Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur "mainstream" flokkur í íslenskum stjórnmálum.

2012_05_15_EOS60D_6742Fyrir utan niðurstöðu kosninganna um tillögur Stjórnlagaráðs þá eru stærstu tíðindi þessara kosninga þær að Sjálfstæðisflokkurinn virðist alveg hafa tapað áttunum í íslensku samfélagi. 

Það hlýtur að vera óumdeilt að eftir þessar kosningar er Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur "mainstream" flokkur í íslenskri pólitík.

Þegar flokkurinn og forystumenn hans beita sér gegn tillögum Stjórnlagaráðs, tillögum sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar styður, að ekki sé minnst á ákveðnar spurningarnar eins og um auðlindirnar sem hátt í 80% þjóðarinnar styður, þá er ljóst að flokkurinn er kominn út á kant í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurin fékk tæp 24% fylgi í síðustu kosningum. Það er ljóst að þrátt fyrir áskoranir forystumann flokksins að þjóðin hafni öllum tillögum stjórnlagaráðs þá er í þessum kosningum ekki einu sinni þetta 24% fylgi að skila sér.

Stóru fréttirnar er í raun þær að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki stjórnað þessu 24% fylgi sínu. Miðað við hvernig þjóðin svaraði spurningunum 6 þá er ljóst að kjarnafylgi Sjálfstæðisflokksin, það er þeir sem kjósa blint eftir flokslínunni, það fylgi er komið niður í 10% til 15%.

Frá því Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 hefur honum alltaf tekist að vera "mainstream" flokkur í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokknum hefur alltaf tekist að vera í sigurliðinu.

  • En ekki núna.
  • Og ekki þegar fyrrverandi formaður flokksins var dæmdur af Landsdómi fyrir stjórnarskrárbrot.
  • Og ekki í Icesave málinu þegar flokkurinn snérist á síðustu stundu á sveif með Steingrími J gegn þjóðinni og heimtaði að þjóðin samþykkt Buchheit samninginn.
  • Og ekki í síðustu Alþingiskosningum þegar flokkurinn fékk sína verstu útreið frá stofnun flokksins og missti í fyrsta sinn í sögu sinni sæti sitt sem stærsti flokkur landsins.
  • Og ekki í málinu um Fjölmiðlalögin 2004 sem forsetinn hafnaði, lög sem komu aldrei til þjóðaratkvæðagreiðslu en urðu svo til þess á endanum að Davíð Oddson hraktist úr pólitík.

Í raun má segja að síðasta áratuginn þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið "LOSERINN" í íslenskri pólitík.

Niðurstöður kosninganna um tillögur Stjórnlagaráðs staðfesta með skýrum hætti og háum bjölluhljóm að sú staða flokksins hefur bara styrkst. 

Það er eftir öðru að forystumenn flokksins heyra ekki þennan bjölluhljóm.

Dapurlegur er málflutningur forystumanna Sjálfstæðisflokksins þegar þeir skýla sér á bak við þá kjósendur sem létu sig málið ekki varða og mættu ekki á kjörstað og til atkvæða þessa litla minnihluta sem kaus á móti tillögum Stjórnlagaráðs.

Hvenær hefur það áður gerst í sögu Sjálfstæðisflokksins að formaður flokksins grípi til atkvæða sem ekki voru greidd og til atkvæða afgerandi lítils minnihluta þjóðarinnar til að afsaka skilningsleysi sitt og flokksins á vilja þjóðarinnar?

Að óbreyttu býður Sjálfstæðisflokksins ekkert annað en áframhaldandi einangrun á íslenska kjósendamarkaðnum.

 

Dapurlegir eiga þeir eftir að vera, komandi dagar, fyrir þennan hóp sífellt fækkandi Sjálfstæðsmanna sem styðja flokkinn og núverandi forystumenn hans. Sem styðja flokk og forystumenn sem skynja ekki lengur hjartslátt þjóðar sinnar.

 

Mynd: Puerta del sol, Madri, 15. mai 2012.

 


mbl.is 73,7% sögðu já í Reykjavík norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hef ekki lesið vitlausari pistil lengi

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2012 kl. 10:43

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góðann daginn Gunnar og til lukku með kosningarnar í gær.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.10.2012 kl. 10:48

3 identicon

Góður pistill. Takk fyrir þetta. Aukandi lýðræðisvitund þjóðar þýðir minnkandi yfirráð FLokksins.

Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 10:53

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Góður 

Aðalsteinn Agnarsson, 21.10.2012 kl. 11:34

5 identicon

Mikið til í þessum pistli.

Hópur þeirra sem kjósa blint og fara eftir fyrirmælum frá Valhöll um stefnuna er farinn að verða rýr. 15% í mesta lagi...

Einar (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 11:37

6 identicon

"The writing on the wall"

Þessi örlög eru nú þegar rituð óafmáanlegu letri í spor Flokksins. Þetta er ekki einsdæmi. Í Danmörku er ekki svo langt síðan systurflokkur Flokksins (de Konservative), var eitt sterkasta stjórnmálaaflið þar. Flokkur sem var með afgerandi mest fylgi meðal forsvarsfólks í atvinnulífi Danmerkur. Nú er þessi flokkur orðinn nánast sá minnsti í danskri pólitík.

Breyttir þjóðfélagshættir ráða þarna mestu. Mikil samþjöppun á sér stað í helstu atvinnugreinum og þegar stjórnmálaafl tekur sér alltaf stöðu með hinum sterkari og valdameiri í atvinnulífinu finnur fólk að það á ekki lengur samleið með þannig afli. Málflutningur verður holur og fer að byggja á innantómu auglýsingaskrumi sem sífellt fer lengra og lengra frá hegðun flokksins í allri pólitískri ákvarðanatöku. Fólk sem ekki er beinlínis tengt hagsmunum hinna stóru finnur sér frjálslyndari stjórnmálaöfl sem standa hagsmunum þeirra nær. Þetta er dílemma sem nánast er ómögulegt að losna úr, nánast einsog náttúrulögmál, og ekkert að gera fyrir alla aðila annað en að sætta sig við þessa þróun. Ekkert er eilíft !

Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 12:01

7 identicon

Ég hef sagt það lengi að þessi flokkur sérhagsmuna og rammasta afturhalds ætti í eðlilegu þjóðfélagi að hafa um og undir 10% fylgi. Það er sá hluti þjóðarinnar sem hann berst fyrir.

Það er rannsóknarefni hvernig venjulegu launafólki dettur í hug að gefa þessum óskapnaði atkvæði sitt. Þetta er mun líkara trúarsöfnuði en stjórnmálasamtökum.

Karl (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 12:09

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Friðrik, ekki fara svona illa með tölur í þetta sinn. Vitað er t.d. að fylgi Sjálfstæðisflokksins í dag sem fyrr er tvöfalt fylgi þess næststærsta, Samfylkingar. Líka að „80% þjóðarinnar“ eru ekki endilega fylgjandi í auðlindaspurningunni, enda voru t.d. ansi margir sem merktu aðeins einn kross, nei við þessu stjórnlagaþingsbrölti og þar með ekkert með það hafa í hinum spurningunum.

Ef spurt verður skýrt í lokin þegar ESB-aðildin, sem allt þetta gengur í raun út á, kemur til álita, þá er líklega að niðurstöðurnar endurpegli þjóðarviljann betur en hér.

Ívar Pálsson, 21.10.2012 kl. 16:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband