Föstudagur, 20. nóvember 2009
Helmingur lántakenda hafnar verri lánakjörum félagsmálaráðherra.
Það að 50% lántakenda hafna greiðslujöfnunarleið ríkisstjórnarinnar segir allt sem segja þarf um þessa misheppnuðu aðgerð ríkisstjórnarinnar við að aðstoða heimilin í landinu.
Félagsmálaráðherra segir að þeir sem hafi hafnað þessari greiðslujöfnun, það er fólk sem geti staðið undir núverandi greiðslubirgði lána sinni og það sjái hag sínum betur borgi utan greiðslujöfnunar.
Ef þeir sem betur mega telja hag sínum betur borgið með því að hafna þessari greiðslujöfnun og hafa lánin óbreytt, hvernig hjálp er þá þetta sem ríkið þykist vera að rétta almenningi?
Jú, jú greiðslubirgði lána lækkar í einhver misseri en hvað svo?
Þeir sem hafa efni á að sleppa við að fara með lánin sín í greiðslujöfnun þeir gera það. Þeir sem hafa ekki efni á því, þeir fara í greiðslujöfnun.
Félagsmálaráðherra lætur setja lög á Alþingi sem setur öll verðtryggð lán í landinu í greiðslujöfnun. Mat 50% lántakenda er að með þessum lögum er verið að breyta lánum þeirra til verri vegar.
Af hverju er félagsmálaráðherra að breyta öllum fasteignalánum landsmanna með lögum frá Alþingi til verri vegar?
Fyrir hverja er félagsmálaráðherra að vinna í þessu máli?
Þeir sem betur mega flýja með lánin sín á gömlu kjörunum út úr þessum pakka. Þeir sem ekki hafa fjárráð til þess sitja upp með Svarta Pétur.
Mynd: Gamlar stríðsmenjar við Nóthólsvík, 1.11.09.
![]() |
Ráðherra telur úræðið gott |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
40% þjóðarinnar á flótta undan "skjaldborg heimilana" / gildru bankana.
Þeir sem vit hafa á eru að forða sér frá því að lenda inni í þessari "skjaldborg heimilana" sem er enn ein gildran sem bankamenn egna fyrir almenning á Íslandi í þeim tilgangi að féfletta hann.
Það fólk sem er að segja sig frá þessari svokölluðu "greiðslujöfnun fasteignalána" veit og skilur að þessi greiðslujöfnun sem er kynnt sem skjaldborg um heimilin, er ekkert annað en gildra.
Fjármálastofnanir hafa komist í þá aðstöðu að hafa geta sett upp gildru fyrir lántakendur undir yfirskini aðstoðar og hjálpar á erfiðum tímum. Reynt er með aðstoð ríkisins að lokka lántakendur inn í þessa gildru með því að bjóða þeim aðeins lægri afborganir í nokkur misseri.
Þetta fólk sem er að segja sig frá þessari "skjaldborg" veit að kaupmáttur launa á Íslandi í dag er í sögulegu lámarki. Laun á Íslandi eru í dag þau lægstu í Vestur Evrópu. Sú staða mun brátt breytast og þegar það gerist þá mun það gerast hratt. Þá munu þessi lán líka hækka hratt.
Þetta fólk veit líka að laun og þar með kaupmáttur í landinu mun hækka miklu meira á næstu árum en almennt verðlag í landinu. Krónan er líka í sögulegu lámarki og við hækkun krónunnar þá munu innfluttar vörur lækka í verði. Það þýðir að núverandi lánskjaravísitala, þar sem innflutningur vegur 50%, að lán tengd þessari vísitölu þau lán munu standa í stað og jafnvel á einhverju tímabili lækka þegar krónan styrkist.
Þetta fólk veit að framundan eru samningsbundnar launahækkanir þrátt fyrir kreppuna. Launamenn hafa mjög haldið aftur af kröfum sínum um launahækkanir og telja sig eiga þar mikið inni. Þessar launahækkanir verða sóttar þegar á næsta ári og þar næsta. Þá byrja þessi launatengdu lán að hækka umfram hefðbundnu fasteignalánin.
Þetta fólk gerir sér grein fyrir því að lán tengd launavísitölunni munu hækka miklu meira en lán tengd almennri verðlagsþróun horft til næstu 5 til 10 ára, hvað þá til næstu 25 til 40 ára.
Þetta fólk gerir sér grein fyrir því að þessi greiðslujöfnun fasteignalána virkar eins og að pissa í skóinn sinn. Það verður hýtt í nokkur misseri síðan kemur nístingskuldinn og þeir sem þetta gera verður miklu verr settir en áður.
Þetta fólk gerir sér grein fyrir því að strax eftir eitt eða tvö misseri verða eignir sem eru með þessi óhagstæðu launatengdu fasteignalán, þær eignir verða minna virði en eignir með hefðbundin fasteignlán
Þetta fólk gerir sér grein fyrir því að greiðsluaðlögun fasteignalána er ekkert annað en gildra búin til af gráðugum bankamönnum sem ætla sér að féfletta lántakendur sem ekki gá að sér og ganga í gildruna.
Í dag er reynt að telja fólki trú um að það geti hvenær sem er breytt lánunum úr launavísitölunni aftur yfir í lánskjaravísitöluna. Hver trúir loforðum bankana? Hver trúir loforðum stjórnvalda? Hver er tilbúinn að leggja húsnæðið sitt að veði í dag fyrir orð einhverra stjórnmála- og bankamanna? Þessum möguleika að lántakendur geti breytt um vísitölutryggingu fasteignalána er hægt að loka án fyrirvara á einum degi.
Þetta fólk trúir því ekki að þessi möguleiki verði til staðar til langframa og ef það breytir lánunum þá verði það svo kostnaðarsamt að bankarnir muni í öllu falli hirða allan ávinninginn sem hugsanlega verður við að tengja lánin launavísitölunni.
Það sem mér finnst ótrúlegast í þessu máli er að félagsmálaráðherra og allt hans fólk skuli hafa látið fjármálastofnanir blekkja sig til að fara út í fjármálagjörning sem þennan.
Fjármálagjörning þar sem bankamönnum er leyft taka enn einn snúninginn á þjóðinni.
Mynd: Við Fossvoginn, nýbygging HR, 1.11.09.
![]() |
38,5% hafa afþakkað greiðslujöfnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Spáð er hagvexti um allan heim á næsta ári.
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, gerir ráð fyrir að öll helstu efnahagssvæði heimsins rétti úr kútnum á næsta ári. Eftir samdrátt á þessu ári spáir OECD að hagvöxtur í BNA verði 2,5%. Þá telur stofnunin að líkur á annarri dýfu í efnahagkerfi heimsins hafi minnkað verulega frá því var fyrir misseri síðan.
Sjá þetta viðtal hér. http://www.youtube.com/watch?v=XWf1Mq9DbfY&feature=player_embedded
OECD spáir reyndar samdrætti hér á landi á næsta ári upp á 2,1% þannig að gert er ráð fyrir að við skerum okkur úr hvað þetta varðar frá öðrum löndum Evrópu. Við vitum líka að lítið þarf að koma til þannig að þetta lítill samdráttur verið að hagvexti. Þennan samdrátt er hægt að þurrka út með nýjum fjárfestingum, framkvæmdum og aukum útflutningi. Verði eitthvað af þeim mörgu verkefnum sem horft er til að veruleika og verði eitthvað úr þeirri miklu nýsköpun sem unnið er að þá gætum við jafnvel fengið hagvöxt þegar á næsta ári.
Hvernig svo sem litið er á málin þá er bjart yfir stærstu hagkerfum heims og þau sjá öll fram á hagvöxt þegar á næsta ári þó svo ekki sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi minnki mikið á næsta ári.
Það versta virðist því afstaðið í þessari dýpstu kreppu sem riðið hefur yfir heimsbyggðina frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.
Þessu ber að fagna.
Mynd: Við Fossvoginn, nýbygging HR, 1.11.09.
![]() |
OECD spáir hagvexti hér 2011 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Ráðherrar dregnir fyrir Landsdóm?
Mun nást fram réttlæti og verða þeir sem bera ábyrgð á því mikla tjóni sem hér hefur orðið dregnir til ábyrgðar?
Fyrir helgi hefði ég svarað þessari spurningu neitandi.
Nú hefur vaknað von. Fyrir því eru tvær ástæður.
Í fyrsta lagi er það hið óvænta útspil sérstaks saksóknara í gær að frysta eigur ráðuneytisstjórans fyrrverandi í fjármálaráðuneytinu sem seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir á annað hundrað milljónir króna nokkrum dögum fyrir yfirtöku ríkisins á bankanum.
Ef ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu sem sat ótal fundi hér heima og erlendis að ræða stöðu Landsbankans með helstu sérfræðingum í málefnum bankans, ef hann telst ekki hafa haft aðrar og betri upplýsingar en almenningur hafði um stöðu bankans og ef hann telst ekki vera innherji í þessu máli hver telst þá vera innherji? Í augum flestra er maðurinn innherji og honum bar því að tilkynna sölu á þessum hlutabréfum sínum í bankanum. Ef þetta er ekki rétt þá er nú líka eins gott að maðurinn verði hreinsaður af þessum áburði.
Í öðru lagi eru það þessi ummæli Styrmis Gunnarssonar í þessari nýju bók hans þar sem hann ræðir þann möguleika að rannsóknarnefnd Alþingis leggi það til í skýrslu sinni að ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn Geirs Haarde verði kærðir fyrir Landsdómi vegna aðgerða þeirra og aðgerðarleysis í aðdraganda hrunsins.
Mín tilgáta er sú að Styrmir sé það vel tengdur að hann væri ekki að setja slíkar vangaveltur inn í bók sem á eftir að bera nafn hans og hróður um ókomin ár nema fyrir þessu sé nokkur fótur ef ekki klár vissa.
Vegna þessara tveggja atburða nú í vikunni þá myndi ég í dag ekki svara spurningunni sem ég set fram fremst í þessum pistli neitandi eins og ég hefði gert fyrir helgi.
Ég svara henni heldur ekki játandi í dag en nú hefur vaknað von.
Mynd: Við Fossvoginn, nýbygging HR, 1.11.09.
![]() |
Ráðherrar fyrir dóm? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Ungverjum tókst á einu ári það sem okkur tókst ekki, losna við AGS.
Ungverjar lentu í miklum fjárhagerfiðleikum fyrir um ári síðan og þurftu að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, um aðstoð eins og við Íslendingar.
Á því ári sem liðið er hafa Ungverjar náð að fylgja sínum áætlunum það vel að "þeir ætla ekki að þiggja næstu útborgun á láni frá AGS og munu fresta því að þiggja frekari aðstoð frá Evrópusambandinu, að sögn Peter Oszko, fjármálaráðherra Ungverjalands".
Ungverjar hafa lækkað stýrivexti, eru búnir endurreisa bankana, setja inn í þá fé og búnir að styrkja lagaumhverfi þeirra. Ungverjar eru komnir á beinu brautina.
Auðvita eru aðstæður aðrar. Tjón okkar er hlutfallslega miklu meira. 85% allra fjármálastofnanna hér urðu gjaldþrota en það versta er þó gjaldeyriskreppan. 50% lækkun krónunnar sem þýðir 100% hækkun á erlendum gjaldeyri, erlendum lánum og innfluttum vörum og þjónustu.
En samt...
Mynd: Við Fossvoginn, 1.11.09.
![]() |
Ungverjar afþakka lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:39 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Hagkerfi um allan heim að rétta úr kútnum.
Þetta eru straumhvörf þegar þjóðverjar upplýsa að þýska hagkerfið, stærsta hagkerfi Evrópu, er byrjað að rétta úr kútnum eftir versta samdráttarskeið frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.
Þjóðverjar væru ekki að halda þessu fram nema þeir séu öruggir um að svo sé.
Það er líka gleðiefni að Þjóðverjar telja að það taki hagkerfið bara tvö ár að ná sömu stöðu og var á árinu 2008. Það er ekki langur tími.
Kínverjar voru nýlega að upplýsa að hagvöxtur hjá þeim verið milli 8% til 10% á þessu ári.
Það er því ljóst að Evrópa og Asía munu vinna sig á örskotsstund út úr þessari kreppu. Spurningin í dag er bara hvernig Bandaríkjunum muni reyða af.
Hér á Íslandi þarf lítið að koma til þannig að hér fari allt í gang á nýjan leik. Við erum fámenn þjóð og það eru í raun bara örfáir einstaklingar sem ganga um atvinnulausir. Það þarf ekki miklar fjárfestingar eða mörg ný fyrirtæki til, þannig að hjólin fara að snúast á fullu á ný.
Það væri mikil synd ef við Íslendingar ætlum að fara að loka okkur hér inni í heimatilbúinni kreppu með víxlverkandi samdrætti og skattahækkunum sem magna hvort annað upp.
Nú þegar allt er að fara í gang á ný í Evrópu þá eigum við líka að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því að láta verkin tala.
Við eigum að gera allt sem við getum til þess að fá far á sömu bylgjunni og mun færa þýska hagkerfið á tveim árum í sömu stöðu og það var árið 2008.
Mynd: Við Fossvoginn, 1.11.09.
![]() |
Þýskaland þarf tvö ár í viðbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 14. nóvember 2009
Heiðarleiki það gildi sem þjóðin metur mest.
Samkvæmt fyrstu niðurstöðum frá þjóðfundinum í Laugardalshöll þá er heiðarleiki það gildi sem flestir leggja mesta áherslu á. Frelsi er í sjöunda sæti.
Að ljúga að þjóðinni og leggja höfuð áherslu á frelsið er því ekki vænlegt til árangurs í stjórnmálum í dag.
Þessi fyrsta niðurstaða þjóðfundarins er strax eitthvað fyrir okkur Sjálfstæðismenn að moða úr þegar við veljum trúnaðarmenn til starfa fyrir okkur.
Mynd: Á göngubrúnni yfir Kringlumýrarbraut, 1.11.09.
![]() |
Þjóðin leggur áherslu á heiðarleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 13. nóvember 2009
Það er engin lausn að gera bankafólkið gjaldþrota.
Það er engin lausn að gera þá hundruð starfsmanna sem fengu lán til að kaupa hlutafé í bankanum sem það starfaði í gjaldþrota. Það eina sem samfélagið fær út úr því er brotið fólk og brotnar fjölskyldur.
Gríðarlega mikið fé og miklar eignir töpuðust í Hruninu. Nú þarf að horfast í augu við þetta tjón og afskrifa það sem hefur tapast. Þetta tjón er það umfangsmikið og snertir svo marga að sú tiltekt sem þarf að fara fram verður að vera á samfélagslegum forsendum þannig að hér verði ekki enn meira tjón en orðið er. Við getum ekki minnkað fjárhagstjón okkar en við getum komið í veg fyrir að hér verið meira samfélagstjón.
Ég hef gagnrýnt mjög bankana eins og víða má lesa á þessu blogg mínu. Ég vil sjá miklar breytingar á starfsemi þeirra, jafnt breytingar á þeim lögum sem þeir starfa eftir og ég hef mælt með mikilli endurnýjum á stjórnendum þeirra. Hvorutveggja hefur verið og er í gangi. Eins að hafi menn brotið lög þá verði menn dæmdir.
Hins vegar finnst mér það ekki rétt að við förum að elta það starfsfólk sem bauðst að kaupa á sérkjörum hlutabréf í bankanum sínum og gera það gjaldþrota. Það græðir enginn neitt á því.
Markmið okkar nú sem samfélags hlýtur að vera það að sem flestir komist óbrotnir út úr þessu hruni og sem flestir geti tekið virkan þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er á næstu árum.
Mynd: Fossvogsdalur, 1.11.09
![]() |
Þrýstu á um að sleppa við að borga skatta af afskrifuðum skuldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 12. nóvember 2009
Uppselt á Stórtónleikana í Grafarvogskirkju í kvöld.
Snemma í dag varð uppselt á Stórtónleikana sem Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir í kvöld kl. 20.00 til styrktar Barna- og unglingageðdeild LSH og líknarsjóði Fjörgynjar.
Við Lionsmenn stefnum á aðra tónleika að ári þannig að þeir sem ekki komast núna, þeir eru velkomnir þá
Það var fullt út að dyrum á Stórtónleikunum í Grafarvogskirkju.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2009 kl. 09:57 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Greiningardeild Glitnis enn í "2007 gírnum".
Fyrst forstöðumaður greiningardeildar Glitnis tjáir sig um lækkun á lánshæfismati ríkissjóðs um tvö þrep þá er einkennilegt að hann skuli velja að gera það með þeim hætti sem hann gerir.
Forstöðumaðurinn reynir að gera mikið úr jákvæðum smáatriðum þessara slæmu fréttar og forðast að ræða kaldann raunveruleikann, það að lánshæfismatið skuli hafa falli, ekki bara um eitt þrep heldur tvö og að tvö af þrem matsfyrirtækjunum telja horfur neikvæðar.
Það er einkennilegt að forstöðumaðurinn skuli ekki gera neina tilraun til að skýra ástæður þess að lánshæfismat ríkisins var lækkað um tvö þrep.
Ef þetta eiga að vera vinnubrögðin að snúa út úr slæmum fréttum og reyna að breyta þeim í góðar fréttir í stað þetta að greina vandann og ástæðurnar fyrir honum, þá líst mér ekki á framhaldið.
Ég skora á Ingólf Bender og aðra í svipuðum stöðum að hætta þessum 2007 töktum og fara að segja okkur sannleikann.
Af hverju lækkaði þetta matsfyrirtæki lánshæfismat ríkisins um heil tvö þrep?
Af hverju lækkar lánshæfismat ríkisins nú þegar AGS hefur loks endurskoðað efnahagsáætlun ríkisins?
Er lánshæfismatið lækkað vegna þess að með AGS láninu er verið að auka enn við erlendar skuldir ríkissjóð?
Mun lánshæfismat ríkissjóðs lækka enn frekar ef ríkið tekur meiri lán hjá AGS?
Er lánshæfismatið lækkað vegna þess að menn telja að Alþingi muni samþykkja Icesave og þær skuldbindingarnar muni falla á ríkissjóð?
Er lánshæfismatið lækkað vegna þess að efnahagsreikningar bankann voru að koma fram og staðan er verri en matsfyrirtækið ætlaði?
Er lánshæfismatið lækkað vegna fjárlagafrumvarpsins sem gerir ráð fyrir miklum skattahækkunum m.a. á stóriðjuna með hækkun skatta á raforku? Metur matsfyrirtækið það svo að það sé líklegt að það komi bakslag í þær áætlanir? Að líkur hafi því aukist á því að tekjuáætlun ríkissjóða á næsta ári, sem gerir ráð fyrir miklum stórframkvæmdum, að þær framkvæmdir muni ekki ganga eftir, áætlaðar skatttekjur vegna framkvæmdanna bregðast og þar með aukist líkur á að ríkið muni ekki geta staðið undir sínum skuldbindingum?
Hvað gerðist hér á síðustu mánuðum sem veldur því að lánshæfismatið fellur um tvö þrep?
Af hverju upplýsa greiningardeildirnar okkur ekki um það sem er í raun að gerast og hver hin raunverulega staða er?
Af hverju er alltaf verið að nota sveppaaðferðina, "kepp them in darkness and feed them wiht horseshit" á almenning á Íslandi?
Mynd: Veiðihúsið í Elliðaárdaldnum, 1.11.09.
![]() |
Minni samdráttur en spáð var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Tónleikar með Páli Óskari og Móniku, Kristjáni Kristjánssyni (KK) og Herði Torfasyni , 12. nóv. í Grafarvogskirkju.
Tónleikar með Páli Óskari og Móniku, Kristjáni Kristjánssyni (KK) og Herði Torfasyni og fleirum, 12. nóv. kl. 20.00 í Grafarvogskirkju.
Grafarvogskirkja er önnur stærsta kirkja landsins. Við hönnun og gerð kirkjunnar var sérstakt tillit tekið til tónlistarflutnings.
Mánudagur, 9. nóvember 2009
"Stóra planið": Hækka skatta og skera niður framkvæmdir.
Þegar blaðað er yfir fjárlagafrumvarpið þá sést fljótt að það eina sem á að skera niður í rekstri ríkisins á næsta ári, það er viðhald og framkvæmdir.
Flest ráðuneyti og málaflokkar þeirra hafa nánast úr sömu fjármunum að moða og á síðasta ári. Það er ljóst að litlar eða engar breytingar á að gera á ríkisrekstrinum sem þandist út eftir hvert metárið síðasta áratuginn.
Ekkert á að taka á þessum ofvexti ríkisins í þessum fyrstu kreppufjárlögum. Plan ríkisstjórnarinnar er einfalt:
Hækka skatta og skera niður framkvæmdir.
Ég fullyrði að aldrei hafa verið lögð fram fjárlög sem hafa mismunað þjóðfélagshópum jafn mikið á milli fjárlagaára eins og þessi fjárlög gera.
Það er forkastanlegt að leggja allan samdrátt ríkisútgjalda á bygginga- og verktakastarfsemina í landinu.
Það er forkastanlegt að leggja allan samdrátt ríkisútgjalda á næsta ári á fjölskyldur þess fólks sem hefur haft atvinnu sína af því að starfa í byggingar- og verktakastarfsemi.
Af hverju má ekki hagræða í rekstri ríkisins?
Af hverju er bara skorið niður í viðhaldi og framkvæmdum?
Mynd: Í Elliðaárdalnum, 1.11.09.
![]() |
47% skattur á launatekjur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 8. nóvember 2009
Rjúpnaveiðar.
Engu virðist vera til sparað þegar kemur að því að vernda rjúpnastofninn. Nú virðist vera byrjað að vakta með þyrlum svæði þar sem rjúpnaveiði er bönnuð og rjúpnaveiðimenn eltir uppi á þyrlum sjáist til þeirra á þessum svæðum.
Lögreglan stöðvar líka rjúpnaskyttur og gerir afla og skotvopn upptæk hafi menn ekki á sér veiðikortið við rjúpnaveiðarnar.
Það er eins gott að lögreglan hafi ekki sama háttinn á og geri bíla og farangur upptækan þegar lögreglan stöðvar ökumenn sem hafa ekki á sér ökukortið.
Ég held lögreglan ætti nú að taka þessu aðeins rólega þó menn séu að sportast við að ná sér í rjúpur í jólamatinn. Á mörgum heimilum landsins þá eru engin jól nema það séu rjúpur á borðum enda ilmurinn af þeim þegar þær eru steiktar í ofni einstakur. Þetta er fyrir mörgum hin eina og sanna jólalykt. Ef það eru ekki rjúpur um jólin þá eru engin jól.
Nú er bannað að selja rjúpur þannig að þeir sem vilja halda sínum gömlu jólasiðum, þeir verða að fara á stúfana og veiða þær sjálfir.
Fjölmargir virðast vera tilbúnir að leggja mikið á sig til að eyðileggja þennan gamla jólasið fyrir þessum "rjúpnafjölskyldum" og hafa allt á hornum sér þegar rjúpnaveiðimenn fara til rjúpnaveiða.
Það er ljóst að þetta árið verða þessir rjúpnaveiðimenn ekki teknir neinum vettlingatökum og þó að ekki finnist fé til að kaupa eldsneyti á þyrlur Landhelgisgæslunnar þegar þarf að sinna einhverjum ferðalöngum í vandræðum á hálendinu þá virðist vera nægt fé til þegar þarf að vakta rjúpnaveiðilendur.
Alvarlegustu aðförina að þessum sið að hafa rjúpur í jólamatinn gerði þó Sif Friðleifsdóttir í ráðherratíð sinni í Umhverfisráðuneytinu. Hún bannaði alfarið alla rjúpnaveiði í nokkur ár.
Mynd: Í Elliðaárdalnum, 1.11.2009.
![]() |
Skyttur teknar á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2009 kl. 23:56 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 7. nóvember 2009
Frábærar fréttir um gagnaver í Reykjanesbæ.
Þeim fjölgar stöðugt góðu fréttunum. Á síðustu vikum þá hefur okkur borist hver góða fréttin á eftir annari. Nú er það frétt úr Reykjanesbæ þar sem Verne Holding hefur fengið úthlutað 18 hektara landsvæði til að þróa og byggja gagnaver og tengda þjónustu.
Ljóst er að forráðamenn Verne Holding ætla sér stóra hluti fyrst þeir hafa óskað eftir þetta miklu landsvæði fyrir þá starfsemi sem þeir ætla sér að fara í gang með þarna.
Við hljótum að óska aðstandendum Verne Holding og Reykjanesbæ til lukku og óskum þeim velfarnaðar með það verkefni sem þarna er að fara í gang.
Mynd: Undir Gullinbrú, 1.11.09, Reykjavík.
![]() |
180.000 fm fyrir gagnaver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 6. nóvember 2009
Bretar og Hollendingar eru að gera Íslendinga afhuga aðild að ESB.
Mikill viðsnúningur hefur orðið á mjög skömmum tíma í viðhorfum Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu, ESB, ef marka má nýjustu skoðunarkannanir.
Eina haldbæra skýringin sem finna má á þessum viðsnúningi er Icesave málið sem nánast öll umræða hefur hverfst um frá því snemma í vor.
Bretar og Hollendingar hafa beitt okkur mikilli óbilgirni í þessu máli. Samningurinn sem þeir hafa verið að reyna að þvinga stjórnvöld til að samþykkja er með þvílíkum ólíkindum að hann hlaut að kalla á mikla andúð hjá almenningi.
Bretar og Hollendingar hafa beitt öllum brögðum til að þvinga okkur til að samþykkja þennan nauðasamning. Þar hafa þeir beitt leynt og ljóst jafnt pólitískum þrýstingi sem og fjárhagslegum og notað til þess Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem og vina- og frændþjóðir okkar.
Hefur þátttaka okkar helstu vina- og frændþjóða í þessum þjösnaskap Breta og Hollendinga, valdið mörgum Íslendingnum miklum vonbrigðum. Frændþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum hafa valið að blanda sér í deiluna um Icesave og tekið einarða og skýra afstöðu gegn okkur í þessum máli. Þau hafa sett klár skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð / lánum sínum. Við verðum að skrifa undir Icesave nauðasamninginn annars fáum við engin lán.
Þegar við Íslendingar stöndum einir Evrópuþjóða frammi fyrir fordæmalausu bankahruni og fordæmalausri gjaldeyriskreppu þá eru þessar þjóðir ekki tilbúnar að hjálpa okkur nema með því að þær lána okkur fé á okurvöxtum, lán sem þær ætla sér sjálfar að hagnast vel á. Auk þess þá krefjast þær þess að við gefum eftir rétt okkar í flóknu og erfiðu deilumáli sem við eigum í við Breta og Hollendinga.
Þessi ótrúlega afstaða frændþjóða okkar hefur án efa fengið margan Íslendinginn til að snúa baki við öllum hugmyndum um aðild að ESB.
Eins og staðan er í dag þá bendir allt til þess að Bretar og Hollendingar verði, með framgöngu sinni í Icesave deilunni, þess valdandi að þjóðin hafnar aðild að ESB.
Tjónið og skaðinn er mikill sem Bretar og Hollendingar hafa valdið okkur með því að setja á okkur hryðjuverkalög, eru að valda okkur með Icesave samningnum og munu valda okkur takist þeim að vekja upp svo mikla andúð almennings á vina- og frændþjóðum okkar að þjóðin verður fráhverf inngöngu í ESB.
Hefnd Breta og Hollendinga á þjóðinni vegna framkomu 5 til 10 íslenskra bankamanna væri þá fullkomnuð.
Mynd: Við Gullinbrú í Grafarvogi, 1.11.09.
![]() |
Icesave skemmir Evrópuumræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2009 kl. 18:25 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Silfurskeiðin sem breyttist í taðköggul.
Í stað þess að börn þessara stofnfjáreigenda alist upp með silfurskeið í munni þá sitja þau uppi með taðköggul sem foreldrarnir reyna nú með öllum ráðum að ná úr munni þeirra.
Foreldrar þessara barna berjast nú um á hæl og hnakka og eru að reyna að koma sökinni í þessu máli yfir á alla aðra en þau sjálf. Þau vilja að lánin verði afskrifuð og bankinn látinn bera ábyrgð á því að að hafa veitt börnunum þessi lán.
Ef þessi börn og unglingar hefðu með aðstoð foreldranna farið inn í bankann og rænt þessum 208 milljónum og eytt þeim þá væri þetta mál ekki tekið neinum vettlingatökum.
Fróðlegt verður að fylgjast með þessu máli, hver verður dreginn til ábyrgðar og hver verður látinn borga.
Hver verður látinn bera þetta tjón, bankinn, börnin eða foreldrarnir?
Mynd: Við Gullinbrú, Grafarvogi, 1.11.09.
![]() |
31 barn átti í Byr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2009 kl. 18:24 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Tónleikar með Friðrik Ómar og Jógvan Hansen, Lay Low og Páli Rósinkranz verða 12. nóv. kl. 20.00
Tónleikar með Friðrik Ómar og Jógvan Hansen, Lay Low og Páli Rósinkranz og fleium verða haldnir í Grafarvogskirkju 12. nóvember næstktkomandi kl. 20.00.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Hvað gerir fjárbóndinn á Svörtuloftum á morgun?
Á morgun, 5. nóvember, tekur fjárbóndinn á Svörtuloftum og húskarlar hans ákvörðun um hve mikið á að gefa á garðann því fé sem þeir hafa á húsi. Ákveði þeir að hafa gjöfina óbreytta þá mun fátt af því fé sem nú hímir á húsi þora út í leit að betri bithögum. Þetta fé mun una sælt við sitt í öruggu skjóli fjárhúsanna á Svörtuloftum.
Taki fjárbóndinn og húskarlar hans hins vegar ákvörðun um að minnka gjöfina á garðann þá verður þetta fé fljótt svangt og sprækasta féð fer að leita sér að grænum nálum í bithögum bóndans utan fjárhúsanna.
Utan fjárhúsanna bíða smalarnir á Svörtuloftum þess óþreyjufullir að féð byrji að leita út. Þeir ætla sér að fara með það beint í bestu bithagana þar sem bíður kafgras, kvist- og fjörubeit. Inni í fjárhúsi Svörtulofta gerir féð lítið meira en rétt hanga í holdum. Fari féð út og á beit þá verður það fljótt bústið og fallegt segja smalarnir.
En það er beygur í fjárbóndanum á Svörtuloftum. Það varð mikill fjárfellir hjá honum frostaveturinn mikla 1918 (+ 90) þegar mikil ofsaveður og frosthörkur gengu yfir. Hann óttast frekari fjárfelli og hefur líka miklar áhyggjur af því að ef hann fer að gefa minna á garðann þá muni féð fara að flykkjast úr húsi. Sérstaklega er hann hræddur um féð frá Suðurheimum. Bóndi óttast að fari það fé úr húsi þá muni það ekki stoppa við í landi Svörtulofta heldur leita út yfir lækinn. Fátt óttast bóndi meir en að féð fari yfir lækinn. Hann óttast að það fé muni hann ekki sjá meir.
Þess vegna hefur fjárbóndinn á Svörtuloftum verið með húskarla sína í girðingavinnu. Hafa þeir verið í rúmt ár að girða og dytta að girðingum í landi Svörtulofta, sérstaklega þó upp með læknum. Girðingarnar eru nú vel fjárheldar þannig að þó féð sé tekið af húsi þá rennur það ekki í burtu. Búið er að sjá til þess að féð kemst ekkert og verður að vera kyrrt í heimahögum.
Fjárbóndinn á Svörtuloftum er samt kvíðinn og hræddur og óttast að girðingarnar haldi ekki eða nýtt óveður skelli á. Bóndi hefur viljað gefa svo vel á garðann að féð fari helst ekki af húsi. Hann er hræddur um að annars falli féð eða það strjúki.
Húsfreyjan á Svörtuloftum, smalarnir, skyldmenni og sveitungar eru ekki par ánægðir með þetta ráðslag bónda enda hefur húsfreyjan þurft að taka af fjölskylduarfi sínum til heykaupa fyrir bónda svo hann geti haldið fénu inni á gjöf allt árið.
Fjárbóndinn á Svörtuloftum hlýtur að vera farinn að sjá villu síns vegar og tekur ákvörðun um það á morgun að gefa minna á garðann á næstunni þannig að eitthvað af þessu fé fari úr húsi og byrji að bíta heimahagana.
Við þetta þá mun fækka á fóðrum hjá bónda og með fleira fé í haga þá mun búskapurinn færast fyrr í eðlilegt horf.
Mynd: Grafarvogskirkja, 1.11.09.
![]() |
Ræða ágreining um skatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2009 kl. 18:24 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 3. nóvember 2009
Ísland að rísa úr sæ.
Miðað við undanfarna 12 mánuði þá hreinlega rignir yfir okkur góðum fréttum þessa dagana. Í orðsins fyllstu merkingu þá er búið að höggva á Gordons hnútinn hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, AGS, sem þeir hnýttu svo fast Gordon Brown og Darling.
Slagkraftur Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið leystur á læðingi og getur félagið haldið áfram á þeirri braut uppbyggingar sem þar var í gangi fyrir Hrun.
Samningar hafa tekist á vinnumarkaði og stöðuleikasáttmálinn staðfestur.
Ferðaþjónustan er að ljúka einu sínu allra besta ári.
Sjávarútvegurinn blómstrar og Íslenskur landbúnaður stendur svo sterkt að flaggskip Ameríska hagkerfisins, McDonalds, verður að játa sig sigrað hér á landi.
Viðskiptajöfnuðurinn við útlönd er hagstæður 14. mánuðinn í röð.
Erlendir fjárfestar hafa áttað sig á því að hér eru nú tækifæri sem aldrei fyrr og ýmsir eru byrjaðir að skoða möguleika á koma hér inn með nýjar fjárfestingar, jafnt sjúkrahús fyrir útlendinga sem hefðbundin stóriðja og allt þar á milli.
Skuldirnar sem á samfélagið hafa fallið eru í dag eini dökki bletturinn. Tímasetning á að birta þessa skýrslu frá AGS þar sem segir að skuldastaðan sé ekki eins slæm og áður var talið er vel valin og sérpöntuð nú þegar Icesave er enn á ný lagt fyrir Alþingi.
Fyrir helgi voru skuldirnar taldar vera 300% til 500% af landsframleiðslu. Í dag eru skuldirnar ekki sagðar eins slæmar og í síðustu viku.
Það er ekki fyrir hvítan mann að henda reiður á hvað er rétt og hvað er rangt í þessum efnum. Látum börnin okkar njóta vafans og fellum nýjustu útgáfuna á Icesave samningnum.
Gerum Bretum og Hollendingum ljóst að þeim stendur til boða Icesave samningurinn með fyrirvörum Alþingis frá í sumar. Punktur.
Mynd: Í Grafarvogi, 1.11.09, Reykjavík
![]() |
Skuldastaðan ekki jafn slæm og áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2009 kl. 18:23 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 2. nóvember 2009
Hér og erlendis er fylgst náið með samningum Kaupþings við Bónusfeðga.
Það er eins gott að allt verði upp á borðum og jafnræðis verði gætt gagnvart öðrum skuldurum og lánadrottnum, hvernig svo sem Kaupþing ákveður að ljúka þessu máli varðandi þá Bónusfeðga og verslanir þeirra hér heima.
Það er ekki bara að við Íslendingar fylgjumst með þessu máli, öll heimsbyggðin gerir það líka.
Menn bíða spenntir eftir hvernig Íslensku ríkisbankarnir munu meðhöndla einn vaskasta útrásarvíkinginn og fjölskyldufyrirtæki þeirra feðga hér heima. Fyrirtæki sem hafa algjöra yfirburðastöðu á Íslenska matvörumarkaðnum.
Mynd: Í Grafarvogi, 1.11.09, Reykjavík.
![]() |
Tugmilljarða afskriftir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2009 kl. 18:23 | Slóð | Facebook