Góður banki í ríkishendur

Við sem höfum átt viðskipti við Glitni banka á síðustu árum og kynnst því góða fólki sem þar vinnur og þeim faglegu vinnubrögðum sem þar voru og hafa verið viðhöfð er brugðið við að bankinn sé nú kominn í hendur ríkisins. Ekki þekki ég hver hinn ófyrirséði angi hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu það var sem felldi bankinn. Hitt þykist ég þó vita að ef Glitnir banki er í þessari stöðu að þurfa ríkisaðstoð þá riða allir bankar landsins. 

Það er mikið áhyggjuefni ef stjórn Glitnis fyllist nú af fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Staðan verður þá eins og á árum áður, það verða pólitísk en ekki fagleg sjónarmið sem ráða í framtíðinni för í lánveitingum bankans. Vald peninganna færist með þessu aftur yfir til stjórnmálamannanna. Það verða þeir sem ráða því hverjir fá fyrirgreiðslu og hverjir ekki. Það verða þeir sem ráða því hvaða fyrirtæki lifa og hver ekki.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er frelsið í hnotskurn.

Merkilegt nokk að í gegnum tíðina hefur þessi flokkur Sjálfstæðis í landinu staðið vörð fyrir því að frelsið fái að njóta sín. Þegar harðnar á dalnum koma þessir plebbar skríðandi eins og kjölturakkar til að fá klapp á kollinn fyrir að hafa gert mistök.  Þetta er dæmigert fyrir auðvaldið í þessu landi. Þeir hefðu átt að leyfa þessum vesalingum að fara á hausinn og taka afleiðingum eigin gjörða. Það vakna upp ótal spurningar þegar svona gerist í landi þar sem ekki er hægt að borga hinum almenna verkamanni sómasamleg laun. Hver eru skilaboð þessarar ríkisstjórnar til almennings til launþega, verkalýðfélaga og allra þeirra aðila sem eru að ramba á barmi gjaldþrots. Það er mikil skítalykt af þessu máli rétt eins og þegar Ríkið var alltaf að hlaupa til og bjarga Flugleiðum á sínum tíma með alskonar bjargráðum.

Ég vil þess stjórn burt, vil að Samfylkingin þrukkist út því hún hefur ekki gert annað en fægja stóla í þingsölum til þessa. Við þurfum fólk sem gerir hlutina og um leið og ég segi það getur Geir H áttað sig á því að þetta er örugglega ekki ein af þeim leiðum sem menn hafa verið að tala um til að koma fjármálunum í lag að koma inn í eitthvað fyrirtæki bara til að hygla vinum og vandamönnum sem ekki stóðu sig í stykkinu. 

Það þarf líka að skoða alla þessa kaupréttarsamninga sem gerðir hafa verið hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum og rifta þeim öllum og þetta pakk borga til baka það sem það hefur verið að stela frá almenningi þessa lands.

Bestu kveðjur meðan reiðin er í lágmarki.

Baldvin Baldvinsson

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:41

2 identicon

Glitnir banki er afrakstur frjálshyggjunnar = frjálshyggjan er dauð!

Valsól (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband