Seðlabankinn mun sólunda þessu fé og þjóðin mun sitja uppi með skuldina.

Þetta lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum upp á 4,5 milljarðar USD, eða sem samsvarar nærri 700 milljörðum ÍKR, á ekki að nota til annars en leggja það inn á banka í USA og borga af því vexti. Þessa peninga á ekki að nota í neina uppbyggingu hér heima. Þetta fé á eingöngu að nota sem gjaldeyrisvarasjóð. 160

Fram til ársins 2001 höfðum við áratugum saman um 7 milljarða í gjaldeyrisvarasjóð, eða sem svarar gjaldeyri til að kaupa aðföng til landsins í þrjá mánuði.

Hvaða yfirskot er þetta að fara nú að hundraðfalda gjaldeyrisforðann? Ef 7 milljarðar dugðu vel áratugum saman af hverju þarf allt í einu 700 milljarða nú þegar öll erlend bankastarfsemi í landinu er hætt?

Við það að taka þetta lán þá erum við að auka skuldir ríkisins um 50% af vergri landsframleiðslu. Við það mun lánshæfismat ríkisins lækka og afleiðingar þess verða að erfiðara verður fyrir ríkið og alla hér á landi að fá lán auk þess sem vextir á þeim lánum sem fást á komandi árum verða hærri.

Ég held því miður að þessi ákvörðun um þessa 700 milljarða sé enn eitt bullið sem ákveðið var  á "strandstað" í haust þegar skipstjórinn og áhöfn hans vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Það hefði kannski verið skynsemi að vera með slíkan gjaldeyrisvarasjóð misserin fyrir kerfishrun en hver er tilgangurinn sem slíkum sjóði nú?

Ég fyrir mitt leyti yrði guðs lifandi feginn ef þetta lán yrði ekki tekið. Ég hef enga trú á að þetta lán breyti neinu um gengi krónunnar. Áhættan sem við erum að taka með þessu láni er hins vegar gríðarleg. Allar líkur eru á að Seðlabankinn eyði þessu fé í tilgangslausa baráttu við að verja krónuna. Saga Argentínu mun endurtaka sig hér þegar í Argentínu 10 milljarðar USD hurfu þar á einum degi. Ef við tökum þetta lán þá mun ekkert breytast annað en þetta fé hverfur og þessir 700 milljarðar munu bætast ofaná skattana okkar á komandi árum.

Það eina sem við vitum með vissu er að við getum ekki treyst Seðlabankanum fyrir þessu fé. Eftir að þeir lánuðu 350 milljarða í fyrrasumar án veða inn í gjaldþrota bankakerfi og settu 270 milljarða í peningamálasjóði þeirra strax eftir hrun, þá er alveg ljóst að bankinn mun sóa þessum 700 milljörðum. Þetta fé mun gufa upp í höndunum á þeim. Þess vegna er betra að þjóðin taki ekki þetta lán. Þó einn nýr maður hafi komið inn í Seðlabankann frá því i kerfishruninu þá sitja allir hinir snillingarnir þarna ennþá.

Til hvers í óskupunum erum við að taka þetta lán? Af hverju þarf svona svakalegan gjaldeyrisvarasjóð þegar öll erlend bankastarfsemi er hætt hér á landi? Við eigum í dag gjaldeyrisvarasjóð sem er töluvert meira en sem svarar þriggja mánaða innflutningi, er það ekki bara nóg?

 


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Staðreyndin er sú að þessi erlendu lán er tekinn til að endurfjármagna skuldir fyrirtækja landsins, útgerða, sveitarfélaga, landsvirkjun og orkuveitu reykjavíkur. Ég skil ekki hvernig þjóðin gat gleypt þá lygi að við værum að fara taka þúsundir milljarða í lán bara til þess að greiða af þeim vexti, undir því yfirskini að við þyrftum þessa peninga í gjaldeyrisvaraforði(haha, gjaldeyrisvarforða þegar hér eru gjaldeyrisihöft )

Mig minnir að endurfjármögnunarþörf sveitarfélaga, landsvirkjun og orkuveitu reykjavikur erlendum gjaldeyri séu um 1200 milljarðar króna á næstu 2-3 árum, gjaldeyrir sem kemur af vöruskiptajöfnuði eru smápeningar miðað við þetta og þá eru ótalinn öll fyrirtækin og endurfjármögnunarþörfin þeirra. Nú liggur fyrir að ekki neinn einasti banki lánar hingað til lands, meira segja þróunar og fjárfestingarbankar eru hættir að lána hingað. Einhverstaðar verður þessi gjaldeyrir að koma frá. Segjum nú að Ríkið muni tryggja öll þessi lán sem við þurfum að endurfjármagna, það er nánast að öll þessi lán dugi fyrir því, hvað þá að eitthvað verði þá eftir í þessum gjaldeyrisvaraforða(og ef hann er ekki sterkur þá er allt tal um að lækka stýrivexti og afnema gjaldeyrishöft bara draumsýn ein). Segjum svo að það sé ekki nóg, og fyrirtæki fara að hrynja niður, þá er þjóðin að missa fyrirtækin, sem þýðir minni þjóðarframleiðslu og enn meiri niðurskurð/skattahækkanir og meira atvinnuleysi og aðra botnlausa dýfu á gengi krónunnar, en líka það að við töpum peningunum sem við lánuðum þessum fyrirtækjum og höfum ekkert til að greiða með þegar kemur að skuldadögum hjá IMF og norðurlandaþjóðum, lán sem nú væru miklu hærri vegna ennfrekari veikingu krónunnar.

Það sem skiptir ÖLLU MÁLI, er að fjármagnsmarkaðir opnist fyrir okkur svo þessi fyrirtæki, sveitarfélög og fleiri geti endurfjármagnað sig sjálf. Þá þurfum við ekki að ganga á þessi lán, gætum jafnvel sleppt því að taka mörg þeirra, til dæmis Pólverja og Rússa lánið, og ef fyrirtækin fara á hausinn, okei slæmt fyrir fyrirtækin og slæmt fyrir efnahaginn, og slæmt fyrir erlendu fjárfestana sem lánuðu peningana, í það minnsta er það þá ekki ríkissjóður sem er líka að tapa þessum lánum. 

Jón Gunnar Bjarkan, 31.7.2009 kl. 01:34

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Lánið er stuðpúði fyrir krónuna, þ.e. gjaldeyrisvarasjóður. Ef við hefðum haft evru þá ætti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ekkert erindi hingað því þá væri engri krónu að bjarga.

Þeir sem síðustu 15 árin hafa staðið í vegi þess að við tækjum upp evru með aðild að ESB þeir völdu því IMF/AGS með öllu sem honum fylgir. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er með risaláninu bara að búa til böffer eða gjaldeyrisvarasjóð fyrir krónuna svo hægt verði aftur að nota hana í viðskiptum. Án krónunnar og sem hluti af alþjóðlegu myntsvæði í hennar stað ætti IMF ekkert erindi hingað þó allt annað hefði farið eins, þess utan er næsta víst að þó kreppa hefði gengið hér yfir hefði hrunið hefði orðið ef við værum í ESB.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.7.2009 kl. 01:50

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þessir 6-700 milljarðar eru eyrnamerktir í gjaldeyrisvarasjóð og IMF spáðu því sjálfir fyrir nokkrum vikum að verulega gengi á hann þegar gjaldeyrishöftunum yrði aflétt í áföngum. Lilja Mósesdóttir ítrekar þennan skilning á facebook síðu sinni - sjá síðustu bloggfærslu mína.

Ólafur Eiríksson, 31.7.2009 kl. 02:15

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik það má líta á þetta sem Icesave2, erlendir fjárfestar sem ekki hafa getað flutt sitt fjármagn út leggja hart að IMF að koma þessum gjaldeyrisvarasjóði af stað svo þeir geti notfært sér hann til að skipta ónýtum krónum yfir í evrur og dollarar sem íslenskir skattgreiðendur borga vexti af.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 31.7.2009 kl. 06:58

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sjáið nú í hvaða stöðu við erum. Jón Gunnar (1) heldur því fram að lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, AGS, eigi að nota til að endurfjármagna lán fyrirtækja og stofnana hér innanlands. Ef það er raunin þá myndi ég skilja þessa lántökur hjá AGS.

En Geir Haarde og fleiri í síðustu ríkisstjórn seldu okkur hugmundina að komu AGS hingað til landsins og að taka þyrfti þetta mikla lán frá nágrannaþjóðum okkar á þeim forsendum að þetta fé ætti eingöngu að notað sem gjaldeyrissvarasjóð og þetta fé ætti undir engum kringumstæðum að nota. Þetta fé ætti að liggja óhreyft og við myndum eftir ákveðinn tíma skila því.

Þennan skilning hefur núverenda ríkisstjórn áréttað ítrekað. Menn hafa jafnvel gengið svo langt að telja þetta lán ekki með skuldum þjóðarbúsins í sínum útreikningum, sbr. gögn frá Tryggva Herbertssyni.

Jón Gunnar (1) segir stjórnvöld ljúga þessari skýringu að okkur, þetta fé verði notað til að endurfjármagna skuldir hér innanlands.

Helgi (2) vill meina að þetta eigi að vera gjaldeyrisvarasjóður eins og stjórnvöld segja.

Ólafur (3) og Andri (4) halda því fram að þetta eigi að vera gjaldeyrisvarasjóður en hann muni ekki liggja óhreyfður, hann verði notaður og það muni ganga verulega á hann. Þennan sjóð / lán eigi að nota til að skipta gjaldeyrir út fyrir krónur, þ.e. kaupa krónur af erlendum fjárfestum sem eiga krónur hér heima og láta þá fá gjaldeyrir í staðinn.

Hvort sem Jón Gunnar (1) eða Ólafur (3) og Andri (4) hafa rétt fyrir sér þá er niðurstaðan sú sama, þessu fé verður eytt á örskömmum tíma og eftir stendur þjóðin, búin að skuldsetja sig um 700 milljarða króna eða um 50% af landsframleiðslu og með tóman gjaldeyrisvarasjóð. Þegar þetta verður staðan næsta vor, þá fyrst erum við komin í vanda. Þá verðum við búin að eiða láninu frá AGS og hvergi verða þá ný lán að fá. Það er þetta sem ég óttast og það er þessi staða sem ég óttast að við munum standa frammi fyrir.

Ekkert hefur þá gerst annað en þjóðin er í enn verri stöðu en áður. Í stað þess að taka á vanda í rekstri Seðlabankans, viðskiptabankana, orkufyrirtækjanna og sjávarútvegsins á þá að redda þeim enn einni framlengingunni á bullrekstrinum með botnlausum lántökum?

Með því að taka þetta lán hafandi gert engar breytingar hér innanlands með allt óbreytt og allt sama fólkið í sömu lykilstöðunum og keyrði okkur inn í hrunið, haldið þið að þetta fara á einhvern annan veg en þann sem ég óttast?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 10:07

6 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Hér höfum við upplýsingar beint frá fulltrúa IMF á Íslandi um hvernig málið liggur;

Frétt vísis.is

Rozadowski segir að þegar höftin verði afnumin megi reikna með því að ganga muni verulega á gjaldeyrisforðann. Nú er unnið að uppbyggingu forðans með lántökum bæði frá AGS, skandínavísku ríkjunum o.fl. Hugmyndin er sú að hefja afnám haftanna seint á þessu ári.

Ólafur Eiríksson, 31.7.2009 kl. 11:18

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Vil taka fram að ég er samt sammála Helga. Ef við hefðum Evru þá litið málið út allt öðruvísi, það segir sig sjálft. Eins og ég segi, mig minnir að endurfjármögnunarþörf vegna ríkisskulda, sveitarfélaga og fyrirtækja tengd hinu opinbera eins og Landsvirkjun, Orkuveitu(hugsanlega nýju bankana líka) séu 1200 milljarðar í erlendum gjaldeyri á næstu 2-3 árum. Ég fer núna á Ínn og fletti þessi upp, mig minnir að þetta séu tölurnar sem Yngvar(hagfræðingur ÍNN og einn umsækjanda um seðalbankastjórstöðu) kom með í þætti hans fyrir skömmu. Það er ljóst að gjaldeyrirafgangur af vöruskiptum okkar við útlönd til greiða upp þessa 1200 milljarða nær hvergi nálægt þeirri upphæð, afgangurinn er 60 milljarðar á ári, aðeins 180 milljarðar á 3 árum, það er ansi langt frá 1200 milljörðum sem vantar á næstu 3 árum, og þá eru ekki einu sinni talinn inn í þetta einkafyrirtæki  og útgerðir sem eru skuldug upp fyrir haus í erlendri mynt og þurfa líka að endurfjármagna sig en koma allstaðar að lokuðum dyrum.

Er ekki AGS lánið 2 milljarðar dollara? 250 milljarðar islenskra. Norðurlandþjóðalánin eitthvað svipað. Pólverja, færeyinga og rússalánin um 50 milljónir hvert eða svo. Það gerir samanlagt um 650 milljarða, plús 180 milljarða í gjaldeyir af vöruskiptajöfnuði næstu 3 ár, samanlagt 830 milljarðar. ÖLL ÞESSI LÁN PLÚS GJALDEYRISAFGANGUR AF VÖRUSKIPTUM DUGIR EKKI EINU SINNI, ef þessar tölur eru réttar hjá mér það er að segja.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Hvað á svo að skilja eftir í gjaldeyrisvaraforðanum til að afnema gjaldeyrishöft og styrkja krónu???????????????

Það liggur í augum uppi að þessi þjóð fer rakleiðis í gjaldþrot með haus og hala, sveitarfélög jafnvel líka, ef ekki opnast fjármagnsmarkaðir svo að fyrirtæki og sveitarfélög geti endurfjármagnað sig. TIl dæmis er spá Þórólfs Matthíassonar hagfræðings í speglinum á rás 1 ansi skuggaleg einmitt út af þessu með lokaða fjármagnsmarkaði, að hans mati liggur við algert hrun. En það liggur alveg fyrir að við værum í allt annarri stöðu ef við værum með evru, því þá væri sjálft hagkerfið okkar keyrt á þeim gjaldeyri sem við þyrftum að greiða til baka, í staðinn fyrir að þurfa að reyða okkur gjaldeyrisafgang og lán í erlendri mynt.

Ætla að kíkja á þetta viðtal aftur við Yngvar hagfræðing upp á tölurnar um endurfjármögnunarþörfina.

Jón Gunnar Bjarkan, 31.7.2009 kl. 12:12

8 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ef ég má ætla að ég segja tvennt;

1) Að taka risalán í gjaldeyrisvaraforða mun ekki auðvelda endurfjármögnun erlendra lána, eða bæta lánshæfi eða aðgengi að fjármálamörkuðum. Allra síst þegar það bókstaflega blasir við í hvað hann mun fara að megninu til - til að fjármagna fjárflótta út úr landinu. Þvert á móti eykur þetta skuldir ríkisins og skilar verra lánshæfismati þess og hærri vöxtum - eins og allar skuldir hljóta að gera.

2) Vandi íslands er umframeyðsla yfir langt tímabil. Stórkostlegur halli á viðskiptum við útlönd hefur hlaðið hér upp illviðráðanlegu skuldafeni við útlönd. Hvaða mynt er notuð hér innanlands, króna, evra, eða gull hefur ekkert með það að gera. Erlendar skuldir verður að greiða með útflutningi á vörum og þjónustu, eða fjármagnstekjum erlendis frá eftir því hvernig á það er litið. Ef við værum með evru héti vandinn ekki gjaldeyriskreppa, hann héti líklega greiðsluþrot í staðinn. Nærtækt dæmi eru frændur okkar Írar en bankakerfið írska skuldar evrópska seðlabankanum sem nemur heilli landsframleiðslu Írlands. Ágætt á meðan það varir en þetta eru skammtímalán sem velt er áfram og það þarf víst að borga þau líka - einhverntímann!?

Ólafur Eiríksson, 31.7.2009 kl. 13:29

9 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Punkturinn er semsé: það er víst enginn ókeypis hádegisverður, nema náttúrulega fyrir bandaríkin sem eiga prentvél sem prentar gjaldmiðil sem allir taka við. Ef þau prenta of mikið fellur hann síðan í verði sem rýrir skuldir þeirra. Eða eins og ágætur bandarískur hagfræðingur sagði; your debt your problem - our dept also your problem.

Aðildarríki ESB fá vissulega lítilsháttar myntsláttuhagnað af sinni evruprentun, en í samhengi hlutanna er það dropi í haf. Fyrir ísland áætlað örfáir milljarðar árlega. 

Ólafur Eiríksson, 31.7.2009 kl. 13:32

10 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já var að fakttékka þetta, þetta var úr Hrafnaþingi þann 09.06.2009. Gróft á talið þá taldi Yngvi Örn Kristinsson að skuldbindingar sem ríki, sveitarfélög og orkufyrirtæki þurfa að inna af hendi á næstu 3-4 árum, séu um það bil 1100 milljarðar. Hér er hann væntanlega að meina í erlendum gjaldmiðli þar sem sveitarfélög, orkufyrirtæki og ríki eru nánast eingöngu nú með skuldir í erlendum gjaldeyri. Þetta er fyrir utan öll útgerðarfyrirtæki og einkafyrirtæki. Það liggur í augum uppi að afgangur af gjaldeyri eftir vöruskiptajöfnuð, miðað við nýjustu tölur fyrir síðustu 6 mánuðu upp á 33 milljarða, 66 milljarða á ári, á fjórum árum gerir 264 milljarða. Því er augljóst að endurfjármögnina verður að taka að láni. Meira segja öll láinin sem við erum að fara taka núna frá AGS, Norðurlandaþjóðunum, Póllandi, Rússum og Færeyjum muni ekki duga fyrir þessum skuldum, og þá ef við reiknum með að nota allan peninginn af þessum lánum plús gjaldeyri af vöruskiptajöfnuðinum beint í þessar endurfjármögnun. Þá er ekkert eftir fyrir gjaldeyrisvaraforðann né heldur til að hlaupa undir bagga með endurfjármögnun einkafyrirtækja eða útgerða.

Af þessu má vera alveg ljóst hvað bíður okkar ef ekki muni opnast fjármagnsmarkaðir. Ef fjármagnsmarkaðir opnast þá er ég ekkert á móti því í sjálfum sér að nota þessi lán til að endurfjármagna skuldir þessara ríkisstofnana(ef við gerum það ekki þá fara þær hvort eð er á hausinn). Þá fáum við kannski jafngóða vexti greidda til baka og við erum að greiða til dæmis AGS(reyndar er þá til dæmis sveitarfélag að borga vexti til Ríkis og því erum við að greiða okkur sjálfum vexti) en í það minnsta þá erum við að koma í veg fyrir að sveitarfélög, orkufyrirtækin og svo framvegis fari rakleiðis á hausinn, en þá verður líka aðgerðin að heppnast.

Númer 1, 2 og 3 er að opna fjármagnsmarkaði til að fá erlent fjármagn, helst langtíma fjármagn inn í landið því ef þeir opnast ekki þá náum við aldrei að endurfjármagna allar skuldir okkar og þá fer gjaldþrotahrina af stað, gríðarleg aukning atvinnuleysis, gengið lækkar meira(enn hærri erlendar skuldir). Og ég hef enga trú á því að fjármagnsmarkaðir opnist án þess að samþykkja Icesave, það er bara nokkuð ljóst. Þetta er svo væntanlega ástæðan fyrir því að AGS og Norðurlandaþjóðirnar vilja ekki afhenda lánin fyrr en gengið er að Icesave, þeir reikna ekki með því að fá lánin greidd til baka ef Icesave er ekki frágengið.

Ég held að Ríkisstjórnin viti þetta fullvel, og þess vegna kemur Steingrímur nú náfölur í myndavélarnar og segir að við verðum að samþykkja Icesave, maður sem hefði aldrei tekið það í mál að samþykkja svona samning í stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin fer bara hljótt með málið því hún vill ekki koma af stað þjóðarpanic. 

Jón Gunnar Bjarkan, 31.7.2009 kl. 13:51

11 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ólafur þú virðist ekki skilja vandamálið. ÞAÐ SKIPTIR ÖLLU MÁLI AÐ ÍRAR SKULDA PENINGANA Í SINNI EIGIN MYNT? Þú ert búinn að snúa þessu algjörlega á haus. Það er einmitt íslandi sem bíður greiðsluþrot, ekki Irlandi ef heldur áfram sem horfir. Afhverju? Því við þurfum að greiða í annarri mynt en þeiri sem við höfum yfir að ráða. hvernig í ósköpunum ætlar þú að greiða erlendar skuldir ríkisins og sveitarfélaga og ríkisfyrirtækja með erlendum gjaldeyri sem er ekki til í landinu. Án þess að endurfjármagna það sem upp á vantar með erlendum lánum, það er einfaldlega ekki hægt öðruvísi, því annars þegar kemur að gjalddögum, engar evrur til á Íslandi, hvað heitir það, GREIÐSLUÞROT. 

Gjaldeyrisafgangur eftir vöruskiptajöfnuð, það er að segja eftir að búið er að draga innflutningstekjur frá útflutningstekjur eru ekki nema 264 milljarðar á 4 árum eins og balancinn er núna. Á sama tíma þarf hið opinbera að endurfjármagna 1100 milljarða, annars fer hið opinbera, það er að segja sveitarfélög og ríki í greiðsluþrot og þar á eftir í gjaldþrot. Og þetta er fyrir utan einkageirann!!!!!!!!!!!!

Jón Gunnar Bjarkan, 31.7.2009 kl. 14:07

12 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Nei, Jón. Ég er ekki að misskilja þetta og hef engu snúið við. Lesu betur. Ég geri engar athugasemdir við það sem þú setur fram um stöðuna á íslandi og erfiðleikana þar að lútandi.

Ólafur Eiríksson, 31.7.2009 kl. 14:50

13 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Blessaður Ólafur, þú skrifaðir: "Ef við værum með evru héti vandinn ekki gjaldeyriskreppa, hann héti líklega greiðsluþrot í staðinn." Það er einmitt greiðsluþrot sem við munum upplifa vegna gjaldeyrisskorts nema við endurfjármögnum lánin áfram í erlendum lánum(ef erlendir fjármagnsmarkaðir opnast ekki) Til dæmis þýðir ekkert fyrir íslenska ríkið að sækja féið til innlendra aðila og gefa út ríkisskuldabréf í krónum, það er ekki hægt að borga með því, Írland getur gefið út ríkisskuldabréf í evrum innanlands hinsvegar og endurfjármagnað sig þannig, getur auðvitað líka selt það erlendum aðilum og greiðslugeta Írlands til að greiða til baka lán í sinni eigin mynt er miklu betri en greiðslugeta okkar til að geta greitt til baka í erlendri mynt.

En varðandi þetta skemmitlega komment þitt um bandaríkjadollarann, tek auðvitað undir allt sem þú sagðir um það. Hitt ber þó að nefna að þá hafa reyndar flest lönd í heiminum það öryggisnet að verðbólguþrykkja sig í gegnum skuldir, því flestar þjóðir gefa út ríkisskuldabréf í eigin mynt og borga til baka í eigin mynt. Þannig að í þessu liggur ekki sérstaða dollarans. Íslendingar reyndar settu sjálfa sig í handjárn hvað þetta varðar að við settum upp verðtryggingu sem lokar fyrir það að geta verðbólgu lagt sig út úr vandanum en fyrir utan það þá erum við með lítinn gjaldmiðil sem engur tekur gildan.

Það sem skilur Bandaríkjamenn frá öðrum er að stofnanir eins worldbank og AGS veita lán sín í dollurum og svo að mikið af hrávöruverði í heiminum er tengt við dollarann. Þetta tvennt skilur hann semsagt frá öðrum og skapar gríðarlega eftirspurn eftir dollaranum fyrir utan USA. Þannig að þó dollarinn veikist eftir mikla seðlaprentun, þá er ekki dýrara fyrir Bandaríkjamenn að kaupa til dæmis olíu. Þetta fer hryllilega í taugarnar á olíuríkjum í miðausturlöndum að verð á þeirra helstu útflutningsvöru fari upp og niður eftir því hvað Federal Reserve og kemur alltaf til tals af og til innan OPEC að fara dreifa olíunni á fleiri gjaldmiðla eða skipta yfir í evru, því veikari sem dollarinn stendur og því lengur, þá eykst þrýstingurinn að skipta yfir í evru. Saddam Hussein skipti til dæmis yfir í evru, og græddi morðfjár því þá styrktist evran mjög gegn dollara, það styrktist svo mjög samsæriskenningar um að hernaði bandaríkjanna sé ætlað að verja dollarann þegar hann réðst svo í Írak. Íran kveðst ætla að setja upp olíu bourse í evrum, nú skilst mér að Asíubúar og Evrópubúar séu þegar farnir að greiða fyrir sína olíu frá Íran með evrum. Hugo Chavez hefur lika talað fyrir því að skipta yfir í evrur. Rússar eru svo að fara setja upp bourse með Rúblu, og Bretar eru þegar með slíka bourse og Norðmenn skilst mér líka. En þessir bourse þessar þriggja aðila nær aðeins um þeirra eigin framleiðslu, OPEC er allt í dollurum, nema þeir skipti yfir í evru það er að segja eða hluti OPEC ríkja.

Evran er þó alltaf að styrkjast á alþjóðmarkaði. Farið frá 19% markaðshlutdeild í gjaldeyrisvaraforðum ríkja upp í 26,5% á þessum nokkrum árum síðan hún var tekinn upp. Á sama tíma fór markaðshlutdeild dollarans úr 70,5% niður í 64% og því samt með mikla yfirburði alþjóðlega. Saman hafa þessir tveir gjaldmiðlar 90,5% markaðshlutdeild í gjaldeyrisvaraforðum ríkja í heiminum.

Hinsvegar er ég nú langt frá því að vera bjartsýnn að framtíð dollarans, hann er kominn undir svo mikinn þrýsting að eftir því sem dregur úr markaðshlutdeild hans, þá munu fjárfestar fara að efast um trúverðugleika hans til að standa undir honum og með allt þetta dollaramagn út um allt, þá mun hann fara rakleiðis á botninn, það er bara spurning hvenær það gerist. Ekkert ósvipað og til dæmis saga pundsins á 20 öldinni þegar hann missti sína world currency stöðu sem kom í smáskömmtum, nema brotlending dollarans verður miklu harðar.

Jón Gunnar Bjarkan, 31.7.2009 kl. 20:38

14 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þegar lokaðist fyrir alþjóðlega lánamarkaði fyrir bankana voru þeir de-facto búnir að vera. Innistæðureikningarnir voru síðasta hálmstráið. Þeir ryksuguðu allan gjaldeyri sem til var hér innanlands og fóru loks á hvolf. Ef við hefðum notað evru þá hefðu þeir hreinsað um allt lausafé, en það var ekki mikið til af því. Þeir hefðu því farið jafnt á hausinn hvernig sem allt veltist - nema ef evrópski seðlabankinn hefði dælt í þá ómældu fé. Ég efast um að það hefði staðið til boða.

Aðalatriðið er að það var búið að hreinsa allt kapítal úr landinu - eða öllu heldur var ekkert kapítal í landinu, bara skuldir. Bankainnistæður eru skuldir bankanna, eignir lífeyrissjóða eru skuldir einhverra annarra. Hér er enginn stór aðili til að kaupa ríkisskuldabréf í þeim mæli sem þarf t.d upp í icesave eða til að fjármagna viðskiptahalla, eða hvað sem er. Ástandið undir evru héti ekki gjaldeyriskreppa, heldur greiðslukreppa/þrot. Og eini lántveitandinn væri evrópski seðlabankinn - s.b.r dæmið sem ég nefndi fyrir írland. Vel að merkja þá skulda írskir bankar honum eina landsframleiðslu írlands gegnum neyðarlánaglugga og fl. en snúa sér síðan við og kaupa ríkisskuldabréf af írska ríkinu og fjármagna þannig hallarekstur þess. (þannig er ECB de-facto að fjármagna hallarekstur írska ríkisins sem þykir vond latína og er harðbannað í seðlabankabransanum) En þetta er ástæðan fyrir því að Írland er ekki hrunið, ekki lent í greiðsluþroti.

Þetta er punkturinn sem ég var að setja fram. Nú ætla ég ekki að saka þig um að villast á þessu, enda hefur þú greinilega velt þessu fyrir þér, en það er algengt að maður sjái það sjónarmið að gjaldeyriskreppan sé skilgetið afkvæmi krónunnar. Á vissan hátt er það rétt, en hinn raunverulegi vandi - allt of miklar erlendar skuldir- lagast merkilega lítið þó að við notuðum annan gjaldmiðil hér innanlands. Eiginlega ekki baun eins og staðan er. Nýlegt dæmi um hversu auðvelt væri að taka einhliða upp evru með því að skipta út grunnfé bankakerfisins og í framhaldi breyta öllum eignum og skuldum yfir í evrur staðfestir þetta. Það mundi samt ekki redda nokkrum hlut varðandi skuldastöðuna eða hversu erfitt er að borga erlendar skuldir. (fyrir utan að einhliða upptaka evru er pólitísk ófær leið, en það er önnur saga)

Það sem greinir að erlendar skuldir frá innlendum er að vextirnir (arðurinn) fer ekki aftur inn í sama hagkerfi og myndar skattekjur og veltu.  Hann fer út og virkar eins og skattur á útflutning. Afborganir erlendra skulda mynda síðan ekki greiðslustrauma um hagkerfið, þær fara bara út.  Þessvegna sagði Michael Hudson "It [Iceland] has broken the cardinal rule of international finance: Never borrow in a foreign currency for credit that you can create freely at home."

Hagkerfi í heild geta síðan lent í því sama og venjuleg heimili - að eiga ekkert nema skuldir. Vandamálið er sem sé ekki gjaldmiðillinn sem slíkur ( þó hann hafi vissulega nokkur áhrif) heldur að verið er að taka fjármagn út úr hagkerfi sem er afmarkað landfræðilega, af ríkisfangi, sameiginlegu skattkerfi, bankakerfi, os. frv.

KV

Ólafur Eiríksson, 1.8.2009 kl. 00:33

15 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Annars ágætur pistill hjá þér um dollarann. Ég var lengi sömu skoðunar og þú setur fram hér. Sá gamli er samt mun seigari en margir búast við. Aðalatriðið er að það er enn enginn valkostur við hann sem gjaldmiðil. Evran nær ekki þeim status, en það mál snýst ekki endilega um hversu stór eða góður gjaldmiðill hún er út af fyrir sig. Það mál snýst um að vaxtarríkin BRIC og svosem restin af heiminum hafa fengið sig fullsödd að láta arðræna sig af alþjóðlegum gjaldmiðlum sem einhver annar prentar í gríð og erg. Þau hafa lítinn áhuga á að skipta dollar út fyrir evru sem heimsviðskiptamynt og til gjaldeyrisvaraforða. Þessvegna er áhugi á því að stofna nýjan alþjóðlegan gjaldmiðil, jafnvel með einhverja fætur tengda hrávöru, gulli og jafnvel olíu.

Ólafur Eiríksson, 1.8.2009 kl. 00:43

16 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Blessaður Ólafur, þetta er orðinn ansi skemmtileg umræða hjá okkur.


1. Fyrirtæki, útgerðir, einhver hluti heimila, sveitarfélög og orkufyrirtæki hefðu aldrei fjármagnað sig í erlendum gjaldmiðli ef við hefðum haft evru(hugsanlega hefði þó Landsvirkjun fjármagnað sig í dollurum en ég efast um það). Það þarf verulegan vaxtamun á milli heimamyntar og erlendar myntar til að fólk taki þá áhættu á sig að fjármagna sig í öðrum gjaldeyri en þeirri sem þau fá tekjur, sem var tilfellið um vaxtamuninn á íslensku láni og erlendu. Nú þegar gengið er hrunið, og muni jafnvel núna taka aðra dýfu vegna þess að þessi skuldabyrði í erlendri mynt er ofviða, og því eru skuldirnar orðnar miklu hærri. Auðvitað er það rétt hjá Micheal Hudson að fólk eigi ekki að fjármagna sig í erlendri mynt, sem við gerðum, og alveg sérstaklega ekki þegar íslenska gengi krónunnar var í sögulegu hámarki, en það er auðvelt fyrir manninn að segja þetta eftir á, þegar vaxtamunurinn var svona mikill og fólk/fyrirtæki gátu séð fram á svo mikla kjarabót/rekstrarbót. Hér er allavega eitt mjög stórt vandamál út af fyrir sig, gríðarleg aukning á skuldabyrði út af lækkandi gengi.

2. Afhverju almennt voru skuldaálögin svo miklu hærri á íslensku bankanna miðað við aðra banka í kreppunni? Vegna þess að bakhjarl þeirra er ekki metinn nógu sterkur til að geta staðið á bak við þá. Vissulega var alltaf verið að tala um að bankarnir væru komnir með efnahagsreikninga upp á 10-12 falda þjóðarframleiðslu Íslands og því væri ísland ekki nógu stórt til á bakka þá upp, en það er verið að rugla umræðuna hér, það eina sem skiptir máli hér er hversu sterkur seðlabanki stendur á bak við bankanna. Til dæmis er aldrei nokkuð tímann talað um hversu stórt bankakerfi Lúxembourg hefur miðað við þjóðarframleiðslu þar í landi, það skiptir einfaldlega ekki máli því Seðlabanki Evrópu stendur á bak við hann. Bankar í Lúxembourg gætu þess vegna vera með efnahagsreikninga upp á 20 falda þjóðarframleiðslu Lúxembourg, það myndi enginn minnast á það. Hinsvegar heyrði maður oft minnst á minnst á að Sviss væri með svipað stórt bankakerfi og við miðað við þjóðarframleiðslu, en þeirra seðlabanki er svo auðvitað margreyndur í gegnum aldir með bankaviðskipti og er þvi mjög sterkur og leyfir bönkum sínum ekki að fara fram úr getu seðlabankans til að standa á bak við hann eins og við leyfðum honum að gera. Íslensku bankarnir áttu ekki rétt á nema takmörkuðum aðgangi að seðlabanka evrópu, fóru síðan í einhverjar ólöglegar kúnstnir, stofnuðu dótturfélög til að fá lánað frá honum meira og eitthvað svona rugl, og varð til þess á endanum að ECB gafst upp á þeim.(það var allt brjálað í bloggheimum á þessum tíma um að seðlabanki evrópu væri öfundsjúkur út í okkur hefði krafist endurgreiðslna einhverja lána og væri að stinga saman nefjum við Federal Reserve og Bank of England að varna okkur lánsfé) en þá var það víst út af þessum kúnstnum íslensku bankanna og duttu þá samsæriskenningarnar niður.

En stuðning Seðlabanka Evrópu má ekki vanmeta, við megum ekki gleyma að Evrópskir bankar voru allar að hruni komnir eftir fall Lehman Brothers, ECB hefur gjörsamlega sturtað peningum inn í Evrusvæðið, en samt er gengi Evrunnar enn nokkuð sterkt og verðbólga lág og því ljóst að ECB á enn svigrúm inni til að gera betur. Nú eru þessir evrópsku bankarnir heldur farnir að líta betur út, allavega á yfirborðinu, maður veit aldrei og getur ekki fullyrt neitt en það er alveg ljóst að ECB reyndist þeim mjög öflugur bakhjarl. Spurningin er, hefðu íslenskir bankar farið á hausinn ef þeir hefðu stuðning ECB, maður veit það ekki eftir allt sem nú hefur komið upp á yfirborðið um vinnubrögð inn í bönkunum, satt að segja er ég eiginlega ánægður að þeir fóru fyrr á hausiinn heldur en síðar til að takmarka tapið, það voru svo ótrúlegt brask þarna í gangi.

3. Svo eru líka margir sem kenna einmitt hávaxtastefnu seðlabanka íslands að mörgu leyti um þessa skuldasöfnun alla erlendis. Bankarnir sáu auðvitað mikinn hagnað í því að fara til lágvaxtalanda og lána þá til hávaxtalanda eins og Íslands. Mér þykir meira segja ólíklegt að íslensku bankarnir hefðu getað gírað sig sig upp í svona miklar skuldir nema með því að bjóða betri vexti en allir aðrir samkeppnisaðilar á EES/ESB svæðinu, það gátu þeir vegna þess að síðan fóru þeir með peningana og lánuðu þá á Íslandi fyrir miklu hærri vexti. Á endanum var þetta svo bara orðið sjálsbjargarhvöt hjá þeim, bjóða háa vexti bara til þess að geta greitt af afborgunum lána sem þurfti að endurfjármagna. En hávaxtastefna íslensku krónunnar hlýtur að spila hér mjög stórt hlutverk. Ef þeir hefðu haft evru þá þætti mér ólíklegt að þeir hafði farið svona geyst í þetta mál alltsaman, einfaldlega vegna þess að þá væru þeir ekki með heimamarkað sem væru með miklu hærri vexti en markaðir samkeppnisaðila þeirra. 

4. Áhrif íslensku krónunnar svo á stöðu almennings er algjör kafli út af fyrir sig. Ef við hefðum verið með evru og bankarnir samt fallið, þá hefði samt ekki verið bullandi verðbólga, gjaldeyrishöft, himinháir stýrivextir og allar skuldir aukast mikið(ekki bara þær sem eru í erlendum gjaldeyri, líka þau í íslensku krónunni vegna verðtryggingarinnar). Það gefur að skilja að engum banka dettur í hug að lána inn í þetta hagkerfi eins og staðan er og því allir fjármagnsmarkaðir lokaðir, sem ég stórlega efast um að sé tilfellið með Írland.

Athyglisverður punktur hjá þér varðandi það að ef við værum evruríki þá hefðu bankarnir kannski bara tekið meira með sér í niðurfallið áður en þeir urðu þó loksins uppiskroppa með gjaldeyrinn. Það má vera, ég þori ekki að fara með það, en ég trúi því í raun að að staðan hér á landi hefði aldrei orðið svona meðal annars vegna punktana sem ég nefndi að ofan.

Varðandi það sem þú nefndir um skuldir Írlands, nú hef ég ekki kynnt mér þessar tölur sem þú ert að vitna í(en ég tek þær alveg fullkomlega trúanlegar) en að bankakerfi landsins skuldi bakhjarli sínum í kreppu eina landsframleiðslu er reyndar ekkert sérstaklega mikið held ég miðað við hvað fjármagnsiðnaður spilar stórt hlutverk í efnahagi Írlands, því hafa ber í huga að millibankamarkaðir hafa verið mikið til lokaðir að mestu og því hafa bankar þurft að leita til seðalbanka eða ríkisstjórna til að endurfjármagna sig. Flestar þjóðir eru með bankakerfi sem hafa efnahagsreikning upp á 3 falda þjóðarframleiðslu held ég, Írar eflaust með eitthvað meira eins og Bretar einnig þannig að ég veit ekki ef þetta telst eitthvað sérstaklega mikið, það má vera.  En varðandi ríkisskuldir þá voru flestar þjóðir í Evrópu með töluvert af ríkisskuldum áður en kreppan skall á. Við fórum frá því að vera nánast skuldlaus upp í að verða held ég sú allra skuldugusta, töluvert skuldugri en Írland og meira segja töluvert skuldugri en Bretland. Ég hef ekki heyrt neinn tala um að skuldir ríkisins þegar rykið setjist niður aftur verði undir 160% af þjóðarframleiðslu, sumir tala um hærri tölur, skuldbindingarnar sem við erum að taka á okkur núna er eitthvað að mér skilst nánast 300% af landsframleiðslu(en það eru auðvitað ekki nettóskuldir(en bera þó vexti)). Meira segja Ítalía sem er að mér skilst skuldugasta ríkið í hinum vestræna heimi mun ef þetta gengur eftir vera með minni skuldir en við, og þeir voru þó með rétt yfir 100% skuld af þjóðarframleiðslu fyrir kreppu. Man ekki þessar tölur lengur, var eitthvað að grugga í þessu fyrir 3 árum, nú er staðan örugglega mikið breytt. En það er alveg kristaltært að sá ríkissjóður sem er tapa mest á þessari kreppu í heiminum á vesturlöndum, þar er að segja aukning á skuldabyrði miðað við þjóðarframleiðslu er einmitt sá íslenski.

En ég verð að viðurkenna að mér þykir það undarleg kenning hjá þér að það sé ekki erfiðara fyrir ríki að endurfjármagna skuldir í erlendu fé, (skil ég þig ekki rétt að það er það sem þú ert að segja), reyndar stangast það alveg á við einmitt tilvitnunina hjá Michael Hudson sem þú vitnaðir. Þegar Írland skuldar í evrum, og allur efnahagur þeirra er í evrum, þá geta þau í fyrsta lagi gefið út ríkisskuldabréf í evrum, þetta getur að sjálfssögðu íslenska ríkið líka gert en þar sem tekjur þess er ekki í evrum þá eiga þeir erfiðara með að fá kaupendur. Eins og þú nefndir banka og lífeyrissjóði, bankar taka við innistæðum í evrum á Írlandi, lífeyrissjóðir taka við iðgjöldum í evrum, það þarf að fjárfesta alla þessa peninga til að ávaxta þá, ríkisskuldabréf eru til dæmis alltaf hluti af portfolio lífeyrissjóða, allskyns sjóðir hjá góðgerðarfyrirtækjum, slökkviliði, lögreglu, þessa sjóði þarf að fjárfesta einhversstaðar(í bretlandi fjárfestu þeir í Icesave) þetta eru allt hugsanlegir innlendir kaupendur á írskum ríkisskuldabréfum. Fyrir utan þetta þá er allur niðurskurður sem Írland leggst í, hann sparar ríkinu evrur, okkur niðurskurður sparar bara krónur, með því að hækka skatta þá kemur meira af evrum inn í ríkissjóð Írlands, hjá okkur koma inn krónur. Á meðan íslenski seðlabankinn prentar krónur þá er seðlabanki Evrópu að prenta evrur og veita þeim inn í evruríki, þar á meðal Írlands. Það steinliggur alveg fyrir að Írar eiga miklu mun auðveldara með að fjármagna sín evrulán en Íslendingar. Þess vegna meinti ég að þú hafðir snúið þessu á hvolf í gær, það er að segja að á Íslandi mundi það heita greiðsluþrot en ekki á Írlandi, við höfum kannski eitthvað mismunandi skilning á því hvað greiðsluþrot er, greiðsluþrot eins og ég skil það er að ef fyrirtæki/aðili getur ekki greitt ákveðna greiðslu af hendi, þrátt fyrir að hann sé ekki gjaldþrota, til dæmis ef ég væri milljónarmæringur á Íslandi og ég á bara íslenskar krónur, þegar það gjaldfellur á mig 1000 punda erlend skuld og ég get hvergi staðar fengið gjaldeyrisskipti og fer því í greiðsluþrot.   

Vá þetta er orðið svo langt hjá manni að ég efast um að þú nennir að lesa þetta, alveg ótrúlegt hvað maður nennir að skrifa á þessu bloggi.

Jón Gunnar Bjarkan, 1.8.2009 kl. 08:44

17 identicon

Áhugaverð lesning, nennti að lesa hana upp til agna

Spurningar:

Eru við semsagt "death meat no matter what?"

Hvaða leiðir hefðum við til að lágmarka tjónið/skaðann ef við hugsum "out of the box" og út frá að okkar hagsmunirnir séu að við getum haldið sjálfstæði okkar eftir kreppu(c.a 2-5ár) með viðráðanlegar skuldir þjóðarbúsins?

Eggert (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:55

18 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Blessaður Eggert.

Held svo sem að við ættum alveg að komast ágætlega í gegnum þetta ef erledir fjármagnsmarkaðir opnast, þetta er númer 1,2,3. Vandamálið er að allar þessar skuldir eru í erlendu gjaldeyri, sem við getum auðvitað ekki prentað eins og íslensku krónuna. Til að setja upp vandamál fyrirtækja, sveitarfélaga, orkufyrirtækja og svo framvegis upp á einfaldan hátt þá er hægt að taka dæmi um fjölskyldu sem kaupir hús á 30 milljónir. Hún hefur tekjur til þess að standa undir greiðslum af þessu 30 milljónum og meira segja vel það en til að fá lægri vexti þá tók hún skammtímalán til 2-3 ára. Svo endurfjármagnar hún alltaf þessi skammtímalán á 2-3 ára fresti. Á fyrstu þrem árunum þá safnar hún til dæmis tveim milljónum, endurfjármagnar 28 milljónir, greiðir þannig niður fyrsta lánið upp á 30 milljónir. Næstu þrjú árin þá safnar hún aftur 2 milljónum og endurfjármagnar 26 milljónir til að greiða niður 28 milljón króna lánið og svo framvegis. Vandamálið sem við erum í ef erlendir fjármagnsmarkaðir opnast ekki, er sú sama og ef að allir lánamarkaði myndu lokast á þessa fjölskyldu. Hún getur í sjálfu sér alveg staðir við skuldirnar, hún bara fær hvergi staðar lán til að endurfjármagna höfuðstólinn og fer því á hausinn.

Skuldirnar eru miklar, ég er ekkert að gera lítið úr því, en ríkið er líka núna með miklu fleiri leiðir til að afla tekna en áður, íslenskur efnahagur, ef frá er skilinn iðnaður, er nánast eingöngu ríkið. Ríkið er orðinn eigandi að öllum andskotanum í dag, bönkum, tryggingarfélögum, bókabúðum, flugfélögum og svo framvegis. Ríkið ætti til dæmis að geta fengið góðan pening fyrir öll einkafyrirtækin sem nú eru rötuð í hendur þess þegar kemur að einkavæðingu, eða þá að erlendir aðilar komi til dæmis að eignarhaldi bankanna sem mikið er vonast eftir(til að opna fjármagnsmarkaði ef þessir erlendu aðilar eru fjársterkir), ef þessir bankar taka við eignarhaldi bankanna, þá minnkar þörfin fyrir að ríkið pungi út til þeirra peningum eins og nú er gert ráð fyrir, þessir peningar sem ríkið mun þurfa að sjá bönkunum fyrir eru til dæmis teknir með inn í skuldastöðuna og því myndi skuldabyrðinn lækka eitthvað.

Jón Gunnar Bjarkan, 3.8.2009 kl. 17:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband