Gamblað með atvinnulífið, fjármagnseigendur í algjörum forgangi

Mikil er ábyrgð þeirra manna sem setja enn einn vaxtaákvörðunardaginn hagsmuni fjármagnseigenda í fyrsta, annað og þriðja sæti í vaxtaákvörðunum sínum.

Samfélagið má allt falla, bara ef hagsmunir fjármagnseigenda eru tryggðir eru enn og aftur skilaboðin frá Seðlabankanum.

063Þegar svona vel er gefið á garðann á Svörtuloftum þá fæst féð ekki út en hímir þess í stað inni í fjárhúsunum landsins og hreifir sig ekki.

Nú þyrfti seðlabankastjóri, eins og góður fjárbóndi, að minnka gjöfina á húsi og fá eitthvað af fénu út. Um leið og gjöfin minnkar þá verður féð svangt og þá byrjar sumt af því að leita sér að grasi utan fjárhúsanna.

Um leið og eitthvað af þessum stóra fjárstofni fer að hreifa sig úr húsi þá leysast úr læðingi kraftar atvinnulífsins.

Það hafa aldrei þótt góð búhyggindi að halda öllu fé inni, hnípnu og hræddu á gjöf allt árið.

En þegar svona rausnarlega er gefið á garðann þá er skiljanlegt að allt féð skuli halda sig innandyra og við gröfum okkur niður í heimatilbúna kreppu í boði hrædda fjárbóndans á Svörtuloftum á sama tíma og allt er á uppleið í löndunum í kring.

 


mbl.is Már: Þess vænst að verðbólga hjaðni ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Góður Friðrik, frábær líking.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.9.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Seðlabanki Íslands er alveg óþarfur og þar mætti spara mikið.  Í fyrsta lagi er hann rúinn öllu trausti og í öðru lagi er peningamálastefna landsins keyrð með "cut and paste" ráðgjöf B liðs AGS.  Fyrir fjármálaeigendur væri betra að vextir færi niður í núll og atvinnulífið tæki við sér og hlutabréfamarkaðurinn.  Það hefur enginn orðið ríkur á að geyma peninga í íslenskum banka!

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.9.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Fólk geymir almennt ekki peninga sína í bönkum til að verða ríkt, en einhvers staðar verður að geyma sparnaðinn, ef fólk villl eiga eitthvað til mögru áranna (les elliáranna). Það er gjörsamlega búið að eyðileggja traust fólks á bönkum landsins.

Hörður Hilmarsson, 4.10.2009 kl. 02:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband