Trúverðug fjárlög

Miðað við þessa stuttu frétt þá þykir mér ljóst að ríkistjórnin er að taka skynsamlega á málum. Bæði eru skattar hækkaðir og ríkisfjármálin skorin niður. Eftir gríðarlega aukningu í útgjöldum ríkisins á undanförnum góðærisárum þá má svo sem segja að margar ríkisstofnanir hljóti að hafa borð fyrir báru.

Langstærstu útgjaldapóstarnir eru eins og allir vita í heilbrigðismálin, menntamálin og tryggingamálin. Þessa pósta má ekki skera niður í þessari kreppu. Um þess málaflokka verður að standa vörð og mér sýnist það eigi að gera það.

Ég held flestum hafi verið það ljóst frá því bankarnir fóru á hausinn og gjaldeyriskreppan skall á að það yrði að hækka skatta. Þessi hækkun er minni en ég bjóst við. Reyndar segir ekki hve mikið sveitarfélögum verður heimilt að hækka útsvarið.

Að fresta vega- og jarðgangagerð er einnig skynsamlegt. 70% til 80% af kostnaði við þessar framkvæmdir fara í vinnuvélar og rekstur þeirra. Fjármunir sem settir eru til vegagerðar skapa til þess að gera fá störf. Miklu fleiri störf skapast fyrir sama fjármagn við gerð annarra mannvirkja eins og smíði tónlistarhúss, gerð nýs Landsspítala eða álvers í Helguvík auk venjulegar húsbygginga.

Ljóst er á þeim tölum sem hér eru kynntar að ríkið býst við gríðarlegum samdrætti í skatttekjum og þar með miklum samdrætti á öllum sviðum samfélagsins.

Til að minnka þennan samdrátt og um leið stemma stigum við atvinnuleysinu þá eru margir að benda á ýmsar leiðir. Halldór Jónsson, sendi mér eftirfarandi tillögur á síðuna mína í gær:

 

Við Íslendingar erum í einstakri stöðu til þess að rjúfa kreppumúrinn. Einmitt núna !

Gefa út ríkistryggð skuldabréf sem lífeyrissjóðirnir geta keypt. Fara í hönnun framtíðarmannvirkja og mannfrekar framkvæmdir við tímabært viðhald á innviðum þjóðfélagsins . Auka önglakvótann um allt land.

Okkur vantar ekki meiri eymd eins og Persson boðaði. Okkur vantar átak og viðspyrnu ! Við getum sýnt heiminum hvernig menn bregðast við kreppu á réttan  hátt.

 

Með því að ríkið gefur út ríkistryggð skuldabréf sem lífeyrissjóðirnir kaupa þá fá þeir góða og örugga ávöxtun á sitt fé en ríkið/bankarnir fá fjármuni sem þeir geta sett inn í atvinnulífiðið og þannig blásið lífi í t.d. byggingaiðnaðinn sem er nánast í dauðateigunum um þessar mundir.

Í dag eru átta þúsund manns á atvinnuleysisskrá og þiggja atvinnuleysisbætur. Það fellst mikil skynsemi í því að ríki og sveitarfélög geri nú átak í því að setja í gang mannaflsfrekar byggingaframkvæmdir þannig að þetta fólk sem nú þiggur bætur og mælir göturnar, hætti því en fái í staðin laun og vinnu við að skapa verðmæti.

Ég vil skora á ríkisstjórnina að "rjúfa kreppumúrinn" eins og Halldór segir. Blásum til sóknar og köllum til allar vinnandi hendur í þá uppbyggingu sem framundan er þannig að þjóðin geti hratt og örugglega unnið sig út út vandanum og við greitt sem hraðast niður þessar nýju skuldir okkar.

 

 

 

 


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband