Verður snjór og hálka á fjallvegum í júlí og ágúst daglegt brauð næstu áratugina?

Þessi grein hér er ein sú ævintýralegsta sem ég hef lesið um langan tíma. Vegna þess þá ætla ég að snara hluta af henni yfir á íslensku þannig að sem flestir megi skilja hvaða ótrúlegu hlutir bíða okkar á næstu áratugum:  

"Grein Prófessors Valentina Zharkova’s frá Háskólanum í Northumbria, Bretlandi „Sveiflur í grunngildum segulsviðs sólar og sólgeislun um árþúsundir“ hefur verið ritrýnd og er nú samþykkt til birtingar í tímaritinu Nature. Greinin staðfestir að mikið sólar lágmark mun verða á árunum 2020 til 2055 vegna þess að öll fjögur segulsvið sólarinnar sveiflast úr takti. Þetta þýðir að fáir sólblettir munu sjást á sólinni og virkni hennar í að hita upp jörðina mun því verða í lágmarki. Eftir þetta 35 ára kalda tímabil mun hlýna á ný vegna aukinnar virkni sólarinnar, fleiri sólblettir myndast, þar sem segulsviðin fara aftur að vinna saman. 

Zharkova og teymið hennar hefur með sínum reiknilíkönum náð að líkja það vel eftir hegðun sólarinnar að líkanið sýnir nær fullkomlega alla helstu og stærstu viðburði sólarinnar síðustu árþúsund. Öll lágmörk sólarinnar, Maunder lágmarkið (1645-1715), Wolf lágmarkið (1300-1350), Oort lágmarkið (1000-1050) og Homer lágmarkið (800-900 f.Kr). Einnig sólar hámörkin þegar mest var um sólbletti, Hlýindaskeið miðaldra (900-1200), Rómverska hlýindaskeiðið (400-150 f.Kr) o.s.frv.

Í framhaldi af þessu vel skilgreinda og mikla sólar lágmarki, „Super Grand Solar Minimum“ sem verður á árunum 2020-2055 þá mun jörðin eftir 2055 fara inn í 300 ára aukna virkni sólarinnar sem mun valda hlýnun jarðar sem nemur 0,5°C á öld. Þessu hlýindaskeiði lýkur þegar næsta mikla sólar lágmark verður (2370-2415). Þegar þessu kalda tímabili líkur 2415 þá mun aftur hlýna um sem svarar til 0,5°C á öld fram til 2600 þegar sólin mun skipta um gír og fara í langt kólnunarferli sem mun endast í 1000 ár sem að öllum líkindum mun setja af stað nýja ísöld.

Samkvæmt reiknilíkani Zharkovu þá er fram undan gríðarlegt sólarlágmark svipað Maunder lágmarkinu (1645-1715). Á því tímabili voru sólbrettir mjög sjaldgæfir. Þessi ár voru þau köldustu á Litlu ísöldinni (1300-1850). Eðlilegar sveiflur í virkni sólarinnar ganga yfir á 11 árum. Núverandi sólarsveifla er númer 24 í tímatalinu sem þessar sveiflur eru talar í. Þessi sólarsveifla nr. 24 er sú veikasta í yfir 100 ár. Enda hefur kólnað hratt síðustu 2-3 ár og er núverandi ár eitt lélegasta uppskeruár um árabil.

Árið 2020 mun byrja með kulda og miklum rigningum. Sólarsveiflan hefur verið að minnka frá 1970. Sólar lágmarkið er minnst þrjár sólarsveiflur og það byrjar 2020. Milli áranna 2030 og 2040 þegar sólarsveifla nr. 26 gengur í garð þá verður kólnunin mest. Sólbletta virkni sólarinnar mun falla um 60% miðað við virkni hennar nú. Þéttni sólargeislunarinnar mun minnka um 3 wött per fermetra. Þetta er meira en öll samanlögð gróðurhúsáhrif lofthjúps jarðar sem er talin vera um 2 wött per m2. Þessi minnkandi sólbletta virkni sólarinnar mun einnig hafa áhrif á segusvið jarðar sem mun magna enn frekar upp þessi áhrif sólarinnar á jörðina.  

Nasa SC25Sú deild NASA sem rannsakar sólina er sammála því að fram undan er mikið sólarlágmark á árunum 2020-2055 og sólarsveifla nr. 25 sem er að taka við hún verður daufari en þessi nr. 24. NASA spáir því sólarsveifla nr. 25 verði sú daufasta í 200 ár en spáir þó heldur mildari sólarlágmarki en Zharkova og teymið hennar. Þeir spá svipuðu sólar lágmarki og Dalton lágmarkið var (1790-1830)".

Lýkur hér þýðingu minni upp úr þessari grein. Greinina sem ég þýddi upp úr má finna hér. Grein Zharkova í Nature á ensku má finna hér. Mjög fín 4 mínútna samantekt á YouTube á ensku með texta á rannsóknum Zharkova er að finna hér. Þar kemur meðal annars fram að af 150 reiknilíkönum var reiknilíkan hennar er eitt af tveimur sem spáði rétt til um hve veik sólarsveifla nr. 24 varð. Eins að þetta reiknilíkan hennar er að ná með 97% nákvæmni allri hegðun sólarinnar síðustu árþúsund. Fyrir þá sem vikilega vilja kynna sér hvað framtíðin ber í skauti sínu og þá er hér langur fyrirlestur sem Zharkova flytur, sjá nánar hér. Mjög góðar skýringar á dönsku er að finna hér

Ég vil benda á að við Íslendingar eigum hitamælingar frá Stykkishólmi sem ná aftur til 1798 og þar með getum við séð hvaða hitastigið var í Stykkihólmi á árunum þegar Dalton lágmarkið (1790-1830) var hér við völd. Sjá hér.

Meðal hiti í Stykkihólmi var þá um 1°C lægri en nú er. Þetta er tímabil IMG-0335köldu áranna. Flest okkar sem erum á lífi í dag þekkjum bara kalda árið 1979. Skv. mæligögnum frá Stykkishólmi var það á engan hátt eitthvað sérstaklega kalt ár. Á árunum 1800-1900 komu mörg miklu kaldari ár en þau sem við höfum lifað. Það er líka sláandi að sveiflur í hitastigi milli ára á Stykkishólmi voru miklu meiri á köldu árunum frá 1800 til 1900 en eftir 1900 þegar það byrjar að hlýna að ráði. Með hlýnandi veðri minnka sveiflurnar milli ára. Minni sveiflur í hitastigi þýða minni öfgar í veðri. Það hafa gengið yfir miklu erfiðari veður á árunum 1800-1900 en við höfum upplifað.

Ef þetta eru réttar spár hjá NASA og Zharkovu þá eru erfið 35 ár fram undan. Og væntanlega ekki bara 35 ár. Við sjáum á hitamælingunum frá Stykkishólmi að þó Dalton sólar lágmarkinu hafi lokið 1830 þá sýna mælingar að Litlu ísöldinni lauk í Stykkishólmi ekki fyrr en upp úr 1850. Zharkova spáir því að þegar þessu tímabili líkur og sólarsveifla nr. 28 hefst 2055 þá taki við eðlileg virkni sólarinnar og þá mun hlýna. 

Við þurfum líka að átta okkur á því að einn helsti höfundar tilgátunnar um hlýnun jarðar vegna aukins útblátur CO2, vísindamaður sem lagði horsteininn að þeirri tilgátu með línuriti sem kallast "hokký kylfan", Michael Mann, var nýlega að tapa málaferlum í Kanada, málaferlum sem hann hóf sjálfur til að þagga niður í gagnrýnanda sínum, sjá nánar hér

Það er því allt sem bendir til þess að það fari kólnandi og það verður kalt hér næsta mannsaldurinn og draumurinn um að það muni hlýna á Íslandi á komandi árum vegna aukins útblástur CO2 af mannavöldum er að engu orðinn.


mbl.is Snjór og hálka á Öxnadalsheiði í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband