við og hún er sorgleg.

Mynd: Við Deildartunguhver

 


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Andsk. ertu beinskeyttur. Maður er að lesa hverja módelfærsluna af annarri hérna á blogginu. Kveðja, BF.

Baldur Fjölnisson, 28.8.2009 kl. 17:43

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er mjög harður og knappur og hrár texti en jafnframt mjög sannur. Mér datt einhverra hluta vegna í hug gömul stuttmynd Claude Lelouche frá áttunda áratugnum í sambandi við hvernig hægt er að koma fram tjáningu. Læt ykkur eftir að finna út hver myndin er.

Baldur Fjölnisson, 28.8.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Afsakið, Claude Lelouch er víst rétta nafnið. Þetta var cinema verite hjá honum og finnst mér margir bloggarar ná þeirri tjáningartegund þessa dagana.

Baldur Fjölnisson, 28.8.2009 kl. 21:52

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Innilega sammála. Samfélag okkar er búið að vera, að minnsta kosti þar til við fáum réttlæti. Án þess mun engin alvöru uppbygging eiga sér stað.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.9.2009 kl. 10:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband