Eru bankarnir fullir af ungu og reynslulausu fólki?

bygg eÞað sló út á mér svita þegar ég las þessa frétt. Í mínum bransa, byggingariðnaðinum, þá er það bara þannig að félag þar sem meðalstarfsaldur starfsmanna væri 5 ár, það fyrirtæki ætti enga möguleika. Á fimm árum erum menn ekki einu sinni búnir að átta sig á leikreglunum, hvað þá út á hvað starfsgreinin gengur.

Til þess að geta rekið fyrirtæki farsællega, hvort sem það er í byggingariðnaði, fiskvinnslu eða fjármálastarfsemi þá þarf að koma til áratuga reynsla og þekking.

Að fara síðan inn á alþjóðlega markaði með slíkan mannskap, fólk sem aldrei hefur starfað erlendis í faginu, það er algjörlega dauðadæmt. Ég vil ekki trúa því að bankarnir okkar hafi starfað með þessum hætti.

Ef þessi frétt er rétt hjá Morgunblaðinu þá spyr ég, eru bankarnir okkar ennþá fullir af þessu unga reynslulausa fólki? 

Er það þess vegna sem ekkert gengur né rekur með skýrslurnar um fjárhagsstöðu bankana sem átti að afhenda Alþjóða gjaldeyrissjóðnum nú um miðjan febrúar og ekkert bólar á? Þessi dráttur er að stefna í hættu fjárhagslegri fyrirgreiðslu sjóðsins til okkar. Eins kemur þessu dráttur í veg fyrir að þessir 385 milljarðar séu settar inn í bankana og þeir eru því ennþá peningalausir og þar með óstarfhæfir. Hvað er að gerst í þessum bönkum okkar? Er verið að stefna öllu í voða af því menn hafa ekki og eru ekki að vinna heimavinnuna sína? Ég væri æfur ef það væri ég sem bæri faglega eða pólitíska ábyrgð á þessum drætti.

 

Þá verður að fara að setja lög um starfsemi banka og sparisjóði. Nú verður að fara að halda í eyrun á þessum fjármálastofnunum, eigendum þeirra og starfsmönnum. Sjá allt um það í þessari grein hér.


mbl.is Reynslulausir réðu í bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.þetta er skuggalegasta frétt sem ég hef lesið hingað til. Hvað er verra en fólk sem veit ekki hvað það á að gera,ráðið af þeim sem veit ekki ekki hvað það er að gera? Sauðir ráðnir af sauðum. Ég kalla framgöngu forsvarsmanna bankanna landráð og ekkert annað.OG SKULU DÆMDIR SEM SLÍKIR.

Benedikt Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 01:19

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Benedikt

Lestu þessa grein hér og komdu með okkur í hópinn sem stefnir að því að leggja inn ákæru fyrir landráð.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.2.2009 kl. 01:24

3 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Það er mikið til í þessum skrifum þínum Friðrik.

Fólkið á götunni og ekki síst fólk á miðjum aldri var búið að sjá fyrir að þessi þröngi vinarhópur í fjármálageiranum var ekki að vinna sína vinnu af kostgæfni. Heldur eingöngu með græðgi í huga, því miður eru staðreyndir komnar í ljós með skelfilegum afleiðingum.

Skúli Sigurðsson, 14.2.2009 kl. 08:26

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bankastjórarnir kunnu ekki að reka banka og ofan á bætist reynslulausir starfsmenn. Hvernig endar fyrirtæki með slíkan mannauð. Ég skrái mig í landráðahópinn.

Finnur Bárðarson, 14.2.2009 kl. 12:07

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Snemma á tíunda áratug síðustu aldar fór að bera á því hjá Íslandsbanka sem varð til í kjölfar sameiningu fjögurra banka gamla tímans að fólk með reynslu var smám saman ýtt til hliðar til að rýma fyrir ungu fólki sem var að koma úr viðskiptanámi í HÍ blautt á bakvið eyrun.  Stjórnendur áttu auðvelt með að móta þetta unga fólk því það hafði enga reynslu af bankastarfsemi.  Nú átti að taka "faglega" á málum, líta framhjá þörfum einstaklingsins [viðskiptavinarins] en einbeita sér að hag bankans.  Strax á þessum árum hafði maður á tilfinningunni að fjármálamenn héldu að verðmæti yrðu til á fjármálamörkuðum í Reykjavík, en fram að því horfði maður alltaf til sjávarútvegsins sem undirstöðu verðmætaaukningar í landinu.  Gamlir starfsmenn bankans urðu að víkja því þeir báru hag viðskiptavinarins fyrir brjósti ekki síður en hag bankans, það átti ekki upp á pallborðið.

Þetta vil ég meina að hafi verið upphafið að þeirri vegferð sem farin var og hefur nú komið okkur í koll.  Síðan eftir því sem meiri fjármunir voru í umferð ýttu bankarnir fjármunum að fólki.  Fólk gat fengið allskonar kort með háum heimildum og sama gilti um tékka-/debetkorta reikninga og smám saman varð fólk fast í klafa bankanna.  Allar tekjur fólks varð að fara um bankann og stór hluti fór bara í að greiða vexti, síðan þurfti fólk að veðsetja eigur sínar og nú voru menn orðnir háðir velvild bankanna.  Bankarnir pössuðu alltaf upp á það að hafa sitt á þurru.

Nýju bankarnir þurfa að hafa meira af gamla tímanum í starfsemi sinni heldur en bankarnir sem ríkið þurfti nú að taka yfir.  Við hefðum bara gott af því að fara aftur um 40 til 60 ár í tímann í mörgu tilliti, þó einkum hvað hugarfar okkar varðar.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.2.2009 kl. 16:38

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tek undir það, að þessar upplýsingar eru svakalegar.  En það sem er kannski ennþá svakalegra er hversu fámennur sá hópur var sem átti að hafa eftirlit með störfum nýliðanna.  Þá er ég að tala um starfsfólk í regluvörslu, öryggisstjórnun og innri endurskoðun.  Stóru bankarnir þrír voru með yfir 1.000 starfsmenn hver um sig og þegar best lét örugglega hátt í 6.000 manns samtals.  Og þá er ég að tala um starfsmenn hér á landi.  Í hverjum banka um sig voru líklegast færri en 10 manns sem sáu um eftirlit og alveg örugglega ekki fleiri en 20.  Hvernig ætlast menn til þess að hlutirnir séu gerðir rétt, þegar regluvörðurinn er einn og t.d. markaðsdeildin ákverður að hunsa tilmæli hans?  Ég veit dæmi um að einn af bönkunum hafi fengið úrskurð á sig frá Póst- og fjarskiptastofnun (það má lesa um það á vef stofnunarinnar) vegna brota gegn bannmerkingu í símaskrá, en starfsmenn héldu samt ótrauðir áfram að brjóta gegn úrskurðinum.  Þegar ég benti þeim á það, þá var fátt um svör.  Þetta er kannski ekki alvarlegt dæmi, en bannmerkingar í símaskrá er eitthvað sem allir vita hvað þýðir.  Ef fólk annað hvort þekkir ekki slíka reglu eða kýs viljandi að hunsa hana, hvernig getur við ætlast til þess að fólk kunni skil á öllum leiðbeinandi tilmælum FME, sem mörg eru aðeins fyrir fólk með mikla reynslu að skilja.

Marinó G. Njálsson, 14.2.2009 kl. 18:27

7 identicon

Það var allt fullt af strákum í bönkunum.  Og líka í ríkistjórninni.  Hvað voru ungir og óreyndir drengir eins og Bjarni Ármannsson, Glitni og Hreiðar Már Sigurðsson, Kaupþingi, að gera í forstjórastöðum banka?  Og hvað voru drengir eins og Björgvin og Guðlaugur Þór að gera í ríkisstjórn landsins?  Nær hefði verið að fólk hefði haft vit á að nota hæfni og lærdóm og visku eldri manna.

EE 

EE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 21:08

8 identicon

Þetta á því miður ekki eingöngu við um bankana. Í flestum, ef ekki öllum þeim fyrirtækjum sem voru einkavædd eða keypt af þessum stærri fyrirtækjum var reynslan látin víkja fyrir menntunarsnobbi og unglingadýrkun. Þetta var látið heita svo að í heimi nútímaviðskipta væri nauðsynlegt að hafa nýja hugsun og ímynd. Hverjir ákváðu þetta er ef til vill ekki auðvelt að koma auga á en þetta virðist hafa verið orðið trend sem allir samþykktu. Einhver er ástæðan fyrir því að viðskiptadeildir skólanna gátu varla annað eftirspurn atvinnulífsins eftir fólki á sama tíma og iðmenntuðum fækkaði.

Mig langar í þessu sambandi að segja lítillega frá minni reynslu og vona menn hafi þolinmæði til að renna yfir þetta. 

 Ég var sjálfur að vinna úti á landi hjá opinberu fyrirtæki í tæknigeiranum sem var einkavætt og tilheyrði ég hópi lægra settra stjórnenda, þ.e. þeim hópi stjórnenda sem var í beinu sambandi við viðskiptavini. Okkar starf breyttist mikið á stuttum tíma og greinilegt var að áherslurnar breyttust. Sífellt voru settar meiri og meiri kröfur um að skila hagnaði um leið og skorið var niður í starfsmannahaldi og tækjabúnaði. Ég tek fram að hér var og er um þjónustufyrirtæki að sem sinnti svokallaðri alþjónustu á sínu sviði, þjónustu sem fyrirtækinu, lögum samkvæmt, bar skilda til að sinna. Sífellt var verið að kalla mann til fundahalda og námskeiða suður til Reykjavíkur svo alltaf varð minni og minni tími til að sinna vinnunni sem ég var þó ráðinn til. Ekki var alltaf auðvelt að átta sig á hver tilgangurinn var með mörgum þessara funda og fannst manni oft að fundað væri eingöngu fundanna vegna. Oftast voru þessir fundir haldnir á einhverju af fínni hótelum eða ráðstefnusölum bæjarins og oftar en ekki úti á landi og fylgdi þá gisting og dagpeningar með. Fyrirtækið sem ég vann hjá var með þeim stærstu á Íslandi og hafði stórar og miklar höfuðstöðvar með mörgum fundarherbergjum og sölum. Oft velti maður fyrir sér kostnaðinum í kringum þetta umstang því á sama tíma gat það tekið óratíma og miklar fortölur að fá að kaupa einföldustu tæki eða verkfæri, hvað þá að halda í mannskapinn eða fá að ráða timabundið á álagstímum. Greinilega var ekki sama hvar kostnaðurinn varð til. Fundunum var undantekningalítið stjórnað af ungu fólki sem hafði allskonar titla en yfirleitt voru menn sérfræðingar á einhverju sviði. Mikið var skoðað af línuritum og kostnaðarmódelum, spáð í mannauðstjórnun og stefnumótun, skipurit fyrirtækisins, boðleiðir, virðisaukandi þjónustu og fleira mætti telja. Sá tími var liðinn að hægt væri að lyfta síma til að afla sér leyfis eða upplýsinga. Allt átti að fara gegnum hin og þessi ferlin, sumt gegnum lögfræðideild annað gegnum hönnunardeild enn annað gegnum aðalskrifstofu og svo mætti áfram telja. Samt var það þannig að um leið og fundunum og námskeiðunum fjölgaði varð erfiðara og erfiðara að fá upplýsingar því þeir sem maður hafði áður getað leitað til höfðu flestir verið látnir hætta og í þeirra stað komnir unglingar sem varla gátu svarað hvar Egilstaðir, Vestmanneyjar eða Ísafjörður voru á landinu án þess að ráðfæra sig við landakort eða sér vitrari, hvað þá þeir hefðu humynd um hvað maður var að tala. Mér er til efs að sumir hafi verið búnir að læra að reima skóna sína. Þetta var fólkið sem stjórnaði fyrirtækinu og ég skal fullyrða að þjónustu við viðskiptavini fór stórum hrakandi. Allt sem maður áður gat leyst í stuttu viðtali eða heimsókn til viðkomandi þurfti nú að vinnast eftir miðstýringu frá einhverjum ungling sem þó vissi minna en ekkert um hvað um var að ræða. Þau gömlu gildi að viðskiptavinurinn skipti höfuðmáli voru á hröðu undanhaldi fyrir hinum nýju hugmyndum um aukinn hagnað og minni þjónustu á hærra verði.

Þetta er lítið dæmi um aðkomu hins almenna starfsmanns að hugmyndafræðinni sem tröllriðið hefur viðskiptaháttum hér á landi undanfarin ár og ég velti fyrir mér hvórt fleiri, t.d. lægra settir starfsmenn bankanna kannist við þessa lýsingu á starfsumhverfi sínu.

Hjalti Tómasson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 12:55

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik, því miður er mikið rétt í þessu.  Lítill hópur Íslendinga var innsti kjarni í bönkunum.  Þegar nóg framboð var af fjármagni og það sem keypt var í dag hækkaði á morgun skipti máli að vinna hratt og það gátu íslensku bankarnir með sinn litla samhenta hóp.  Það sem er minna talað um er að þetta gerði bönkunum erfitt að ráða til sín hæfa erlenda aðila því þeir neituðu að starfa undir Íslendingum með litla eða enga alþjóðlega bankareynslu.  En þetta heyrir sögunni til.  Það sem skiptir máli núna er reynsluleysi skilanefnda bankanna.  Hversu margir sem sitja í skilanefnd hafa a.m.k. 5 ára reynslu af að selja erlendar eignir til útlendinga? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.2.2009 kl. 13:25

10 Smámynd: Nostradamus

Fyrir einhverjum 9 árum síðan lenti ég einmitt í rökræðum við skólafélaga mína í Háskólanum í Reykjavík. Umræðuefnið var kvótakerfið og byggðastefna. Þessir strákar voru nýskriðnir útúr Versló og MR, uppfullir af hugmyndum og kenningum frjálshyggjunar ásamt, því miður, vænum skamti af hroka svo maður tali nú ekki um vanþekkingu. Ég var þarna kominn Vel á fertugsaldurinn eða einum 15 árum eldri en þessir guttar. Þeir voru nú aldeilis með hugmyndirnar. Fiskveiðar voru í þeirra augum útdauð atvinnugrein sem réttast væri að leggja af eða amk láta bara afskiptalausar, leggja átti niður flest eða öll byggðarlög úti á landi, flytja fólkið suður og byggja undir það nokkrar blokkir. Allir vissu jú að það urðu engir peningar til úti á landi, fólkið þar væri bara byrði á landinu og þessum hugsandi einstaklingum sem byggju í Reykjavík. Framtíð Íslands væri eins og allir vissu í bönkunum og fjármálafyrirtækjum, þar yrðu jú peningarnir til.

Flestir eða allir þessir strákar fóru svo til vinnu hjá bönkunum, þáðu góð laun og fjárfestu grimmt. Raðhús á Álftanesi og svo framvegis. Veit svosem ekki hvernig þeim vegnar í dag nákvæmlega en tel nokkuð víst að einhverjir þeirra séu atvinnulausir í dag.

 Reynsluleysi manna við stjórn fyrirtækja er vissulega stórmál. Ræddi þetta mál einmitt við kunningja minn um daginn yfir kaffibolla. Hann bar saman fyrir mig þessa svokölluðu útrásarvikinga og fyirtækjaeigendur af gamla skólanum. Tökum bara Aðalstein Jónsson heitinn sem dæmi, Alla ríka á Eskifirði. Þar var maður sem rak fyrirtækið sitt með hjartanu, hann lét sig varða starfsfólk sitt og heimabyggð, var stundum ríkur en oft fátækur. Barðist í bökkum með sinn rekstur og náði með þrautseigju að byggja upp fyrirtæki sem var í fremstu röð í sinni atvinnugrein. Vill einhver bera þennan mann saman við t.d. Hannes Smárason?? Nei, það er móðgun við minningu Alla ríka. En allir sem vilja sjá hver reginmunur er á þessum mönnum.

Nostradamus, 15.2.2009 kl. 14:40

11 identicon

Hjalti það sem þú lýstir var sorglegt.  Ég fann mikið fyrir þessu þegar ég flutti aftur til landsins frá Bandaríkjunum eftir langa fjarveru.  Ég velti oft fyrir mér hvar eldra fólkið væri.  Það voru krakkar og unglingar allsstaðar í öllum þjónustufyrirtækjum.  Og það pirraði mig óstjórnlega.  Unglingarnir kunnu lítið og oft vissu ekkert og virtust oft kæra sig kollótta.  Ég vildi geta spurt hæft fólk með þekkingu.  Ég vildi ekki endalausa unga ásjónu allsstaðar.  Í sumum opinberum stofnunum eru unglingar sem ekkert kunna, yfirmenn eldri og hæfari manna með miklu meiri þekkingu.  Það er fáránlegra en orð fá lýst.  Unglingar eiga ekkert erindi í yfirstjórnir.  Og þetta veit fólk í öðrum vestrænum löndum.  Það var glapræði óþroskaðra mann og gróðamanna að ýta eldra og vanara fólki út. 

EE elle 

EE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 14:51

12 identicon

Þ.e: Það var glapræði óþroskaðra manna og gróðamanna að ýta eldra og vanara fólki  út.

EE 

EE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 14:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband