Gull- og gjaldeyrisforðinn hirtur upp í IceSave?

Fé sem kom inn á innlánsreikninga Kaupþings og Glitnis í Bretlandi var safnað inn á breska banka með breska kennitölu. Meðhöndlun fjár á þeim innlánsreikningum var skv. reglum breska Fjármálaeftirlitsins. Þess vegna ber breski Seðlabankinn ábyrgð á þeim reikningum og þar með breskur almenningur. Fé sem kom inn á IceSave reikninga Landsbankans og var lagt inn í útibú bankans hér heima, það fé var geymt í íslenskum banka með íslenskra kennitölu. Meðhöndlun fjár á þeim innlánsreikningum var því skv. reglum íslenska Fjármálaeftirlitsins. Þess vegna ber íslenski Seðlabankinn ábyrgð á þessum reikningum og þar með íslenskur almenningur.

Það fé sem safnað var hjá breskum almenningi og fór inn á IceSve reikninga Landsbankans er ekki horfið. Það liggur örugglega í einhverjum góðum veðum, fasteignum og fyrirtækjum. Vandamálið er hinsvegar að það þarf að greiða allt þetta fé út þessa dagana. Það er hræðilegt að þurfa að selja fasteignir og fyrirtæki í dag. Það verður heldur ekki auðvelt á næstu mánuðum Það verður bara gert með gríðarlegum afföllum. Bresk yfirvöld eru þar að auki búin að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi með hryðjuverkalögum. Þeir eru þessa dagana að selja „sjálfum sér“ þessar eignir á smáaura.  

Bretar gera ekki ráð fyrir að eignir Landsbankans dugi til að borga þessa innlánsreikninga upp í topp. Bretar hafa sagt og tilkynnt að þeir ætli að lána okkur Íslendingum hundruðir milljarða til að  greiða almenningi á Bretlandi út innistæður sínar að fullu. Íslensk stjórnvöld segjast ekki hafa beðið um þetta lán og vilji ekki taka það né ábyrgjast þessi bresku innlán að fullu. Íslendingar ætli að ábyrgjast lámarksupphæð skv. reglum EES/ESB og ekkert umfram það.

Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að ríkisstjórnin er búin að segjast ætla að ábyrgjast innistæður allra Íslendinga sem eru í íslensku bönkunum hér heima. Innistæður Breta í íslensku bönkunum hér heima á hinsvegar ekki að ábyrgjast að fullu. Munum við komast upp með slíka mismunum á grundvelli þjóðernis? Sumar innistæður í sama bankaútibúinu eru tryggðar að fullu, aðrar ekki. Ef dómstólar líða ekki slíka mismunum þá lenda allir þessir IceSave reikningar á íslenskum almenningi eins og Bretar krefjast. Það má heldur ekki gleyma að Bretar hafa hér töglin og hagldirnar.  

Gull- og gjaldeyrisforði íslenska Seðlabankans er geymdur í Seðlabanka Bretlands. Seðlabanki Bretlands sér einnig um alla seðlaprentun fyrir okkur. Við getum spriklað hér og sagst ekki vilja borga en gull- og gjaldeyrisforða okkar og fáum við örugglega ekki afhentan fyrr en búið er að gera upp IceSve reikningana. Gull- og gjaldeyrisforði okkar verður örugglega hirtur upp í þessa IceSve reikninga eins og þurfa þykir að mati Breta. Við Íslendingar getum svo eitt næstu árum í málaferli við Breta og reynt að sækja þetta fé.

Þess vegna eiga þeir sem bera ábyrgð á því að þjóðin var veðsett fyrir hundruð milljarða á tveim árum með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi að axla sína ábyrgð.  


mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrokinn í þessu liði.

Þið viljið ekki skilja að það er til pólitísk ábyrgð !

Hún felst í því að ráðherrar segja af sér vegna migjörða og mistaka stofnana og eða embættismanna sem heyra undir þeirra ráðherraábyrgð !

Þó svo að ráðherran hafi ekki vitað.... eða vissi ekki, eða hafði ekki heyrt af, eða hafði ekki kynnt sér, þá er ábyrgðin samt endanlega þeirra í öllum siðuðum þjóðfélögum sem styðjast við réttarríkið.

Embættismenn sem síðan kemur í ljós að upplýstu ekki eða héldu leyndu eða að um megi kenna klárum dómgreindarskorti, þá má reka og jafnvel eftir atvikum sækja til saka.

En pólitíska ábyrgðin er alltaf viðkomandi ráðherra og það er augljóst mál að þarna á þessu mesta reginklúðri Íslandssögunnar þá báru þeir fullkomlega pólitíska ábyrgð og geta ekki skýlst sér bak við einhverjar stofnanir eða embættismenn þeirra eða hafa ekkert vitað. Það einfaldlega gengur ekki !

En það sjá þau all ekki þau skötuhjúin þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde. Nei þau bara forherðast í siðblindunni og afneituninni á það að horfa framan í vandamálin og sína ábyrgð.

Þess vegna eru það ekki bara fagráherrarnir tveir þeir Viðskipta og Fjármálaráðherrann sem nú verða að axla sína pólitísku ábyrgð á þessum málum, því það verða þau líka að gjöra svo vel að gera þau Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde og reyndar öll Ríkisstjórnin, það hafa þau rækilega sýnt með þessum forherrtu og heimskulegm viðbrögðum sínum nú. 

Það nákvæmlega sama á við um formann VR, þar verður ekki bara hann að víkja heldur öll stjórnin, því formaðurinn sat í stjórn Kaupþings á ábyrgð og fyrir afl og atbeina allrar stjórnarinnar.

Virðing Réttlæti.

Spillingarliðið burt, sama hvar í flokki það stendur !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Eftir íslensku bankakreppuna 2006 þegar m.a. Danske Bank spáði gjaldroti íslensku bankana minkuðu verulega möguleikar þeirra á að fjármagna sig með lánum frá öðrum bönkum. Það var með vilja og vitund Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands að íslensku bankarnir hófu að safna innlánum erlendis. Með því að safna þessum innlánum erlendis var um leið verið að veðsetja almenning á Íslandi. Til þess að safna þessum innlánum þurfti samt meira en grænt ljós frá FME og Seðlabanka Íslands. Valdið til að veðsetja þjóðina liggur ekki hjá starfsmönnum þessara stofnanna. Það vald hlýtur að liggja hjá þeim ráðherrum sem stýra þessum stofnunum og ríkisstjórninni.

Heimild til þessara veðsetningar hlýtur að hafa komið frá ráðherrum og ríkisstjórn. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra hljóta að hafa gefið bönkunum sitt samþykki með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi. Ég spyr, höfðu þessir ráðherrar umboð kjósenda til að veðsetja á tveim árum almenning fyrir meira en þúsund milljarða?

Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á að hafa aukið skuldir/ábyrgðir ríkisins um þúsund milljarða á tveim árum vegna innlánsreikninga bankanna í útlöndum hljóta að axla sína ábyrgð. Þó ekki væri nema vegna þessara ábyrgða sem nú eru að falla á almenning í landinu þá á ríkisstjórnin að biðjast opinberlega afsökunar á þessum mistökum og boða sem fyrst til kosninga og endurnýja umboð sitt.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 16:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband