Af hverju er Viðskiptanefnd ekki kölluðu úr sumarfríi til að ræða vanda heimilana?

Auðmenn Íslands eiga og áttu mikla fjármuni í Íslensku bönkunum í Lúxemborg. Nú þegar upp kemur kvittur um að hugsanlega megi finna að vinnubrögðum skilanefndar Landsbankans vegna útibúsins í Lúx, þá er "eðlilegt" að þeir sem telja sér málið skylt hlaupi upp til handa og fóta og heimti að nefndarmenn í Viðskiptanefnd Alþingis verði kallaðir til starfa í miðju sumarfríi til að ræða þetta mál því "hugsanlega" gæti verið fótur fyrir þessum kvitti.

 

501701Þessir bankar og starfsmenn þeirra í Lúxemborg aðstoðuðu þá Íslendinga sem það vildu og áttu að minnsta kosti 100 milljónir króna við að koma hluta eða öllu þeirra fé úr landi og geyma það undir bankaleynd og í skattaskjóli í Lúxemborg.

Gekk þessi þjónusta undir heitinu "Einkabankaþjónusta" því þessir bankar tóku í framhaldi að sér að ávaxta þetta fé á mjög háum vöxtum. Hæstu vextir sem hægt var að fá í Evrópu voru á Íslandi í seðlabankatíð Davíðs Oddssonar. Samkvæmt mínum heimildum kom þetta fé því mikið til aftur heim til Íslands og er kjarninn í þessum svokölluðu Jöklabréfum.

Þegar bankamenn tala um að á bak við Jöklabréfin hafi verið "Austurrískir tannlæknar" sem hafi verið að leita sér að hárri ávöxtun þá er átt við "Íslenska auðmenn".

Eðlilega má ekkert til spara og einskis má láta ófreistað þegar slíkir hagsmunir eru annars vegar. Eða eins og þingmaðurinn sem biður um þennan neyðarfundi í Viðskiptanefnd Alþingis orðaði það:

,,Það er nauðsynlegt að fá allar upplýsingar um hvernig eigi að vernda þá hagsmuni sem þarna eru undir," segir Guðlaugur Þór

Á sama tíma titrar allt Íslenska samfélagið.

Mörg þeirra lána sem hafa verið fryst, þeirri frystingu líkur 1. október næstkomandi. Bæði á það við um erlend bílalán og íbúðalán. Eins fellur þá úr gildi það tímabundna bann sem sett var á nauðungaruppboð.

Nú er sláturtíðin að hefjast. Og ekki bara hjá bændum landsins. Það er líka að hefjast sláturtíð í bönkunum landsins og hjá sýslumönnum.

Alþingi var slitið eftir sumarþing í lok ágúst án þess að nokkuð væri tekið á málum þessara fjölskyldna sem verst eru settar. Gálgafresturinn sem mörgum var gefinn rennur út 1. okt. Ljóst er að sá frestur verður látinn renna út með þingið allt í sumarfríi og fyrir liggur að margar fjölskyldur fara þá beint undir hamarinn.

En það er gott að vita til þess að það eru þó hér menn sem standa vörð um það sem mestu máli skiptir í þessu samfélagi og krefjast þess að Viðskiptanefnd þingsins verði kölluð saman úr sumarfríi á þessum ögurtímum til að ræða það hvort standa hefði mátt öðruvísi að uppgjöri á bankaútibúi niðri í Evrópu.

Og þessar fjölskyldur sem eru að fara undir hamarinn, "Who fucking cares?"

Varla hvarflar það að nokkrum manni að ætlast til þess að Viðskiptanefnd Alþingis verið kölluð saman í miðju sumarfríi til að ræða málefni þessara fjölskyldna?

 


mbl.is Vill fund um Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er sorglegt til þess að vita að þeir sem voru kosnir á þing því ætluðu að vinna fyrir okkur... eru algerlega getulausir. 

Alltaf verið að tala um að framlengja í lánum sem hækkuðu 100% á nokkrum mánuðum, vegna mistaka í stjórnun landsins.  Það er móðgun við landsmenn. 

Sif Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 20:51

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hnyttilega orðað: "Sláturtíðin að hefjast." Hefst bæði í mannlegum skilningi sem og sauðfjárlegum! Annars er ég nánast hættur að skilja stjórnvöld hér á landi. Þetta er töpuð barátta hjá virðist vera og maður fer eiginlega að gefast upp.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.9.2009 kl. 22:16

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Tja, það er líka venjulegt fólk eins og ég og þú sem átti fé þarna úti í Lúx. Þekki einn sem tapaði öllum sínum lífssparnaði (og söluandvirði einbýlishúss) þarna á hruni Landsans í Lux. Við erum að tala um tugi milljóna. Hann hefði betur farið í Kaupþing.

Þó eru þetta ágætis punktar hjá þér. En alhæfingar um "auðmenn" eru kannski óþarfar.

Sigurjón Sveinsson, 15.9.2009 kl. 09:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband